Samfélagsmiðlar

Varasjóður Icelandair í London

Ef stjórnendur Icelandair þurfa á fjármagni að halda til að standa undir taprekstri eða borga inn á nýjar þotur þá gætu þeir komið lendingarleyfum sínum við flugvelli Lundúna í verð. Vísbendingar eru um að virði þeirra fari lækkandi.

Þota kemur inn til lendingar á Heathrow í London.

Sérfræðingar Icelandair meta tjón flugfélagsins í ár, vegna kyrrsetningar á MAX þotum, á sautján milljarða króna. Ætlunin er að sækja bætur til Boeing vegna þessa en ekki liggur fyrir hversu háa upphæð bandaríski flugvélaframleiðandinn sættist á að greiða eða hvenær uppgjörið fer fram. Því til viðbótar er nærri sjö milljarða króna kaupsamningur malasíska kaupsýslumannsins Vincent Tan, á 75 prósent hlut í hótelkeðju Icelandair Group, háður ýmsum skilyrðum. Af þessum sökum og í ljósi mikils hallareksturs þá hefur spurningarmerki verið sett við lausafjárstöðu Icelandair. Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair Group, hefur þó sagt þær áhyggjur ástæðulausar.

Það er því ekki útlit fyrir að Icelandair þurfi að selja stórar eignir á næstunni til að standa undir taprekstrinum. En ef löng bið verður eftir bótagreiðslum frá Boeing og hótelsalan fer í uppnám þá situr Icelandair á lendingarleyfum á flugvöllunum Heathrow og Gatwik í London sem koma mætti í verð. Þess háttar leyfi eru ekki verslunarvara annars staðar í Evrópu en þónokkur dæmi eru um að flugrekendur hafi selt leyfi á þessum tveimur flugvöllum fyrir töluverðar upphæðir.

Sérstaklega eru lendingartímar á Heathrow flugvelli, fjölförnustu flughöfn Evrópu, eftirsóttir enda hafa flugbrautirnar þar verið fullbókaðar um langt árabil. Síðustu ár eru dæmi um að leyfi hafi selst fyrir 4 til 8 milljarða króna en Icelandair situr á tveimur leyfum á Heathrow flugvelli en reyndar ekki á komu- og brottfarartímum í morgunsárið en þeir munu vera eftirsóttastir. Engu að síður gæti verðmæti lendingarleyfa Icelandair á Heathrow numið nokkrum milljörðum króna.

Fyrrnefnt plássleysi á Heathrow flugvelli var svo ein af ástæðum þess að Icelandair hóf að fljúga til Gatwick flugvallar, sunnan við bresku höfuðborgina, haustið 2012. Þá fengust lendingarleyfin fyrir lítið eða ekkert en núna eru lausu tímarnir á Gatwick af skornum skammti. Þess vegna gat WOW air selt sína tíma á flugvellinum í lok síðasta árs til að ráða bót á slæmri fjárhagstöðu félagsins. Og nú ætla forsvarsmenn norska flugfélagsins Norwegian að leika sama leik. Á mánudag lögðu þeir nefnilega fram tilboð til eigenda skuldabréfa í félaginu þar sem þeim eru boðin veð í þeim nærri 170 lendingarleyfum sem félagið er með á Gatwick. Samkvæmt mati sem Norwegian hefur látið gera þá er verðmæti allra þessara leyfa um 47 milljarðar króna og hvert og eitt þeirra  því um 270 milljón króna virði. Það er líklega aðeins lægri upphæð en WOW air fékk fyrir sín leyfi á Gatwick enda nokkur munur á því að selja tvö leyfi eða hundrað og sjötíu.

En sem fyrr segir þá liggur aðal verðmætið hjá Icelandair í afgreiðslutímunum á Heathrow. Á það hefur hins vegar verið bent að virði lendingarleyfa í London gæti farið lækkandi vegna Brexit þar sem sú breyting gæti dregið verulega úr vægi borgarinnar sem helsta fjármálamiðstöð Evrópu. Á sama hátt gætu umdeild áform um að leggja þriðju flugbrautina við Heathrow lækkað verðmæti núverandi leyfa.

