Isavia þarf ekki að deila gögnum

Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur komist að þeirri niðurstöðu að Isavia beri ekki skylda til að birta upplýsingar um flugumferð til og frá landinu. Öfugt við það sem tíðkast til að mynda í Bandaríkjunum og Bretlandi.

Mynd: Isavia

Síðustu átta ár hefur Túristi gert daglegar taln­ingar á flug­ferðum til og frá Kefla­vík­ur­flug­velli. Um hver mánað­armót birtast svo hér á síðunni fréttir, byggðar á þessum upplýs­ingum, þar sem fram kemur hvert vægi hvers flug­fé­lags er í brott­förum talið. Upplýs­ingar um fjölda ferða til ákveð­inna áfanga­staða birtast líka reglu­lega í grein­unum. Þessar saman­tektir Túrista eru líklega einu opin­beru gögnin sem til eru um flug­um­ferð til og frá landinu þar sem hvorki Isavia né Samgöngu­stofa birta sambæri­legar upplýs­ingar.

Hjá flug­mála­yf­ir­völdum í Banda­ríkj­unum, Bretlandi, Danmörku og Þýskalandi hefur Túristi aftur á móti ítrekað sótt grein­ar­góðar upplýs­ingar um fjölda farþega á einstökum flug­leiðum til Íslands eftir mánuðum. Banda­rísk flug­mála­yf­ir­völd bæta um betur og veita líka upplýs­ingar um fjölda farþega hjá hverju flug­fé­lagi fyrir sig og sætaframboð. Í maí í fyrra óskaði Túristi eftir þess háttar upplýs­ingum frá Isavia í ljósi þess að þær væru ekki aðeins frétt­næmar heldur gætu varðað rekstr­ar­aðila í ferða­þjón­ustu miklu og væru grund­völlur rann­sókna á þróun og stöðu íslenskrar ferða­þjón­ustu og flugrekstrar. Enda er Kefla­vík­ur­flug­völlur nærri eina gáttin inn í landið. Isavia neitaði hins vegar að afhenda gögnin. Þá niður­stöðu kærði Túristi til úrskurð­ar­nefndar um upplýs­ingamál þann 25. maí í fyrra. Í kærunni var farið var fram á gögn um flug umferð til og frá landinu árið 2017. Ráðherra ferða­mála sagði í fram­haldinu að eðli­legt væri að ræða aukna upplýs­inga­gjöf á þessu sviði.

Úrskurð­ar­nefnd um upplýs­ingamál vísaði hins vegar málinu frá stuttu síðar þar sem lögfræð­ingar Isavia vildu meina að ekki hefði nægt að leggja fram beiðni til fyrir­tæk­isins í gegnum upplýs­inga­full­trúa fyrir­tæk­isins heldur þyrfti að fylla út sérstakt form á heima­síðu Isavia. Túristi mótmælti þeirri niður­stöðu og var málið tekið fyrir á ný síðast­liðið haust. Niður­staða liggur nú fyrir því í síðustu viku tók úrskurð­ar­nefndin undir þau rök Isavia að þau gögn sem óskað hafi verið eftir falli undir þagn­ar­skyldu­ákvæði laga um loft­ferðir og það gangi framar upplýs­inga­rétti upplýs­ingalaga.

Í úrskurði nefnd­ar­innar segir að Isavia hafi afhent sýnis­horn af þeim upplýs­ingum sem fyrir­tækið hafi um flug­um­ferð til og frá landinu. Skjalið hafi að geyma upplýs­ingar um flug­ferðir eins flugrek­anda fyrir einn mánuð og mun það vera notað til innheimtu gjalda. Tekið er sérstak­lega fram í niður­stöðu úrskurð­ar­nefndar að þetta fyrr­nefnda skjal telji 130 blað­síður með 2100 línum í Microsoft Excel. „Yfir­litið inni­heldur alls kyns flokka af upplýs­ingum, s.s. tegund og fjárhæð gjalds sem lagt er á hverju sinni, áfanga­stað, farþega­fjölda, dagsetn­ingu og tegund flug­vélar,” segir í niður­stöðu úrskurð­ar­nefndar.

Það ætti þó segja sig sjálft að út í heimi vinna flug­mála­yf­ir­völd líka með ítarleg gögn um flug­um­ferð til að reikna út notenda­gjöld. Yfir­völd Banda­ríkj­unum, Bretlandi, Danmörku og víðar leggja það þó á sig að útbúa einfaldari útgáfur sem svo eru gerðar opin­berar. Og Túristi veit til að þess að á Kefla­vík­ur­flug­velli hafa verið tekin saman daglega skjöl sem sýna aðeins fjölda farþega í hverri flug­ferð. Engar fjár­hags upplýs­ingar er þar að finna öfugt við sönn­un­ar­gagnið sem Isavia sendi inn til úrskurð­ar­nefnd­ar­innar.

Þess ber að geta að stjórn­endur Icelandair og WOW air lýstu sig andvíga afhend­ingu þeirra ganga sem Túristi óskaði eftir á sínum tíma. Túristi svaraði þeirri umsögn á þann hátt að skoðun Icelandair og Wow hefði enga þýðingu í málinu. „Það er fyrir­tækjum og opin­berum aðilum eðlis­lægt að leggjast gegn upplýs­inga­gjöf um rekstur sinn umfram það sem algjör­lega nauð­syn­legt er, en það er einmitt tilgangur upplýs­ingalaga að tryggja að synjun um birt­ingu upplýs­inga byggi á lögmætum sjón­ar­miðum.”

Afstaða forsvars­fólks flug­fé­lag­anna er líka áhuga­verð í ljósi þess að hægt er að sækja þessar upplýs­ingar til nokk­urra þeirra landa sem flogið er til frá Íslandi líkt og fyrr segir. Þannig sýna tölur frá Bretlandi að Icelandair flaug með samtals 9865 farþega til og frá Glasgow í júlí sl. Og flug­fé­lagið flutti samtals 713 tonn af frakt til Washington Dulles flug­vallar allt árið í fyrra en eins og áður hefur komið fram þá ætlar hið endur­reista WOW air sér stóra hluti í vöru­flutn­ingum milli Íslands og höfuð­borgar Banda­ríkj­anna. Miðað við frakt­flutn­inga Icelandair vestur um haf í fyrra er félagið þó miklu stór­tækara í vöru­flutn­ingum til Boston og New York en til Washington. Það hefur þó forsvars­fólk WOW air senni­lega kynnt sér enda eru þessar upplýs­ingar opin­berar vest­an­hafs.

Túristi mun síðar í vikunni senda Isavia nýja beiðni um upplýs­ingar um farþega­flug. Verði henni hafnað verður málinu skotið til úrskurð­ar­nefndar upplýs­inga­mála.