Samfélagsmiðlar

Segja upp 87 flugmönnum

Flugmenn Icelandair seinka launahækkunum og fjöldi þeirra missir vinnuna í vetur í það minnsta.

Eftir uppsagnir þá starfa um 460 flugmenn og flugstjórar hjá Icelandair.

Um síðustu mánaðamót voru gerðar tímabundnar breytingar hjá hópi flugmanna og flugstjóra Icelandair sem gerðu ráð fyrir að 111 flugmenn yrðu færðir niður í 50 prósent starf í vetur. Nú hefur hins vegar verið ákveðið að draga þessa ráðstöfun til baka og í stað þess segja 87 flugmönnum upp starfi frá og með 1. október nk.

Í tilkynningu frá Icelandair segir að vonast sé til að hægt verði að bjóða sem flestum þessara flugmanna starf á ný næsta vor. Hjá félaginu starfa áfram um 460 flugmenn og flugstjórar.

Á sama tíma hefur Icelandair og Félag íslenskra atvinnuflugmanna undirritað framlengingu á kjarasamningi sem gildir til 30. september 2020. Samningurinn kveður á að samningsbundin launahækkun, sem taka átti gildi um næstu mánaðamót, frestast til 1. apríl á næsta ári og engar aðrar launahækkanir munu eiga sér stað á tímabilinu. Samhliða þessu var undirrituð viljayfirlýsing sömu aðila um að skipa starfshóp til að útfæra ýmis atriði sem snúa að starfsfyrirkomulagi flugmanna sem miða að því að styrkja samkeppnishæfni Icelandair. Samningurinn fer nú í atkvæðagreiðslu hjá félagsmönnum FÍA.

„Það er mikilvægt að ganga frá samningum við FÍA á þessum tímapunkti. Báðir aðilar átta sig á því að leita þarf sameiginlegra lausna sem þjóna hagsmunum Icelandair og flugmanna. Flugmenn sýna það í verki með því að fresta samningsbundnum launahækkunum. Við höfum á liðnum árum átt gott samstarf við FÍA um úrlausnir ýmissa mála er snúa að kjaramálum flugmanna og samkeppnishæfni Icelandair og aðilar eru sammála um að leggja enn meiri áherslu á þá vinnu. Það er alltaf erfið ákvörðun að segja upp starfsfólki en í ljósi þeirrar fordæmalausu stöðu sem félagið er í vegna flotamála verðum við því miður að grípa til þessara aðgerða. Við vonumst til að geta boðið þessum flugmönnum starf aftur fyrir næsta sumar,“ segir Bogi Nils Bogason í tilkynningu.

Boeing MAX þotur Icelandair hafa nú verið kyrrsettar í meira en hálft ár og ennþá liggur ekki fyrir hvenær þær fara í loftið á ný.

Nýtt efni

Fyrr á þessu ári kynnti fyrirtækið til sögunnar Precious Honeyglow anansinn sem er aðeins um 600 1000 grömm að þyngd eða um það bil helmingi minni en hefðbundinn ananas.Í fréttatilkynningu frá fyrirtækinu segir að það kappkosti ávallt að uppfylla óskir kaupenda, hvort sem þær eru um sætara bragð, sjálfbærnisjónarmið og nú – stærð. Hið nýja …

Tekjur Icelandair af farþegaflugi námu rúmlega 27 milljörðum króna á fyrsta fjórðungi ársins og hafa þeir aldrei verið hærri á þessum tíma árs. Sætaframboðið hefur heldur aldrei verið meira en það jókst það um 21 prósent á milli ára og var farþegahópurinn 14 prósent fjölmennari núna en fyrstu þrjá mánuðina í fyrra. Þá stóðu farþegar …

Það seldust 183 þúsund Volvo bílar á fyrsta fjórðungi ársins sem var aukning um 12 prósent frá sama tíma í fyrra. Engu að síður dróst veltan saman um 2 prósent og rekstrarafkoman (Ebit) nam 4,7 milljörðum sænskra króna eða 61 milljarði kr. Það er töluvert undir spá greinenda sem höfðu að jafnaði gert ráð rekstrarhagnaði …

„Afkoma fyrsta ársfjórðungs var í takt við væntingar okkar en rekstrarniðurstaðan í janúarmánuði litaðist af áhrifum alþjóðlegrar umfjöllunar um eldgos á Reykjanesi. Við nýttum þann mikla sveigjanleika sem félagið býr yfir til að laga sætaframboð að markaðsaðstæðum og jukum fjölda tengifarþega um 48 prósent með aukinni áherslu á þann markað þar sem markaðurinn til Íslands …

Áður en skemmtiferðaskipin taka að fylla götur Ísafjarðar af forvitnum ferðalöngum eru tvær helgar að vori sem fylla bæinn af heldur ólíkum hópum fólks. Sú fyrri er páskahelgin þegar tónlistarfólk og áhangendur þeirra þyrpast í bæinn til að taka þátt í rokkhátíð alþýðunnar, Aldrei fór ég suður, og sú síðari er Fossavatnshelgin, sem fór fram …

Tekjur Finnair drógust saman um tvö prósent á fyrsta fjórðungi ársins þrátt fyrir að finnska flugfélagið hafi aukið framboðið. Skýringin á samdrættinum liggur í verkföllum, verri sætanýtingu og lægri tekjum af fraktflutningum samkvæmt uppgjöri félagsins sem birt var í morgun. Rekstrarkostnaður Finnair á fyrsta ársfjórðungi var á pari við sama tímabil í fyrra og tapaði …

Allt þar til að Boeing Max krísan hófst, í ársbyrjun 2019, framleiddi Boeing fleiri þotur en keppinauturinn, Airbus. Kyrrsetningar og endurteknir framleiðslugallar hafa hins vegar orðið til þess að hægt hefur á framleiðslunni í verksmiðlum Boeing og eftirspurnin minnkað. Í fyrra framleiddi Airbus 735 þotur en Boeing 528 og mun bilið að öllu óbreyttu breikka …

Fataverslunin Húrra Reykjavík opnar í brottfararsal Keflavíkurflugvallar í vor og verður þar boðið upp á úrval af fatnaði og skóm frá vinsælum vörumerkjum fyrir farþega á leið úr landi. „Við erum að stíga stór skref með opnun þessarar nýju og glæsilegu verslunar, sem á sér stað í tilefni af 10 ára afmæli fyrirtækisins. Þetta er …