Samfélagsmiðlar

Varasjóður Icelandair í London

Ef stjórnendur Icelandair þurfa á fjármagni að halda til að standa undir taprekstri eða borga inn á nýjar þotur þá gætu þeir komið lendingarleyfum sínum við flugvelli Lundúna í verð. Vísbendingar eru um að virði þeirra fari lækkandi.

Þota kemur inn til lendingar á Heathrow í London.

Sérfræðingar Icelandair meta tjón flugfélagsins í ár, vegna kyrrsetningar á MAX þotum, á sautján milljarða króna. Ætlunin er að sækja bætur til Boeing vegna þessa en ekki liggur fyrir hversu háa upphæð bandaríski flugvélaframleiðandinn sættist á að greiða eða hvenær uppgjörið fer fram. Því til viðbótar er nærri sjö milljarða króna kaupsamningur malasíska kaupsýslumannsins Vincent Tan, á 75 prósent hlut í hótelkeðju Icelandair Group, háður ýmsum skilyrðum. Af þessum sökum og í ljósi mikils hallareksturs þá hefur spurningarmerki verið sett við lausafjárstöðu Icelandair. Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair Group, hefur þó sagt þær áhyggjur ástæðulausar.

Það er því ekki útlit fyrir að Icelandair þurfi að selja stórar eignir á næstunni til að standa undir taprekstrinum. En ef löng bið verður eftir bótagreiðslum frá Boeing og hótelsalan fer í uppnám þá situr Icelandair á lendingarleyfum á flugvöllunum Heathrow og Gatwik í London sem koma mætti í verð. Þess háttar leyfi eru ekki verslunarvara annars staðar í Evrópu en þónokkur dæmi eru um að flugrekendur hafi selt leyfi á þessum tveimur flugvöllum fyrir töluverðar upphæðir.

Sérstaklega eru lendingartímar á Heathrow flugvelli, fjölförnustu flughöfn Evrópu, eftirsóttir enda hafa flugbrautirnar þar verið fullbókaðar um langt árabil. Síðustu ár eru dæmi um að leyfi hafi selst fyrir 4 til 8 milljarða króna en Icelandair situr á tveimur leyfum á Heathrow flugvelli en reyndar ekki á komu- og brottfarartímum í morgunsárið en þeir munu vera eftirsóttastir. Engu að síður gæti verðmæti lendingarleyfa Icelandair á Heathrow numið nokkrum milljörðum króna.

Fyrrnefnt plássleysi á Heathrow flugvelli var svo ein af ástæðum þess að Icelandair hóf að fljúga til Gatwick flugvallar, sunnan við bresku höfuðborgina, haustið 2012. Þá fengust lendingarleyfin fyrir lítið eða ekkert en núna eru lausu tímarnir á Gatwick af skornum skammti. Þess vegna gat WOW air selt sína tíma á flugvellinum í lok síðasta árs til að ráða bót á slæmri fjárhagstöðu félagsins. Og nú ætla forsvarsmenn norska flugfélagsins Norwegian að leika sama leik. Á mánudag lögðu þeir nefnilega fram tilboð til eigenda skuldabréfa í félaginu þar sem þeim eru boðin veð í þeim nærri 170 lendingarleyfum sem félagið er með á Gatwick. Samkvæmt mati sem Norwegian hefur látið gera þá er verðmæti allra þessara leyfa um 47 milljarðar króna og hvert og eitt þeirra  því um 270 milljón króna virði. Það er líklega aðeins lægri upphæð en WOW air fékk fyrir sín leyfi á Gatwick enda nokkur munur á því að selja tvö leyfi eða hundrað og sjötíu.