Nýtt efni

Sjóðir bandaríska flugvélaframleiðandans Boeing minnkuðu um 3,9 milljarða dollara á fyrsta ársfjórðungi. Upphæðin jafngildir 550 billjónum íslenskra króna og skýringin á þessum mikla fjármagnsbruna liggur í endurteknum göllum í þeim flugvélum sem fyrirtækið framleiðir. Af þeim sökum hefur bandaríska flugöryggisstofnunin takmarkað afköstin í verksmiðjum Boeing við 38 Max þotur í mánuði. Þar með þurfa flugfélög …

Fyrr á þessu ári kynnti fyrirtækið til sögunnar Precious Honeyglow anansinn sem er aðeins um 600 1000 grömm að þyngd eða um það bil helmingi minni en hefðbundinn ananas.Í fréttatilkynningu frá fyrirtækinu segir að það kappkosti ávallt að uppfylla óskir kaupenda, hvort sem þær eru um sætara bragð, sjálfbærnisjónarmið og nú – stærð. Hið nýja …

Tekjur Icelandair af farþegaflugi námu rúmlega 27 milljörðum króna á fyrsta fjórðungi ársins og hafa þeir aldrei verið hærri á þessum tíma árs. Sætaframboðið hefur heldur aldrei verið meira en það jókst það um 21 prósent á milli ára og var farþegahópurinn 14 prósent fjölmennari núna en fyrstu þrjá mánuðina í fyrra. Þá stóðu farþegar …

Það seldust 183 þúsund Volvo bílar á fyrsta fjórðungi ársins sem var aukning um 12 prósent frá sama tíma í fyrra. Engu að síður dróst veltan saman um 2 prósent og rekstrarafkoman (Ebit) nam 4,7 milljörðum sænskra króna eða 61 milljarði kr. Það er töluvert undir spá greinenda sem höfðu að jafnaði gert ráð rekstrarhagnaði …

„Afkoma fyrsta ársfjórðungs var í takt við væntingar okkar en rekstrarniðurstaðan í janúarmánuði litaðist af áhrifum alþjóðlegrar umfjöllunar um eldgos á Reykjanesi. Við nýttum þann mikla sveigjanleika sem félagið býr yfir til að laga sætaframboð að markaðsaðstæðum og jukum fjölda tengifarþega um 48 prósent með aukinni áherslu á þann markað þar sem markaðurinn til Íslands …

Áður en skemmtiferðaskipin taka að fylla götur Ísafjarðar af forvitnum ferðalöngum eru tvær helgar að vori sem fylla bæinn af heldur ólíkum hópum fólks. Sú fyrri er páskahelgin þegar tónlistarfólk og áhangendur þeirra þyrpast í bæinn til að taka þátt í rokkhátíð alþýðunnar, Aldrei fór ég suður, og sú síðari er Fossavatnshelgin, sem fór fram …

Tekjur Finnair drógust saman um tvö prósent á fyrsta fjórðungi ársins þrátt fyrir að finnska flugfélagið hafi aukið framboðið. Skýringin á samdrættinum liggur í verkföllum, verri sætanýtingu og lægri tekjum af fraktflutningum samkvæmt uppgjöri félagsins sem birt var í morgun. Rekstrarkostnaður Finnair á fyrsta ársfjórðungi var á pari við sama tímabil í fyrra og tapaði …

Allt þar til að Boeing Max krísan hófst, í ársbyrjun 2019, framleiddi Boeing fleiri þotur en keppinauturinn, Airbus. Kyrrsetningar og endurteknir framleiðslugallar hafa hins vegar orðið til þess að hægt hefur á framleiðslunni í verksmiðlum Boeing og eftirspurnin minnkað. Í fyrra framleiddi Airbus 735 þotur en Boeing 528 og mun bilið að öllu óbreyttu breikka …