Hafa ennþá ekki sótt um lend­ing­ar­leyfi

Það mun ekki hafa verið sótt um tíma á flugvöllum fyrir hönd hins nýja WOW air. Forsvarsfólk endurreisnar flugfélagsins hefur þó gefið út að fyrsta ferð sé á dagskrá í næsta mánuði.

Mynd: London Stansted

Það hefur lítið heyrst af gangi mála hjá Michele Roosevelt Edwards og félögum við að koma WOW air í loftið á ný. Á blaða­manna­fundi fyrir nærri þremur vikum lýsti hún áformum sínum sutt­lega varð­andi endur­reisn lággjalda­flug­fé­lagsins og áður hafði hún gert það sama í einka­við­tali við Morg­un­blaðið í lok júlí.

Eina flug­leiðin sem Edwards hefur gefið út að WOW air muni sinna í upphafi er flug milli Íslands og Dulles flug­vallar við Washingtong borg í Banda­ríkj­unum. Heim­ildir Túrista herma hins vegar að ennþá hafi ekki verið sótt um nein lend­ing­ar­leyfi á Kefla­vík­ur­flug­velli eða vest­an­hafs fyrir hönd hins . Og í svari frá blaða­full­trúa flug­mála­yf­ir­valda í Washington borg segir að þar væru engar nýjar upplýs­ingar um WOW air og stöðu þess. En líkt og áður hefur komið fram þá hafði forsvars­fólks nýja WOW aðeins haldið einn fund með forsvars­fólki Dulles flug­vallar.

Túristi hefur óskað eftir viðbrögðum og upplýs­ingum frá almanna­tengli Edwards en ekki fengið nein svör.

Viðskipta­blað Morg­un­blaðsins greinir frá því í dag að stíf vinna við end­ur­reisn WOW air stend­standi nú yfir beggja vegna Atlantsála og ætlunin in sé að WOW hefji sig til flugs á ný um miðjan október.