Samfélagsmiðlar

Thomas Cook gjaldþrota

Á heimsvísu er meira en hálf milljón farþega strandaglópar eftir að stjórnendur Thomas Cook óskuðu eftir gjaldþroti í nótt. Hjá fyrirtækinu störfuðu tuttugu og eitt þúsund manns í sextán löndum.

Þotur Thomas Cook standa nú á jörðu niðri á við og dreif um heiminn.

Rétt fyrir miðnætti í gærkvöld var ennþá hægt að bóka tilboð á sólarlandaferðum á heimasíðum Thomas Cook í Bretlandi. Tæpum klukkutíma síðar var hins vegar tilkynnt að reksturinn hefði verið stöðvaður og voru flugferðir frá Bretlandi felldar niður í kjölfarið. Endalok Thomas Cook hafa legið í loftinu síðustu misseri en vonir stóðu til að takast myndi að endurfjármagna reksturinn. Ný krafa fjármálastofnanna um viðbótarfjármagn upp á um 30 milljarða króna reyndist hins vegar of stór biti.

Áætlað er að um hálf milljón farþega sé í dag á ferðalagi víðs vegar um heiminn á vegum Thomas Cook. Þar af um 150 þúsund Bretar en bresk stjórnvöld hafa gefið út að þeim farþegum verði flogið heim án viðbótar kostnaðar. Samkvæmt frétt Independent munu bresk yfirvöld leigja um fjörutíu þotur í þessa miklu fólksflutninga sem gætu orðið þeir umfangs­mestu á friðartímum þar í landi.

Rekstur Thomas Cook takmarkaðist þó ekki aðeins við Bretland því samsteypan átti líka nokkrar af stærstu ferðaskrifstofum Evrópu og var fyrirtækið til að mynda umsvifamikið í Skandinavíu. Á heimasíðum þessara skandinavísku dótturfélaga er ennþá hægt að bóka ferðir en tekið er fram að framtíð fyrirtækjanna sé óljós á þessari stundu en ljóst sé að þotur systurfélagsins, Thomas Cook Airlines, hafi verið kyrrsettar. Þar með hefur heimferðum 3375 Skandinava í dag verið aflýst.

Ísland var einn þeirra áfangastaða sem Thomas Cook hafði á boðstólum en ekki liggur fyrir hversu umfangsmikil ferðaskrifstofan var í sölu  reisum hingað til lands. Gera má ráð fyrir að skyldutryggingar ferðaskrifstofa dugi til að tryggja viðskiptavinum ferðaskrifstofunnar hér á landi heimferð. Þeir sem eiga inni bókaða ferð með Thomas Cook til Íslands eða annarra landa verða að leita endurgreiðslu, t.d. hjá kreditkortafyrirtækjum.

Sem fyrr segir þá hefur Thomas Cook verið mjög umsvifamikið í Skandinavíu og þá í samkeppni við ferðaskrifstofurnar sem tilheyrðu Primera Travel veldi Andra Más Ingólfssonar. Arion banki tók þá starfsemi yfir í sumar og stendur núna yfir söluferli á þeim rekstri. Gjaldþrot Thomas Cook gæti haft umtalsverð áhrif á það verkefni því telja má líklegt að verulegt rót komist nú á ferðaþjónustumarkaðinn í Skandinavíu.

Nýtt efni

Fyrsta skemmtiferðaskip ársins kom til Ísafjarðar um síðustu helgi, þýska AIDAsol með nærri í 2.200 farþega. Á sunnudag koma tvö skip með væntanlega 3.000 - 4.000 farþega. Það er farþegafjöldi undir öllum viðvörunarmörkum sem Ísafjarðarbær ætlar að fylgja í framtíðinni vegna komu skemmtiferðaskipa. Nýsamþykktar fjöldatakmarkanir gilda raunar ekki á þessu ári þar sem bókanir hafa …

Í marsmánuði fór fjöldi erlendra ferðamanna í Japan í fyrsta skipti yfir 3 milljónir, samkvæmt tölum sem birtar voru í síðustu viku. Um 2,7 milljónir komu í febrúar. Auðvitað nýtur japönsk ferðaþjónusta nú uppsafnaðrar löngunar erlendra ferðamanna á að heimsækja loks Japan eftir langvarandi lokun og ferðahindranir í tengslum við Covid-19 en það er ekki …

Jón Atli Benediktsson rektor Háskóla Íslands var heiðraður á ársfundi Meet in Reykjavik í gær. Hann leiddi til sigurs umsókn Íslands um að fá ráðstefnuna „International Geoscience and Remote Sensing Symposium (IGARSS)“ til Reykjavíkur í júlí 2027. Gert er ráð fyrir að 2.500 erlendir vísindamenn og fagfólk á sviði fjarkönnunar frá öllum heimshornum sæki ráðstefnuna …

United Airlines tilkynntu í gær um betri afkomu en vænst var á öðrum ársfjórðungi. Þetta kemur í framhaldi af því að tapið á fyrsta fjórðungi var minna en óttast hafði verið. Megin ástæða þess að vel gengur er einfaldlega mikill áhugi á ferðalögum. Hlutabréf í United hækkuðu strax í fyrstu viðskiptum eftir að tilkynnt var …

Japanskir bílaframleiðandur hafa dregist aftur úr nýrri fyrirtækjum á borð við bandaríska Tesla og kínverska BYD í þróun rafbílasmíði. En menn velta því fyrir sér hvort japanskir framleiðendur á borð við Toyota og Nissan verði ekki fljótir að vinna upp það forskot - og jafnvel ná forystu - með þróun nýrrar gerðar rafhlaðna, sem vonir …

„Viltu nýjan bíl? Ef svarið er já, þá þurfum við að finna pening til að kaupa bílinn. Við getum aflað hans með sjávarútvegi en sú grein er takmörkuð og margir vilja setja skorður á fiskeldi. Til að auka framleiðslu á málmum þarf meiri raforku. Þá er það ferðaþjónustan sem er eftir og því þarf að …

Yfir veturinn eru Bretar fjölmennastir í hópi ferðamanna hér á landi en fyrstu þrjá mánuði þessa árs innrituðu 109 þúsund breskir farþegar sig í flug frá Keflavíkurflugvelli. Fjöldinn stóð í stað frá sama tíma í fyrra en hins vegar fjölgaði brottförum útlendinga um tíund þessa þrjá mánuði. Efnahagsástandið í Bretlandi kann að skýra að það …

Því var fagnað í gær að undirrituð hefði verið viljayfirlýsingu um að Íslandshótel og fjárfestar tengdir Skógarböðunum ætluðu að byggja og reka fjögurra stjörnu hótel við Skógarböðin í Eyjafirði gegnt Akureyri. Á væntanlegu baðhóteli verða 120 herbergi. Sjallinn - MYND: Facebook-síða Sjallans Íslandshótel hafa líka haft áform um að reisa hótel í miðbæ Akureyrar, þar …