Flogið til 47 borga í vetur

Aðeins tveir nýir áfangastaðir bætast við flugáætlun Keflavíkurflugvallar í vetur en hins vegar detta þrettán borgir út af dagskránni.

Mynd: Isavia

Ef stefnan er sett út í heim í vetur þá stendur þér til boða reglu­legt áætl­un­ar­flug til 47 erlendra borga frá Kefla­vík­ur­flug­velli. Það er nokkuð minna en síðast­liðinn vetur þegar áfanga­stað­irnir voru 60 talsins. Meðal þeirra borga sem dottnar eru út af vetr­ar­dag­skrá Kefla­vík­ur­flug­vallar eru Los Angeles, Mílanó, Port­land, Róm, Montreal og Detroit.

Í ofan á lag þá minnkar samkeppnin á mörgum flug­leiðum og helsta skýr­ingin á þessari breyt­ingu er brott­hvarf WOW air. Einnig munar um að Delta flug­fé­lagið gerir hlé í vetur á áætl­un­ar­ferðum sínum frá New York, British Airways fækkar ferð­unum milli Íslands og London og svo dregur easyJet líka úr tíðni ferða. Á móti kemur að Wizz Air bætir við ferðum hingað því nú vetr­arflug milli Íslands og Vilníus í Litháen hluti af vetr­ar­dag­skrá flug­fé­lagsins og í næstu viku hefst áætl­un­ar­flug félagsins milli Íslands og Kraká í Póllandi.

Til viðbótar við milli­landa­flugið frá Kefla­vík­ur­flug­velli þá fljúga flug­vélar Air Iceland Connect reglu­lega frá Reykja­vík­ur­flug­velli til Nuuk og  Kulusuk og til Nerlerit Inaat við Scor­es­bysund í samstarfi við Norlandair á Akur­eyri.

Hér fyrir neðan má sjá alla þá áfanga­staði sem eru núna á vetr­ar­dag­skrá Kefla­vík­ur­fluga­vallar en hún hefst í lok október og stendur fram í enda mars. Auk reglu­legra ferða til þessara borga þá verða á boðstólum stakar ferðir til ýmissa borga. Með því að slá inn heitir borgar eða lands í leit­ar­línuna fyrir ofan töfluna þá má sjá hvaða flug­félög fljúga hvert.