Annar hver ferða­maður til landsins með Icelandair

Það voru 678 þúsund erlendir ferðamenn sem heimsóttu landið heim í sumar. Miðað við nýjar farþegatölur Icelandair lætur nærri að rétt rúmlega helmingur þeirra hafi flogið til landsins með Icelandair. Sætanýtingin hjá félaginu lækkaði aftur í ágúst.

Mynd: Isavia

Vægi tengifar­þega hjá Icelandair hefur lækkað umtals­vert í sumar í takt við aukna áherslu félagsins á farþega á leið til og frá Íslandi. Þessi breyting hefur vafa­lítið dregið tölu­vert úr samdrætt­inum í komum erlendra ferða­manna til Íslands eftir fall WOW air. Á sama tíma má gera ráð fyrir að meðal­far­gjöldin hjá Icelandair hafi hækkað því samkeppnin í flugi milli Evrópu og N‑Ameríku er hörð á meðan hún hefur dregist tölu­vert saman í Íslands­flugi. Stjórn­endur Icelandair, öfugt við kollega þeirra hjá SAS og Norwegian, birta hins vegar ekki skýrar upplýs­ingar um fargjalda­þróun og því er ekki hægt að sjá þessa þróun svart á hvítu.

„Íslensk ferða­þjón­usta hefur notið góðs af auknum farþega­fjölda Icelandair í sumar en sá sveigj­an­leiki sem við höfum í leiða­kerfinu gerir okkur kleift að bregðast við breyttum aðstæðum á markaði með jafn skjótum hætti og raun ber vitni. Þessar áherslu­breyt­ingar hafa verið til hags­bóta fyrir íslenska ferða­þjón­ustu,” segir Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair Group, í tilkynn­ingu.

Þar kemur jafn­framt fram að félagið hafi flogið með um 720 þúsund farþega til Íslands í sumar. Og þar sem farþegar eru taldir á hverjum  flug­legg má segja að þarna hafi verið á ferð­inni um 360 þúsund einstak­lingar. Til saman­burðar flugu héðan 678 þúsund ferða­menn í sumar samkvæmt taln­ingu Ferða­mála­stofu. Þar með má á áætla að rétt rúmur helm­ingur þeirra ferða­manna sem hingað komu, í gegnum Kefla­vík­ur­flug­völl í sumar, hafi setið um borð í þotum Icelandair.

Til saman­burðar hefur Icelandair staðið undir um tveimur af hverjum þremur brott­förum frá Kefla­vík­ur­flug­velli eftir fall helsta keppi­naut­arins. Þrátt fyrir brott­hvarf WOW þá hefur sæta­nýt­ingin hjá Icelandair lækkað síðustu tvo mánuði. Í júlí var ástæðan sögð ójafn­vægi í leiða­kerfi félagsins sem gerði það að verkum að fram­boðið milli ferða til Evrópu og N‑Ameríku var ekki rétt. Skýr­inguna á þessu mátti þá rekja að hluta til kyrr­setn­ingar MAX þotanna.

Sæta­nýt­ingin lækkaði aftur nú í ágúst og aðspurð segir Ásdís Ýr Péturs­dóttir, upplýs­inga­full­trúi Icelandair, í svari til Túrista, að hluta af skýr­ing­unni sé ójafn­vægi í leiða­kerfinu.