Samfélagsmiðlar

Isavia þarf ekki að deila gögnum

Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur komist að þeirri niðurstöðu að Isavia beri ekki skylda til að birta upplýsingar um flugumferð til og frá landinu. Öfugt við það sem tíðkast til að mynda í Bandaríkjunum og Bretlandi.

Síðustu átta ár hefur Túristi gert daglegar talningar á flugferðum til og frá Keflavíkurflugvelli. Um hver mánaðarmót birtast svo hér á síðunni fréttir, byggðar á þessum upplýsingum, þar sem fram kemur hvert vægi hvers flugfélags er í brottförum talið. Upplýsingar um fjölda ferða til ákveðinna áfangastaða birtast líka reglulega í greinunum. Þessar samantektir Túrista eru líklega einu opinberu gögnin sem til eru um flugumferð til og frá landinu þar sem hvorki Isavia né Samgöngustofa birta sambærilegar upplýsingar.

Hjá flugmálayfirvöldum í Bandaríkjunum, Bretlandi, Danmörku og Þýskalandi hefur Túristi aftur á móti ítrekað sótt greinargóðar upplýsingar um fjölda farþega á einstökum flugleiðum til Íslands eftir mánuðum. Bandarísk flugmálayfirvöld bæta um betur og veita líka upplýsingar um fjölda farþega hjá hverju flugfélagi fyrir sig og sætaframboð. Í maí í fyrra óskaði Túristi eftir þess háttar upplýsingum frá Isavia í ljósi þess að þær væru ekki aðeins fréttnæmar heldur gætu varðað rekstraraðila í ferðaþjónustu miklu og væru grundvöllur rannsókna á þróun og stöðu íslenskrar ferðaþjónustu og flugrekstrar. Enda er Keflavíkurflugvöllur nærri eina gáttin inn í landið. Isavia neitaði hins vegar að afhenda gögnin. Þá niðurstöðu kærði Túristi til úrskurðarnefndar um upplýsingamál þann 25. maí í fyrra. Í kærunni var farið var fram á gögn um flug umferð til og frá landinu árið 2017. Ráðherra ferðamála sagði í framhaldinu að eðlilegt væri að ræða aukna upplýsingagjöf á þessu sviði.

Úrskurðarnefnd um upplýsingamál vísaði hins vegar málinu frá stuttu síðar þar sem lögfræðingar Isavia vildu meina að ekki hefði nægt að leggja fram beiðni til fyrirtækisins í gegnum upplýsingafulltrúa fyrirtækisins heldur þyrfti að fylla út sérstakt form á heimasíðu Isavia. Túristi mótmælti þeirri niðurstöðu og var málið tekið fyrir á ný síðastliðið haust. Niðurstaða liggur nú fyrir því í síðustu viku tók úrskurðarnefndin undir þau rök Isavia að þau gögn sem óskað hafi verið eftir falli undir þagnarskylduákvæði laga um loftferðir og það gangi framar upplýsingarétti upplýsingalaga.

Í úrskurði nefndarinnar segir að Isavia hafi afhent sýnishorn af þeim upplýsingum sem fyrirtækið hafi um flugumferð til og frá landinu. Skjalið hafi að geyma upplýsingar um flugferðir eins flugrekanda fyrir einn mánuð og mun það vera notað til innheimtu gjalda. Tekið er sérstaklega fram í niðurstöðu úrskurðarnefndar að þetta fyrrnefnda skjal telji 130 blaðsíður með 2100 línum í Microsoft Excel. „Yfirlitið inniheldur alls kyns flokka af upplýsingum, s.s. tegund og fjárhæð gjalds sem lagt er á hverju sinni, áfangastað, farþegafjölda, dagsetningu og tegund flugvélar,“ segir í niðurstöðu úrskurðarnefndar.

Það ætti þó segja sig sjálft að út í heimi vinna flugmálayfirvöld líka með ítarleg gögn um flugumferð til að reikna út notendagjöld. Yfirvöld Bandaríkjunum, Bretlandi, Danmörku og víðar leggja það þó á sig að útbúa einfaldari útgáfur sem svo eru gerðar opinberar. Og Túristi veit til að þess að á Keflavíkurflugvelli hafa verið tekin saman daglega skjöl sem sýna aðeins fjölda farþega í hverri flugferð. Engar fjárhags upplýsingar er þar að finna öfugt við sönnunargagnið sem Isavia sendi inn til úrskurðarnefndarinnar.

