Hrær­ingar hjá ferða­skrif­stofum

Heimsferðir eru til sölu, framkvæmdastjóraskipti hjá Vita og eigendur Gaman-ferða eru komnir með nýja ferðaskrifstofu. Hvað sem á gengur verður Icelandair áfram langstærsti ferðasali landsins.

strond nikos zacharoulis
Sala á sólarlandaferðum er stór hluti af starfsemi ferðaskrifstofanna. Mynd: Nikos Zacharoulis / Unsplash

Það tíðkast ekki víða að flug­félög reki umsvifa­miklar ferða­skrif­stofur. Sú stað­reynd kann að vera megin skýr­ingin á því að í ársbyrjun 2006 ákvað stjórn FL-Group, þáver­andi móður­fé­lags Icelandair, að selja Ferða­skrif­stofu Íslands, sem rak Úrval-Útsýn og Plús­ferðir. Kaup­end­urnir voru eigendur Sumar­ferða. Aðeins tveimur árum síðar ákváðu hins vegar nýir stjórn­endur Icelandair að hasla sér völl á ný í sölu á pakka­ferðum til Íslend­inga og stofnuðu ferða­skrif­stofuna Vita sem þá fór í samkeppni við þau fyrir­tæki sem fyrir voru á mark­aðnum. Í verkið var ráðið Hörður Gunn­arsson, fyrr­ver­andi fram­kvæmda­stjóra Ferða­skrif­stofu Íslands og leiddi hann uppbygg­ingu Vita auk Iceland Travel sem sérhæfir sig í mótt­töku erlendra ferða­manna.

Nú í sumar­byrjun hætti Hörður hins vegar sem fram­kvæmda­stjóri Iceland Travel og við starfi hans tók Björn Víglundsson. Á sama tíma hófst sölu­ferli fyrir­tæk­isins en ekki mun standa til að selja Vita út úr Icelandair Group. Hörður hélt áfram um stjórn­artaumana í Vita en í gær tilkynnti Icelandair Group að nú tæki Þráinn Vigfússon við. Hann hefur starfað við hlið Harðar sem fjár­mála­stjóri Vita og Iceland Travel síðast­liðinn áratug.

Vita er í dag ein af þremur umsvifa­mestu ferða­skrif­stofum landsins þegar kemur að skipu­lagn­ingu utan­lands­ferða fyrir Íslend­inga. Hinar eru Ferða­skrif­stofa Íslands og Heims­ferðir. Sú fyrr­nefnda er í eigu Pálma Haralds­sonar en Arion banki tók nýverið Heims­ferðir yfir. Bankinn leitar nú tilboða í fyrir­tækið og sex aðrar norrænar ferða­skrif­stofur sem áður tilheyrðu Primera Travel Group. Samsteypan var í eigu Andra Más Ingólfs­sonar en faðir hans, Ingólfur Guðbrandsson, stofnaði Útsýn árið 1955. Þá ferða­skrif­stofu keypti Icelandair árið 1989 sem meiri­hluta­eig­andi í Úrval. Ári síðar tók fyrr­nefndur Hörður Gunn­arsson við sem fram­kvæmda­stjóri samein­aðrar ferða­skrif­stofu Úrval-Útsýn. Sextán árum síðan var hún svo seld út úr Icelandair samsteyp­unni líkt og fyrr segir.

Í ljósi þess að í dag eru Heims­ferðir til sölu og Icelandair Group er að draga úr umsvifum sínum, t.d. í rekstri hótela og ferða­skrif­stofa, þá er ekki útilokað að framundan sé uppstokkun á þessum hluta mark­að­arins. Á honum hafa þrjár stærstu ferða­skrif­stof­urnar verið fyrir­ferða­miklar í samkeppni við fjölda smærri skrif­stofa. Ein þeirra var Gaman ferðir en stjórn­endur hennar skiluðu inn ferða­skrif­stofu­leyfi í vor í fram­haldi af gjald­þroti WOW air. Rúmlega eitt þúsund kröfur frá viðskipta­vinum fyrir­tæk­isins bárust Ferða­mála­stofu, sem hefur eftirlit með starf­semi og trygg­ingum ferða­skrif­stofa, í kjöl­farið og vonir standa til að ljúka þeirri vinnu í þessum mánuði. Í milli­tíð­inni hafa stofn­endur Gaman ferða sett af stað nýja ferða­skrif­stofu sem ber heitið Komdu með.

En þrátt fyrir að Íslend­ingum á faralds­fæti standi til boða þjón­usta fjöld­margra ferða­skrif­stofa þá eru það líklega flug­fé­lögin sjálf og bókun­ar­síður eins og Booking.com sem fá stærsta hluta af þeim fjár­munum sem Íslend­ingar leggja í kaup á ferðum út í heim. Og í ljósi þess að Icelandair stendur nú fyrir um tveimur af hverjum þremur brott­förum frá Kefla­vík­ur­flug­velli og á eina af þremur stærstu ferða­skrif­stofum landsins þá er fyrir­tækið, nú sem fyrr, lang­stærsti ferða­sali landsins.

Leið­rétt: Í upphaf­legu útgáfu frétt­ar­innar sagði að Gaman ferðir hefðu orðið gjald­þrota. Hið rétta er að forsvars­menn ferða­skrif­stof­unnar skiluðu inn ferða­skrif­stofu­leyfi til Ferða­mála­stofu og hættu rekstri í kjölfar gjald­þrots WOW air.  Ferða­skrif­stofan fór ekki í þrot.