Vinsælustu ferðamannaborgir heims

Tvær af stórborgum Evrópu komast á lista yfir þeim fimm borgir í heimi sem laða til sín flesta erlenda ferðamenn.

Bangkok
Frá Bangkok. Mynd: Dan Freeman / Unsplash

Þegar aðeins er horft til gistinátta erlendra ferðamanna þá er Bangkok í Taílandi sú borg sem flestir útlendingar heimsækja. Í fyrra keyptu nærri 23 milljónir túrista sér gistingu í borginni á meðan erlendu gestirnir í París og London voru rétt um 19 milljónir. Þetta sýnir samantekt á vegum Mastercard. Í fjórða sæti listans er Dubaí með 15,9 milljónir erlendra ferðamanna og Singapúr kemur þar á eftir með 14,6 milljónir.