Þess ber að geta að stjórnendur Icelandair og WOW air lýstu sig andvíga afhendingu þeirra ganga sem Túristi óskaði eftir á sínum tíma. Túristi svaraði þeirri umsögn á þann hátt að skoðun Icelandair og Wow hefði enga þýðingu í málinu. „Það er fyrirtækjum og opinberum aðilum eðlislægt að leggjast gegn upplýsingagjöf um rekstur sinn umfram það sem algjörlega nauðsynlegt er, en það er einmitt tilgangur upplýsingalaga að tryggja að synjun um birtingu upplýsinga byggi á lögmætum sjónarmiðum.“

Afstaða forsvarsfólks flugfélaganna er líka áhugaverð í ljósi þess að hægt er að sækja þessar upplýsingar til nokkurra þeirra landa sem flogið er til frá Íslandi líkt og fyrr segir. Þannig sýna tölur frá Bretlandi að Icelandair flaug með samtals 9865 farþega til og frá Glasgow í júlí sl. Og flugfélagið flutti samtals 713 tonn af frakt til Washington Dulles flugvallar allt árið í fyrra en eins og áður hefur komið fram þá ætlar hið endurreista WOW air sér stóra hluti í vöruflutningum milli Íslands og höfuðborgar Bandaríkjanna. Miðað við fraktflutninga Icelandair vestur um haf í fyrra er félagið þó miklu stórtækara í vöruflutningum til Boston og New York en til Washington. Það hefur þó forsvarsfólk WOW air sennilega kynnt sér enda eru þessar upplýsingar opinberar vestanhafs.

Túristi mun síðar í vikunni senda Isavia nýja beiðni um upplýsingar um farþegaflug. Verði henni hafnað verður málinu skotið til úrskurðarnefndar upplýsingamála.

Nýtt efni

Síðastliðna tólf mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 6 prósent og um 3,9 prósent ef húsnæði er tekið út fyrir sviga. Verðmælingar Hagstofunnar sýna aftur á móti að verð á farmiðum til útlanda lækkaði um 11,4 prósent í apríl í samanburði við sama mánuð í fyrra. Þá voru páskarnir aðra helgina í apríl en eftirspurn …

Á árinu 2023 minnkaði sala í Danmörku á prentuðum bókum um 70,2 milljónir danskra króna (tæpa 1,5 milljarða íslenskra kr.) en á sama tíma jókst velta með stafrænar bækur, hljóð og e-bækur, um 35,3 milljónir danskra kr. (rúmar 700 milljónir kr). Einmitt þessi breyting kemur illa niður á rithöfundum landsins því tekjur þeirra og forlaganna …

Af þeim sex norrænu flugfélögum sem skráð eru á hlutabréfamarkað þá gengur best hjá hinu norska Norwegian. Félagið stokkaði upp leiðakerfið í heimsfaraldrinum, endursamdi við birgja og starfsfólk og í fyrra skilaði Norwegian methagnaði. Sú niðurstaða skrifaðist meðal annars á þá ákvörðun stjórnenda að draga töluvert úr umsvifunum yfir vetrarmánuðina. Það hefur leitt til að …

Í ágúst 2026 er áætlað að Victorian Fruit and Vegetable Market í höfuðborg Írlands opni dyr sínar á nýjan leik. Markaðurinn hefur verið lokaður í fimm ár og byggingin legið undir skemmdum en með hjálp 25 milljón evra þróunarstyrks er markmiðið að nýr markaður skáki ekki aðeins hinum víðfræga Enska markaði í Cork heldur mörkuðum …

Play tapaði 3,1 milljarði króna fyrir skatt á fyrsta ársfjórðungi í fyrra en núna var tapið 19 prósent hærra eða 3,7 milljarðar króna. Félagið jók framboðið um 63 prósent á milli þessara tveggja fjórðunga en í flota félagsins voru sex til átta þotur í byrjun síðasta árs en núna eru þær tíu. Einar Örn Ólafsson, …

Sjóðir bandaríska flugvélaframleiðandans Boeing minnkuðu um 3,9 milljarða dollara á fyrsta ársfjórðungi. Upphæðin jafngildir 550 billjónum íslenskra króna og skýringin á þessum mikla fjármagnsbruna liggur í endurteknum göllum í þeim flugvélum sem fyrirtækið framleiðir. Af þeim sökum hefur bandaríska flugöryggisstofnunin takmarkað afköstin í verksmiðjum Boeing við 38 Max þotur í mánuði. Þar með þurfa flugfélög …

Fyrr á þessu ári kynnti fyrirtækið til sögunnar Precious Honeyglow anansinn sem er aðeins um 600 1000 grömm að þyngd eða um það bil helmingi minni en hefðbundinn ananas.Í fréttatilkynningu frá fyrirtækinu segir að það kappkosti ávallt að uppfylla óskir kaupenda, hvort sem þær eru um sætara bragð, sjálfbærnisjónarmið og nú – stærð. Hið nýja …

Tekjur Icelandair af farþegaflugi námu rúmlega 27 milljörðum króna á fyrsta fjórðungi ársins og hafa þeir aldrei verið hærri á þessum tíma árs. Sætaframboðið hefur heldur aldrei verið meira en það jókst það um 21 prósent á milli ára og var farþegahópurinn 14 prósent fjölmennari núna en fyrstu þrjá mánuðina í fyrra. Þá stóðu farþegar …