Samfélagsmiðlar

Boeing tjáir sig ekki

Icelandair hefur náð bráðabirgðasamkomulagi við framleiðanda MAX þotanna um bætur. Ekki liggur fyrir hver upphæðin er en ljóst er að félagið hefur lækkað mat sitt á neikvæðum áhrifum töluvert.

Fjórar af hinum kyrrsettu MAX þotum Icelandair.

Við tjáum okkur ekki um viðræður við viðskiptavini,“ segir í svari talsmanns Boeing við þeirri einföldu spurningu hvort fleiri flugfélög en Icelandair hafi gert samkomulag um bótagreiðslur frá flugvélaframleiðandanum vegna MAX krísunnar. En líkt og greint var frá á föstudag þá hefur Icelandair náð bráðabirgðasamkomulagi við Boeing um bætur en upphæðin er trúnaðarmál. Af svari blaðafulltrúa Boeing að dæma þá er ljóst að ekki verða veitt svör við ítarlegri spurningum.

Hin mikla óvissa um hvenær MAX þoturnar fara í loftið á ný og hversu háar bæturnar verða hefur engu að síður valdið það miklum titringi í þjóðarbúskapnum að hagvaxtarhorfur fyrir næsta ár eru nú neikvæðari en áður að mati sérfræðingar Seðlabankans. Á fimmtudag beindi Gylfi Zoega, prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands og nefndarmaður í peningastefnunefnd, svo þeim tilmælum til þingmanna að þeir fylgdust með stöðu Icelandair. „Það má ekki veðja þjóðarbúinu á að við fáum bætur frá Boeing. Þetta er eitthvað sem þið verðið að huga að,“ sagði Gylfi.

Rúmum sólarhring eftir að þessi orð féllu, á opnum fundi efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis, þá sendi Icelandair frá sér fyrrnefnda tilkynningu um skaðabætur frá Boeing. Áður hafði Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, gagnrýnt málatilbúnað Gylfa Zoega.

Athygli vekur að í föstudags tilkynningu Icelandair segir að þrátt fyrir bótagreiðsluna þá standi EBIT afkomuspá ársins óbreytt en hún gerir ráð fyrir um níu til ellefu milljarða króna tapi. Hvort það þýði að afkoma félagsins í ár hafi versnað sem nemur bótagreiðslunni á væntanlega eftir að koma í ljós.

Þegar afkoma Icelandair fyrir fyrri hluta ársins var kynnt nú í byrjun ágúst kom það fram að stjórnendur flugfélagsins mátu tjónið vegna MAX þotanna á 140 milljónir dollara. Það samsvarar um 17 milljörðum króna. Þá var gert ráð fyrir að þoturnar yrði komnar í loftið í enda október sem þýddi að kostnaðurinn hefur numið að jafnaði tæpum 20 milljónum dollara á mánuði. Núna er hins vegar stefnt að því að taka þoturnar í gagnið um miðjan janúar og uppfært mat stjórnenda Icelandair, á neikvæðum áhrifum af kyrrsetningunni, er 135 milljónir dollara þegar tekið er tillit til bótagreiðslunnar.

Það jafngildir þá rúmum 13 milljónum dollara á mánuði fyrir tímabilið frá miðjum mars í ár og fram í miðjan janúar á næsta ári. Í ljósi þess að Icelandair þurfti í sumar að leigja fimm þotur til að fylla skarðið sem MAX þoturnar skildu eftir sig má gera ráð fyrir að kostnaðurinn hafi verið miklu hærri þá en núna í vetur þegar félagið er aðeins með eina leiguvél. Á móti kemur þó að MAX þoturnar eru mun sparneyttari og menga því minna sem hefði sparað Icelandair kaup á þotueldsneyti og mengunarkvótum.

Ljóst er að stjórnendur Icelandair ætla að sækja meira til Boeing því í viðtali við Mbl.is um helgina sagði Bogi Nils að stefnt væri að því að fá frekari bætur.

Nýtt efni

„Tilgangurinn er að sýna hvað höfuðborgarsvæðið hefur að bjóða í ferðaþjónustu og byggja upp þekkingu meðal þeirra sem í henni starfa," sagði Inga Hlín Pálsdóttir, framkvæmdastjóri Markaðsstofu höfuðborgarsvæðisins, þegar FF7 hitt hana skömmu eftir að sýningin HITTUMST var opnuð í Hafnarhúsinu í dag. Nokkur hópur var þegar kominn að skoða það sem í boði er …

Hilton-hótelkeðjan hefur gert samning um byggingu og rekstur tveggja hótela hér á landi í samstarfi við Bohemian Hotels ehf. Stefnt er að því að opna það fyrra við Hafnarstræti á Akureyri næsta sumar en þar verða 70 herbergi og mun hótelið bera heitið Skáld Hótel Akureyri. Seinna hótelið opnar við Bríetartún, við hlið Frímúrarahallarinnar í …

Flugfélagið Play hefur hafið miðasölu á flugi til Cardiff í Wales og er þetta gert vegna mikils áhuga á leikjum íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu gegn Wales í Þjóðadeildinni sem fara fram næstkomandi haust.  Þetta kemur fram í tilkynningu. Íslenska liðið mætir liði Wales á Laugardalsvelli 11. október en liðin mætast aftur á heimavelli Wales í Cardiff …

Í þeirri viðleitni að hemja troðningstúrisma hafa borgaryfirvöld í Amsterdam ákveðið að leyfa ekki byggingu fleiri hótela í miðborginni. Þrátt fyrir að kröfur hafi verið hertar í borginni gagnvart nýbyggingum hótela þá eru yfir 20 hótel nú á teikniborðinu, segir NL Times. Takmörkunin nær auðvitað ekki til þeirra hótela sem þegar hafa verið samþykkt. Túristar …

Como-vatn á Langbarðalandi dregur til sín um 1,4 milljónir ferðamanna á ári - og í glæsihúsum við vatnið hefur margt frægt og ríkt fólk athvarf. Meðal þeirra sem eiga hús þarna eru George Clooney, Donnatella Versace og Richard Branson. Kannski er það ekki síst efnaða fólkið sem orðið er þreytt á átroðningi - að venjulegir …

Allt frá því að Play var skráð á hlutabréfamarkað sumarið 2021 og fram til ársloka 2022 var Fiskisund ehf. stærsti hluthafinn í Play með 8,6 prósenta hlut. Fyrir Fiskisundi fóru þau Kári Þór Guðjónsson, Halla Sigrún Hjartardóttir og Einar Örn Ólafsson, sem lengi var stjórnarformaður flugfélagsins en settist í forstjórastólinn um síðustu mánaðamót. Einar Örn átti einnig …

Flugstöðin í Changi í Singapúr er ekki lengur í efsta sæti á árlegum lista Skytrax yfir bestu flugvellina heldur í öðru sæti. Hamad alþjóðaflugvöllurinn í Doha í Katar toppar nú listann sem birtur var í gær en hann byggir á einkunnagjöf farþega. Í þriðja sæti er Incheon í Seoul en í næstu tveimur sætum eru …

Fyrsta skemmtiferðaskip ársins kom til Ísafjarðar um síðustu helgi, þýska AIDAsol með nærri í 2.200 farþega. Á sunnudag koma tvö skip með væntanlega 3.000 - 4.000 farþega. Það er farþegafjöldi undir öllum viðvörunarmörkum sem Ísafjarðarbær ætlar að fylgja í framtíðinni vegna komu skemmtiferðaskipa. Nýsamþykktar fjöldatakmarkanir gilda raunar ekki á þessu ári þar sem bókanir hafa …