Samfélagsmiðlar

Boeing tjáir sig ekki

Icelandair hefur náð bráðabirgðasamkomulagi við framleiðanda MAX þotanna um bætur. Ekki liggur fyrir hver upphæðin er en ljóst er að félagið hefur lækkað mat sitt á neikvæðum áhrifum töluvert.

Fjórar af hinum kyrrsettu MAX þotum Icelandair.

Við tjáum okkur ekki um viðræður við viðskiptavini,“ segir í svari talsmanns Boeing við þeirri einföldu spurningu hvort fleiri flugfélög en Icelandair hafi gert samkomulag um bótagreiðslur frá flugvélaframleiðandanum vegna MAX krísunnar. En líkt og greint var frá á föstudag þá hefur Icelandair náð bráðabirgðasamkomulagi við Boeing um bætur en upphæðin er trúnaðarmál. Af svari blaðafulltrúa Boeing að dæma þá er ljóst að ekki verða veitt svör við ítarlegri spurningum.

Hin mikla óvissa um hvenær MAX þoturnar fara í loftið á ný og hversu háar bæturnar verða hefur engu að síður valdið það miklum titringi í þjóðarbúskapnum að hagvaxtarhorfur fyrir næsta ár eru nú neikvæðari en áður að mati sérfræðingar Seðlabankans. Á fimmtudag beindi Gylfi Zoega, prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands og nefndarmaður í peningastefnunefnd, svo þeim tilmælum til þingmanna að þeir fylgdust með stöðu Icelandair. „Það má ekki veðja þjóðarbúinu á að við fáum bætur frá Boeing. Þetta er eitthvað sem þið verðið að huga að,“ sagði Gylfi.

Rúmum sólarhring eftir að þessi orð féllu, á opnum fundi efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis, þá sendi Icelandair frá sér fyrrnefnda tilkynningu um skaðabætur frá Boeing. Áður hafði Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, gagnrýnt málatilbúnað Gylfa Zoega.

Athygli vekur að í föstudags tilkynningu Icelandair segir að þrátt fyrir bótagreiðsluna þá standi EBIT afkomuspá ársins óbreytt en hún gerir ráð fyrir um níu til ellefu milljarða króna tapi. Hvort það þýði að afkoma félagsins í ár hafi versnað sem nemur bótagreiðslunni á væntanlega eftir að koma í ljós.

Þegar afkoma Icelandair fyrir fyrri hluta ársins var kynnt nú í byrjun ágúst kom það fram að stjórnendur flugfélagsins mátu tjónið vegna MAX þotanna á 140 milljónir dollara. Það samsvarar um 17 milljörðum króna. Þá var gert ráð fyrir að þoturnar yrði komnar í loftið í enda október sem þýddi að kostnaðurinn hefur numið að jafnaði tæpum 20 milljónum dollara á mánuði. Núna er hins vegar stefnt að því að taka þoturnar í gagnið um miðjan janúar og uppfært mat stjórnenda Icelandair, á neikvæðum áhrifum af kyrrsetningunni, er 135 milljónir dollara þegar tekið er tillit til bótagreiðslunnar.

Það jafngildir þá rúmum 13 milljónum dollara á mánuði fyrir tímabilið frá miðjum mars í ár og fram í miðjan janúar á næsta ári. Í ljósi þess að Icelandair þurfti í sumar að leigja fimm þotur til að fylla skarðið sem MAX þoturnar skildu eftir sig má gera ráð fyrir að kostnaðurinn hafi verið miklu hærri þá en núna í vetur þegar félagið er aðeins með eina leiguvél. Á móti kemur þó að MAX þoturnar eru mun sparneyttari og menga því minna sem hefði sparað Icelandair kaup á þotueldsneyti og mengunarkvótum.

Ljóst er að stjórnendur Icelandair ætla að sækja meira til Boeing því í viðtali við Mbl.is um helgina sagði Bogi Nils að stefnt væri að því að fá frekari bætur.

Nýtt efni

Á árinu 2023 minnkaði sala í Danmörku á prentuðum bókum um 70,2 milljónir danskra króna (tæpa 1,5 milljarða íslenskra kr.) en á sama tíma jókst velta með stafrænar bækur, hljóð og e-bækur, um 35,3 milljónir danskra kr. (rúmar 700 milljónir kr). Einmitt þessi breyting kemur illa niður á rithöfundum landsins því tekjur þeirra og forlaganna …

Af þeim sex norrænu flugfélögum sem skráð eru á hlutabréfamarkað þá gengur best hjá hinu norska Norwegian. Félagið stokkaði upp leiðakerfið í heimsfaraldrinum, endursamdi við birgja og starfsfólk og í fyrra skilaði Norwegian methagnaði. Sú niðurstaða skrifaðist meðal annars á þá ákvörðun stjórnenda að draga töluvert úr umsvifunum yfir vetrarmánuðina. Það hefur leitt til að …

Í ágúst 2026 er áætlað að Victorian Fruit and Vegetable Market í höfuðborg Írlands opni dyr sínar á nýjan leik. Markaðurinn hefur verið lokaður í fimm ár og byggingin legið undir skemmdum en með hjálp 25 milljón evra þróunarstyrks er markmiðið að nýr markaður skáki ekki aðeins hinum víðfræga Enska markaði í Cork heldur mörkuðum …

Play tapaði 3,1 milljarði króna fyrir skatt á fyrsta ársfjórðungi í fyrra en núna var tapið 19 prósent hærra eða 3,7 milljarðar króna. Félagið jók framboðið um 63 prósent á milli þessara tveggja fjórðunga en í flota félagsins voru sex til átta þotur í byrjun síðasta árs en núna eru þær tíu. Einar Örn Ólafsson, …

Sjóðir bandaríska flugvélaframleiðandans Boeing minnkuðu um 3,9 milljarða dollara á fyrsta ársfjórðungi. Upphæðin jafngildir 550 billjónum íslenskra króna og skýringin á þessum mikla fjármagnsbruna liggur í endurteknum göllum í þeim flugvélum sem fyrirtækið framleiðir. Af þeim sökum hefur bandaríska flugöryggisstofnunin takmarkað afköstin í verksmiðjum Boeing við 38 Max þotur í mánuði. Þar með þurfa flugfélög …

Fyrr á þessu ári kynnti fyrirtækið til sögunnar Precious Honeyglow anansinn sem er aðeins um 600 1000 grömm að þyngd eða um það bil helmingi minni en hefðbundinn ananas.Í fréttatilkynningu frá fyrirtækinu segir að það kappkosti ávallt að uppfylla óskir kaupenda, hvort sem þær eru um sætara bragð, sjálfbærnisjónarmið og nú – stærð. Hið nýja …

Tekjur Icelandair af farþegaflugi námu rúmlega 27 milljörðum króna á fyrsta fjórðungi ársins og hafa þeir aldrei verið hærri á þessum tíma árs. Sætaframboðið hefur heldur aldrei verið meira en það jókst það um 21 prósent á milli ára og var farþegahópurinn 14 prósent fjölmennari núna en fyrstu þrjá mánuðina í fyrra. Þá stóðu farþegar …

Það seldust 183 þúsund Volvo bílar á fyrsta fjórðungi ársins sem var aukning um 12 prósent frá sama tíma í fyrra. Engu að síður dróst veltan saman um 2 prósent og rekstrarafkoman (Ebit) nam 4,7 milljörðum sænskra króna eða 61 milljarði kr. Það er töluvert undir spá greinenda sem höfðu að jafnaði gert ráð rekstrarhagnaði …