En sem fyrr segir þá liggur aðal verðmætið hjá Icelandair í afgreiðslutímunum á Heathrow. Á það hefur hins vegar verið bent að virði lendingarleyfa í London gæti farið lækkandi vegna Brexit þar sem sú breyting gæti dregið verulega úr vægi borgarinnar sem helsta fjármálamiðstöð Evrópu. Á sama hátt gætu umdeild áform um að leggja þriðju flugbrautina við Heathrow lækkað verðmæti núverandi leyfa.

Nýtt efni

Fyrir viku hélt Narendra Modi, forsætisráðherra Indlands, fund með helstu ráðgjöfum sínum, innanríkisráðherra og fulltrúum veðurstofu og almannavarna landsins til að ræða viðbrögð við hitatíðinni framundan, frá apríl til júní. Sérstaklega er talin ástæða nú til aðgæslu vegna áhrifa loftslagsbreytinga á veðurfar. Verulegar líkur eru taldar á að hiti fari fram úr venjulegum hámarkshita í …

Frumvarp um að veita þúsundum óskráðra innflytjenda á Spáni heimild til landvistar og atvinnu er nú til meðferðar í fulltrúadeild spænska þingsins (Congreso de los Diputados) eftir að 700 þúsund manns höfðu undirritað áskorun um setningu laga þessa efnis. Nærri 900 samtök studdu þessa áskorun um að breyta stöðu óskráðra útlendinga í landinu.  Ef fyrirliggjandi …

Farþegar á leið til New York frá Róm, París, Ósló, London, Berlín eða Aþenu geta flogið beint með norska lágfargjaldaflugfélaginu Norse Atlantic. Í mörgum tilfellum er félagið með ódýrustu sætin á þessum leiðum og keppir því við íslensku flugfélögin um þá farþega sem vilja komast á milli fyrir sem minnst og setja það ekki fyrir …

„Tilgangurinn er að sýna hvað höfuðborgarsvæðið hefur að bjóða í ferðaþjónustu og byggja upp þekkingu meðal þeirra sem í henni starfa," sagði Inga Hlín Pálsdóttir, framkvæmdastjóri Markaðsstofu höfuðborgarsvæðisins, þegar FF7 hitt hana skömmu eftir að sýningin HITTUMST var opnuð í Hafnarhúsinu í dag. Nokkur hópur var þegar kominn að skoða það sem í boði er …

Hilton-hótelkeðjan hefur gert samning um byggingu og rekstur tveggja hótela hér á landi í samstarfi við Bohemian Hotels ehf. Stefnt er að því að opna það fyrra við Hafnarstræti á Akureyri næsta sumar en þar verða 70 herbergi og mun hótelið bera heitið Skáld Hótel Akureyri. Seinna hótelið opnar við Bríetartún, við hlið Frímúrarahallarinnar í …

Flugfélagið Play hefur hafið miðasölu á flugi til Cardiff í Wales og er þetta gert vegna mikils áhuga á leikjum íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu gegn Wales í Þjóðadeildinni sem fara fram næstkomandi haust.  Þetta kemur fram í tilkynningu. Íslenska liðið mætir liði Wales á Laugardalsvelli 11. október en liðin mætast aftur á heimavelli Wales í Cardiff …

Í þeirri viðleitni að hemja troðningstúrisma hafa borgaryfirvöld í Amsterdam ákveðið að leyfa ekki byggingu fleiri hótela í miðborginni. Þrátt fyrir að kröfur hafi verið hertar í borginni gagnvart nýbyggingum hótela þá eru yfir 20 hótel nú á teikniborðinu, segir NL Times. Takmörkunin nær auðvitað ekki til þeirra hótela sem þegar hafa verið samþykkt. Túristar …

Como-vatn á Langbarðalandi dregur til sín um 1,4 milljónir ferðamanna á ári - og í glæsihúsum við vatnið hefur margt frægt og ríkt fólk athvarf. Meðal þeirra sem eiga hús þarna eru George Clooney, Donnatella Versace og Richard Branson. Kannski er það ekki síst efnaða fólkið sem orðið er þreytt á átroðningi - að venjulegir …