Icelandair skiptir um auglýs­inga­stofu

Áratuga löngu samstarfi Icelandair og Íslensku auglýsingastofunnar er lokið. Hugmyndir að kynningarherferð í tengslum við endurkomu MAX þotanna voru ekki meðal þeirra verkefna sem flugfélagið lagði fyrir sérfræðinga þeirra auglýsingastofa sem buðu í viðskiptin.

Ein af Boeing MAX þotum Icelandair. Mynd: Boeing

Icelandair er einn allra stærsti auglýs­andi hér á landi og hefur því verið eftir­sóttur viðskipta­vinur meðal íslenskra auglýs­inga­stofa. Flug­fé­lagið hefur hins vegar haldið tryggð við Íslensku auglýs­inga­stofuna í rúma þrjá áratugi og endur­nýjuðu fyrir­tækin síðast samning sinn snemma árs 2016. Undan­farið hefur Icelandair hins vegar leitað tilboða og hugmynda hjá fleirum auglýs­inga­stofum og niður­staðan er sú að mark­aðs­fólk Icelandair hefur ákveðið að söðla um. „Já, eftir langt og farsælt samstarf við Íslensku ákváðum við að endur­skoða þessi mál,” segir Ásdís Ýr Péturs­dóttir, upplýs­inga­full­trúi Icelandair, aðspurð um breyt­inguna. Og hún stað­festir að eftir nokk­urra mánaða ferli hafi verið ákveðið að ganga til samn­inga við Hvíta húsið.

Gísli S. Brynj­ólfsson, sem tók við sem mark­aðs­stjóri Icelandair í vor, var áður fram­kvæmda­stjóri Hvíta hússins og einn af eigendum auglýs­inga­stof­unnar. Samkvæmt heim­ildum Túrista þá hafa viðskipti Icelandair við Íslensku auglýs­inga­stofuna numið vel á annað hundrað millj­ónum á ári.

Gera má ráð fyrir að ein fyrsta kynn­ing­ar­her­ferð Hvíta hússins fyrir Icelandair snúist um að skapa traust farþega á hinum kyrr­settu MAX þotum félagsins. Ásdís segir þó að sérfræð­ingar auglýs­inga­stof­anna, sem buðu í viðskipti Icelandair, hafi ekki verið beðnir um hugmyndir varð­andi endur­komu MAX þotanna. En núver­andi flugáætlun Icelandair gerir ráð fyrir að þoturnar fari í loftið á ný í ársbyrjun.