Samfélagsmiðlar

Flokksbræður ekki sammála um varaflugvallagjald

Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrum samgönguráðherra, er ekki lengur sannfærður um að leggja sérstakt gjald á farþega í alþjóðaflugi til að standa undir framkvæmdum við varaflugvelli landsins. Hugmyndin að gjaldinu kemur úr skýrslu starfshóps sem Sjálfstæðismaðurinn Njáll Trausti Friðbertsson leiddi og hann hefur ekki breytt um skoðun.

Frá Egilsstaðaflugvelli, einum af varaflugvöllunum fyrir millilandaflug hér á landi.

„Ég get ekki séð að það sé nokkurt vit í því að auka álögur á millilandaflug eins og staðan er í dag,“ sagði Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður umhverfis- og samgöngunefndar, í útvarpsþættinum Sprengisandi á sunnudag. Þar vísaði Jón til sérstaks varaflugvallagjalds sem gert er ráð fyrir í nýrri samgönguáætlun en sú tekjuöflun er meðal þeirra tillagna sem starfshópur samgönguráðherra mælti í ársbyrjun með. Í skýrslu hópsins talað um 100 til 300 króna gjaldi á hvern fluglegg í alþjóðaflugi. Tekjurnar á að nýta til að standa straum af viðhaldi og uppbyggingu varaflugvallanna í Reykjavík, Akureyri og Egilsstöðum.

Formaður þessa starfshóps var þingmaðurinn Njáll Trausti Friðbertsson og hann segist ekki vera sammála flokksbróður sínum um að varaflugvallargjaldið sé ekki lengur valkostur. „Það má vel vera að rétt væri að fresta upptöku þjónustugjalds vegna varaflugvallanna vegna þeirra erfiðleika sem nú eru uppi í fluginu. Það verður hins vegar að vera einhver sýn til lengri tíma hvernig eigi að standa að málum,“ segir Njáll í svari til Túrista.

Hann bætir því við að skoða ætti hvort þeim álögum sem lagðar voru á vegna varaflugvallanna hefði verið skilað til baka. „Þegar varaflugvallagjaldið var langt niður á sínum tíma lækkuðu ekki álögurnar á flugið heldur runnu þær í staðinn í flugstöðina á Keflavíkurflugvelli. Það þarf að vera til stefna og við köstum henni ekki fyrir róða vegna tímabundinna erfiðleika í flugrekstri. Þannig að í sjálfu sér má sækja fjármunina til Isavia og þeir færðir þangað sem þeim var ætlað að fara upprunalega.“

Njáll Trausti bendir jafnframt á að frá því að hætt var við að leggja á varaflugvallagjald árið 2011 þá hafi fjármögnun flugvallakerfisins hrunið. Vísar hann til þess að á árunum 1988 til 2010 hafi að jafnaði verið varið um 1,5 milljarði króna í viðhald og nýframkvæmdir á öðrum flugvöllum en Keflavíkurflugvelli. Sú tala hafi lækkað niður í 363 milljónir á ári.

 

Nýtt efni
Veitingaþjónusta

Íslenskt atvinnulíf er mjög háð aðfluttu vinnuafli. Það á ekki síst við um ferðaþjónustuna. Umsvif hennar væru mun minni ef ekki kæmu hingað útlendingar þúsundum saman til starfa á ári hverju. Samkvæmt Hagstofunni voru 35.233 starfandi í einkennandi greinum ferðaþjónustu á Íslandi í júní 2023. Þar af voru um 15.500 útlendingar.  Heildartalan yfir þá sem …

Áætlunarflug milli Akureyrar og London hófst í lok október og síðan þá hafa þotur Easyjet flogið þessa leið tvisvar í viku en engin talning fer fram á fjölda ferðamanna á Akureyrarflugvelli öfugt við það sem tíðkast á Keflavíkurflugvelli. Til að meta fjölda breskra ferðamanna í beina fluginu þarf því að styðjast við gistináttatölur Hagstofunnar en …

Frakkar fjölmenna til Íslands allt árið um kring og í fyrra flugu frá Keflavíkurflugvelli 99 þúsund farþegar með franskt vegabréf. Það jafngildir því að fimm af hverjum 100 ferðamönnum hér á landi séu franskir enda eru flugsamgöngur milli Íslands og Parísar tíðar og stefnir í að þeir verði óvenju miklar næsta vetur. Það eru því …

Mitt inn í dimmum Grünheideskógi skammt frá Berlín hafa 80 manneskjur komið sér fyrir í kofum sem þau hafa byggt hátt uppi trjánum. Kofaþorpið eru bækistöðvar mótmælenda eða aðgerðarsinna eins og þau kalla sig. Einmitt inni í þessum sama skógi hyggst bandaríski rafmagnsbílaframleiðandinn Tesla stækka svokallaða gígaverksmiðju sem var tekin var í notkun í mars …

Lufthansa hefur náð samkomulagi við verkalýðsfélagið Verdi og þar með er endi bundinn á langa vinnudeilu við flugvallarstarfsfólk þýska flugfélagsins. Flugáætlun Lufthansa fer því ekki úr skorðum yfir páskana líkt og útlit var fyrir en félagið er með þrjár flugferðir til Íslands á áætlun sinni yfir hátíðarnar. Hinn nýi samningur Verdi og Lufthansa kemur í …

Það voru 561 þúsund skráðar gistinætur hér á landi í febrúar sem er um 2,5 prósent samdráttur í samanburði sama tímabil í fyrra. Ef tekið er tillit til hlaupársdagsins þá var fækkunin ennþá meiri eða nærri 6 af hundraði. Á hótelum landsins voru gistinæturnar 373 þúsund sem er ögn meira en í febrúar í fyrra …

Þegar Hagstofan leggur mat á breytingar á verðlagi þá er meðal annars horft til fargjalda, bæði í flug innanlands og til útlanda. Samkvæmt nýjum verðmælingum Hagstofunnar þá lækkaði farið frá Keflavíkurflugvelli um 5 prósent í mars en farþegar í innanlandsflugi þurftu að borga 16 prósent meira en í fyrra. Á sama tíma hækkaði verðlag í …

„Undanfarna mánuði hafa stjórnmálamenn og verkalýðsforingjar viðrað hugmyndir um að hækka virðisaukaskattshlutfall ferðaþjónustu í 24%. Almenn greining á grundvelli viðtekinnar þjóðhagfræði, sem SAF hefur látið vinna, bendir til þess að slík hækkun myndi almennt hækka verðlag og þar með verðbólgu á viðkomandi ári, lækka veltu í ferðaþjónustu, veikja samkeppnishæfni hennar, lækka verga landsframleiðslu og auka …