Samfélagsmiðlar

Gallagripir frá Boeing

Allt er þegar þrennt er segir máltækið og fljótlega kemur í ljós hvort stjórnendur Icelandair panti nýjar Boeing þotur í þriðja sinn á þessari öld þrátt fyrir gallana í bæði MAX og Dreamliner flugvélunum.

Fjórar af kyrrsettu MAX þotunum.

Á næstunni mun forsvarsfólk Icelandair að taka ákvörðun um hvort það verða flugvélar frá Airbus eða Boeing sem munu, innan fárra ára, leysa af hólmi Boeing 757 þotur félagsins. Þetta verða þriðju stóru flugvélakaup Icelandair á þessari öld. Árið 2012 pantaði félagið sextán Boeing MAX þotur en sjö árum áður tryggði FL-Group, þáverandi móðurfélag Icelandair, sér allt að fimm Dreamliner breiðþotur frá bandaríska flugvélaframleiðandanum.

Þá stóð til að Icelandair tæki í notkun fyrstu tvær Dreamliner þoturnar vorið 2010 og um leið myndu „opnast ótal mögu­leikar í framtíðarþróun félagsins,“ líkt og það var orðað í tilkynningu. Boeing gat hins vegar ekki staðið við þennan afhendingartíma og í sumarbyrjun 2011 áfram seldi Icelandair pöntun sína á þremur Dreamliner þotum til Norwegian. Þetta var hluti af endurskipulagningu Icelandair eftir efnahagshrunið.

Norska flugfélagið hafði á þessum tímapunkti tryggt sér tvær aðrar Dreamliner þotur og gerði ráð fyrir þeirri fyrstu haustið 2012. Áfram seinkaði hins vegar framleiðslunni og það var fyrst um mitt sumar 2013 sem Norwegian fékk sína fyrstu Dreamliner farþegaflugvél. Eintökin sem Icelandair hafði keypt á sínum tíma voru svo klár til afhendingar á seinni hluta 2013. Rúmum þremur árum seinna en stjórnendur Icelandair gerðu upphaflega ráð fyrir þegar þeir gengu frá kaupum átta árum áður.

Hluti af þessari miklu seinkun skrifast á þá staðreynd að þær fáu Dreamliner þotur sem komnar voru í loftið í ársbyrjun 2013 voru kyrrsettar eftir að vandamál komu upp í rafgeymum vélanna. Kyrrsetningin varði í rúma þrjá mánuði en til samanburðar þá er núna nærri hálft ár liðið frá því að flugbannið á Boeing MAX þoturnar var sett á í lok síðasta vetrar. Og enn þá er ekki ljóst hvenær þær fara í loftið en samkvæmt síðasta mati Icelandair þá verður tjón félagsins vegna málsins sautján milljarðar króna í ár. Þess má geta að stjórnendur Norwegian eru ennþá í basli með sínar Dreamliner þotur, bæði vegna hárrar bilanatíðni og eins vegna seinagangs í framleiðslu á hreyflum.

En í ljósi vandræðanna með Dreamliner og MAX þoturnar þá verður áhugavert að sjá hvort forsvarsfólk Icelandair tekur sénsinn og leggur inn þriðju pöntunina hjá bandaríska flugvélaframleiðandum á þessari öld. Eða munu þau heldur kaupa eða leigja eldri Airbus þotur, sem nú þegar hafa sannað sig, í stað þess að panta nýframleiðslu frá Boeing eða Airbus. Það er alla vega ljóst að þoturnar sem koma í stað Boeing 757 munu verða stór hluti af flugflota Icelandair. Og í ljósi fyrri reynslu þá gæti það reynst Icelandair dýrt að ganga á ný til samninga við Boeing um kaup á flugvélum sem enn þá eru á teikniborðinu.

Nýtt efni

Frakkar fjölmenna til Íslands allt árið um kring og í fyrra flugu frá Keflavíkurflugvelli 99 þúsund farþegar með franskt vegabréf. Það jafngildir því að fimm af hverjum 100 ferðamönnum hér á landi séu franskir enda eru flugsamgöngur milli Íslands og Parísar tíðar og stefnir í að þeir verði óvenju miklar næsta vetur. Það eru því …

Mitt inn í dimmum Grünheideskógi skammt frá Berlín hafa 80 manneskjur komið sér fyrir í kofum sem þau hafa byggt hátt uppi trjánum. Kofaþorpið eru bækistöðvar mótmælenda eða aðgerðarsinna eins og þau kalla sig. Einmitt inni í þessum sama skógi hyggst bandaríski rafmagnsbílaframleiðandinn Tesla stækka svokallaða gígaverksmiðju sem var tekin var í notkun í mars …

Lufthansa hefur náð samkomulagi við verkalýðsfélagið Verdi og þar með er endi bundinn á langa vinnudeilu við flugvallarstarfsfólk þýska flugfélagsins. Flugáætlun Lufthansa fer því ekki úr skorðum yfir páskana líkt og útlit var fyrir en félagið er með þrjár flugferðir til Íslands á áætlun sinni yfir hátíðarnar. Hinn nýi samningur Verdi og Lufthansa kemur í …

Það voru 561 þúsund skráðar gistinætur hér á landi í febrúar sem er um 2,5 prósent samdráttur í samanburði sama tímabil í fyrra. Ef tekið er tillit til hlaupársdagsins þá var fækkunin ennþá meiri eða nærri 6 af hundraði. Á hótelum landsins voru gistinæturnar 373 þúsund sem er ögn meira en í febrúar í fyrra …

Þegar Hagstofan leggur mat á breytingar á verðlagi þá er meðal annars horft til fargjalda, bæði í flug innanlands og til útlanda. Samkvæmt nýjum verðmælingum Hagstofunnar þá lækkaði farið frá Keflavíkurflugvelli um 5 prósent í mars en farþegar í innanlandsflugi þurftu að borga 16 prósent meira en í fyrra. Á sama tíma hækkaði verðlag í …

„Undanfarna mánuði hafa stjórnmálamenn og verkalýðsforingjar viðrað hugmyndir um að hækka virðisaukaskattshlutfall ferðaþjónustu í 24%. Almenn greining á grundvelli viðtekinnar þjóðhagfræði, sem SAF hefur látið vinna, bendir til þess að slík hækkun myndi almennt hækka verðlag og þar með verðbólgu á viðkomandi ári, lækka veltu í ferðaþjónustu, veikja samkeppnishæfni hennar, lækka verga landsframleiðslu og auka …

Xiaomi er hraðvaxta hátæknifyrirtæki í Beijing í Kína, stofnað fyrir 14 árum af frumkvöðlinum og milljarðamæringnum Lei Jun og félögum hans. Á síðasta ári var fyrirtækið í þriðja sæti á lista þeirra sem seldu flesta farsímana - næst á eftir Samsung og Apple. Xiaomi framleiðir og selur margskonar annan háþróaðan tæknibúnað og neytendavörur en samdráttur …

Fyrir rúmu ári var greint frá því að þýska Lufthansa-samsteypan hefði áhuga á að kaupa 40 prósenta hlut í ítalska þjóðarflugfélaginu ITA en niðurstaða hefur ekki enn fengist. Í janúar hóf Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins rannsókn á samkeppnisáhrifum þess að Þjóðverjarnir eignuðust stóran hlut í ítalska flugfélaginu sem lengi hefur verið stjórnvöldum á Ítalíu höfuðverkur.  Nú í …