Þær 10 borgir sem oftast var flogið til

Í ágúst gátu farþegar á Keflavíkurflugvelli valið úr ferðum til sextíu og fjögurra borga. Kaupmannahöfn er í efsta sæti að þessu sinni.

cph amalienborg ty stange
Mynd: Ty Stange / Copenhagen Media Center

Þeim hefur fækkað nokkuð ferðunum héðan til Lundúna enda ekkert flugfélag sem fyllti það skarð sem WOW air skyldi eftir sig á þeirri flugleið. Aftur á móti gerðu sumaráætlanir Icelandair og SAS ráð fyrir tíðari ferðum héðan til Kaupmannahafnar og í ágúst fjölgaði ferðunum þangað lítillega en fækkað um rúmlega þriðjung til London samkvæmt talningum Túrista. Og nýjar tölur frá Kaupmannahafnarflugvelli sýna að þar fækkaði farþegum í Íslandsflugi um eitt prósent í júní. Tölur frá London liggja ekki fyrir en í júlí flugu um 30 prósetn færri þaðan til Íslands en í júlí í fyrra.

Hvorki Isavia né Samgöngustofa vilja birta álíka upplýsingar og kærði Túristi þá afstöðu í fyrra. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál tók undir málatilbúnað Isavia í úrskurði sínum í síðustu viku.

Topplistinn hér fyrir neðan byggir því á talningum Túrista á flugumferð frá Keflavíkurflugvelli.