Áfram lengist biðin eftir MAX

Stjórnendur Icelandair fylgja nú fordæmi fleiri flugfélaga og gera nú fyrst ráð fyrir MAX þotunum í lok febrúar. Niðurstöður rannsóknar á hrapi Boeing vélar Lion Air í Indónesíu voru kynntar í dag.

MAX þotur við verksmiðjur Boeing í Washington fylki í Bandaríkjunum. MYND: SOUNDERBRUCE / CREATIVECOMMONS 4.0)

Fyrir rúmum sjö mánuðum síðan voru Boeing 737 MAX þotur kyrr­settar um heim allan í kjölfar tveggja flug­slysa sem kostuðu 346 manns lífið. Fyrr í dag kynntu rann­sak­endur fyrra atviksins, hrapi Boeing MAX þotu Lion Air í Indó­nesíu, niður­stöður sínar. Þar kemur meðal annars fram að slysið megi rekja til röð mistaka sem tengist flug­véla­fram­leið­and­anum, flug­fé­laginu og flug­mönn­unum. Flest þessara mistaka munu snúa að einhverjum hætti að hinu margum­rædda MCAS-stýri­kerfi flug­vél­anna samkvæmt því sem fram kemur í frétt BBC. Boeing hefur ekki ennþá tjáð sig um niður­stöðuna.

Forsvars­menn Boeing hafa þó með jöfnu milli­bili gefið út að þeir eigi von á því að þoturnar fari í loftið á ný fyrir ákveðna tíma­setn­ingu en það hefur ekki gengið eftir hingað til. Nú síðast sagði forstjóri Boeing að hann ætti von á kyrr­setn­ingu þotanna yrði aflétt fyrir lok árs. Engu að síður hafa sífellt fleiri flug­félög gert ráðstaf­anir sem miða að því að biðin verði lengri en forstjóri Boeing telur. Fyrr í þessum mánuði tóku stjórn­endur Air Canada og Sout­hwest flug­vél­arnar út úr áætlun fram í febrúar og hjá Norwegian er fyrst reiknað með þotunum á ný þegar sumar­dag­skráin hefst í lok mars. Í gær bættist Icelandair svo í flokk þessara félaga því þar á bæ er núna fyrst reiknað með MAX þotunum  í lok febrúar. Þessi ákvörðun mun hafa lítil áhrif á flugáætlun félagsins.

„Eins og við höfum áður sagt, teljum við ólík­legt að MAX vélarnar verði komnar aftur í rekstur fyrir lok þessa árs. Við viljum hins vegar lágmarka áhrif á farþega okkar og fram­lengja þetta tímabil með góðum fyrir­vara, enda gott svigrúm hjá okkur á þessum árstíma að nýta aðrar vélar í flot­anum hjá okkur,“ segir Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair Group, í tilkynn­ingu.