Vetr­ar­ferðir til Vilnius á nýjan leik

Mikil eftirspurn eftir flugi milli Íslands og höfuðborg Litháen er ástæða þess að Wizz Air gerir aðra tilraun til að halda úti þessari flugleið utan háannatíma.

Vilnius í vetrarbúningi. Mynd: Ferðamálaráð Vilnius

Jómfrú­ar­ferð  Wizz Air, frá Vilníus í Litháen til Íslands, var farin haustið 2016 og þá var ætlunin að starf­rækja flug­leiðina allt árið um kring. Af því varð þó ekki því síðasta vetur lágu ferð­irnar niðri en nú ætla stjórn­endur þess  ungverska lággjalda­flug­fé­lags að gera aðra tilraun. „Við sáum að eftir­spurn eftir þessari flug­leið yfir vetr­ar­mán­uðina er jákvæð og því var ákveðið fyrr í sumar að gera þetta að heilsárs flug­leið,” segir Andras Rado, blaða­full­trúi Wizz Air, í svari við fyrir­spurn Túrista. „Við höfum fulla trú á velgengni þess­arar leiðar,” bætir Rado við. Af fargjöld­unum að dæma þá er tölu­vert af lausum sætum í ferðir Wizz Air næstu mánaða og kosta ódýr­ustu farmið­arnir rétt um 4 þúsund krónur, aðra leið.

Tals­maður Wizz Air segist lítið geta gefið út um hvernig farþegar í Íslands­fluginu frá Litháen skiptast á milli þjóða. Það eru þó ekki aðeins Litháar og Íslend­ingar um borð því Hvít-Rússar nýta sér þessar ferðir einnig enda stutt frá flug­vell­inum í Vilníus yfir að landa­mærum Hvíta-Rúss­lands. Rado segir þó að vægi Hvít-Rússa í farþega­hópnum mælist í eins stafs tölu.

Auk áætl­un­ar­ferða hingað frá höfuð­borg Litháen á miðviku­dögum og laug­ar­dögum þá býður Wizz air upp á  Íslands­flug frá fimm borgum í Póllandi, Búdapest, London, Vínar­borg og Riga í Lett­landi.