Hafa ennþá ekki sótt um lendingarleyfi

Það mun ekki hafa verið sótt um tíma á flugvöllum fyrir hönd hins nýja WOW air. Forsvarsfólk endurreisnar flugfélagsins hefur þó gefið út að fyrsta ferð sé á dagskrá í næsta mánuði.

Mynd: London Stansted

Það hefur lítið heyrst af gangi mála hjá Michele Roosevelt Edwards og félögum við að koma WOW air í loftið á ný. Á blaðamannafundi fyrir nærri þremur vikum lýsti hún áformum sínum suttlega varðandi endurreisn lággjaldaflugfélagsins og áður hafði hún gert það sama í einkaviðtali við Morgunblaðið í lok júlí.

Eina flugleiðin sem Edwards hefur gefið út að WOW air muni sinna í upphafi er flug milli Íslands og Dulles flugvallar við Washingtong borg í Bandaríkjunum. Heimildir Túrista herma hins vegar að ennþá hafi ekki verið sótt um nein lendingarleyfi á Keflavíkurflugvelli eða vestanhafs fyrir hönd hins . Og í svari frá blaðafulltrúa flugmálayfirvalda í Washington borg segir að þar væru engar nýjar upplýsingar um WOW air og stöðu þess. En líkt og áður hefur komið fram þá hafði forsvarsfólks nýja WOW aðeins haldið einn fund með forsvarsfólki Dulles flugvallar.

Túristi hefur óskað eftir viðbrögðum og upplýsingum frá almannatengli Edwards en ekki fengið nein svör.

Viðskiptablað Morgunblaðsins greinir frá því í dag að stíf vinna við end­ur­reisn WOW air stend­standi nú yfir beggja vegna Atlantsála og ætlunin in sé að WOW hefji sig til flugs á ný um miðjan október.