Frá Akureyri til Amsterdam í vetur

Fyrstu sumarvertíð flugfélagsins Transavia á Akureyri en nú lokið. Þráðurinn verður tekinn upp í febrúar á ný.

Þota Transavia á Akureyrarflugvelli. Mynd: Markaðsstofa Norðurlands

Hollenska ferðaskrifstofan Voigt Travel hefur í sumar boðið upp á pakkaferðir til Íslands þar sem flogið var með fransk-hollenska flugfélaginu Transavia beint frá Rotterdam til Akureyrar. Alls voru ferðirnar sextán talsins og sú síðasta á mánudaginn var. Voigt Travel mun einnig bjóða upp á ferðir til og frá Norðurlandi í vetur en þá verður flogið frá Amsterdam.

Þá verða átta brottfarir í boði og sú fyrsta þann 14. febrúar nk. og flogið verður tvisvar í viku, á mánudögum og föstudögum. Líkt og í sumar þá geta Norðlendingar líka nýtt sér þessar flugsamgöngur og er sala á slíkum ferðum hafin hjá Ferðaskrifstofu Akureyrar. Í sumar var einnig hægt að bóka farmiða beint hjá Transavia en sá kostur er ekki á boðstólum fyrir vetrarferðirnar eins og staðan er í dag.