Samfélagsmiðlar

„Einstök kjör“ á MAX þotum áttu að tryggja reksturinn

Primera Air keypti tuttugu MAX9 þotur af Boeing og ætlunin var að nýta þessa kaupsamninga sem tryggingu fyrir brúarfjármögnun frá Arion banka. Í ljósi kyrrsetningar á MAX þotum má leiða líkum að því að Primera Air hefði lent í miklum vanda stuttu eftir að lánið frá Arion hefði verið í höfn.

Þota á vegum Primera Air á Stansted flugvelli í London.

Í annað sinn á skömmum tíma hafa stjórnendur Arion séð ástæðu til að færa niður eignir vegna Travelco samsteypunnar, áður Primera Travel Group, sem bankinn leysti til sín í sumarbyrjun. Samkvæmt tilkynningu sem Arion sendi frá sér í gær var virði hlutarins lækkað um 600 milljónir á þriðja ársfjórðungi þar sem reksturinn er þyngri en ráð var fyrir gert. Sú lækkun bætist við 536 milljóna króna niðurfærslu á lánunum sem gerð var tengslum við yfirtökuna. Bankinn reynir nú að koma fyrirtækinu í verð en það rekur sjö norrænar ferðaskrifstofur. Þar á meðal Heimsferðir og Terra Nova hér á landi en þær tvær hafa verið færðar í sér félag.

Rekja má aðdraganda þess að Arion tók yfir ferðaskrifstofurnar til gjaldþrots Primera Air í byrjun október í fyrra. Flugfélagið var hluti af Primera Travel Group sem Andri Már Ingólfsson átti og rak um langt skeið og sá Primera Air sér lengstum um að fljúga viðskiptavinum ferðaskrifstofanna í frí. Primera Air breytti svo um kúrs í fyrra og varð lággjaldaflugfélag sem flutti farþega yfir Norður-Atlantshafið. Tveimur mánuðum eftir fall Primera Air fullyrti Andri Már því hins vegar yfir, í Viðskiptablaðinu, að Primera Air væri enn á flugi hefði Arion banki verið reiðubúinn til að veita félaginu brúarfjármögnun, líkt og staðið hafði til, þar til skuldabréfaútboði félagsins væri lokið. „Það er ljóst að ef sú fjármögnun hefði komið, væri Primera Air enn í rekstri,“ sagði Andri Már.

Þarna var um að ræða rúmlega fimm milljarða lán sem tryggja áttu með veði í Boeing þotum sem Andri Már hafði áður sagst hafa fengið á „einstökum kjörum“ í viðtali við Fréttablaðið. Um var að ræða kaup á tuttugu MAX 9 þotur og var ætlunin að þær yrðu notaðar í nýtt áætlunarflug Primera Air frá Berlín, Frankfurt, Brussel og Madríd til Norður-Ameríku. Miðasala í ferðirnar var nýlega hafin þegar flugfélagið fór í þrot.

En eins og alkunna er þá voru allar þotur af gerðinni Boeing MAX kyrrsettar um miðjan mars og ennþá er ekki vitað hvenær þær komast í loftið á ný. Það má því telja mjög líklegt að Primera Air hefði komist í mikinn vanda síðastliðið sumar þegar áætlunarflugið frá hinum fjórum evrópsku borgum til Bandaríkjanna og Kanada átti að hefjast. Hvernig tekist hefði að greiða úr þeirri flækju skal ósagt látið en í ljósi þess hve kyrrsetningin hefur reynst Icelandair dýr þá væri upphæðin sem Arion afskrifaði í gær kannski nokkru hærri ef bankinn hefði veitt hina umtöluðu brúarfjármögnun síðastliðið haust.

Þess ber að geta að stjórnendur Arion hafa neitað þeirri fullyrðingu Andra Más að bankinn gefið út lánsloforð eða fyrirheit um lánveitingu til Primera Air í lok sumars í fyrra.

Nú getur þú tekið þátt í að styrkja og efla útgáfu Túrista

Nýtt efni

Fyrir viku hélt Narendra Modi, forsætisráðherra Indlands, fund með helstu ráðgjöfum sínum, innanríkisráðherra og fulltrúum veðurstofu og almannavarna landsins til að ræða viðbrögð við hitatíðinni framundan, frá apríl til júní. Sérstaklega er talin ástæða nú til aðgæslu vegna áhrifa loftslagsbreytinga á veðurfar. Verulegar líkur eru taldar á að hiti fari fram úr venjulegum hámarkshita í …

Frumvarp um að veita þúsundum óskráðra innflytjenda á Spáni heimild til landvistar og atvinnu er nú til meðferðar í fulltrúadeild spænska þingsins (Congreso de los Diputados) eftir að 700 þúsund manns höfðu undirritað áskorun um setningu laga þessa efnis. Nærri 900 samtök studdu þessa áskorun um að breyta stöðu óskráðra útlendinga í landinu.  Ef fyrirliggjandi …

Farþegar á leið til New York frá Róm, París, Ósló, London, Berlín eða Aþenu geta flogið beint með norska lágfargjaldaflugfélaginu Norse Atlantic. Í mörgum tilfellum er félagið með ódýrustu sætin á þessum leiðum og keppir því við íslensku flugfélögin um þá farþega sem vilja komast á milli fyrir sem minnst og setja það ekki fyrir …

„Tilgangurinn er að sýna hvað höfuðborgarsvæðið hefur að bjóða í ferðaþjónustu og byggja upp þekkingu meðal þeirra sem í henni starfa," sagði Inga Hlín Pálsdóttir, framkvæmdastjóri Markaðsstofu höfuðborgarsvæðisins, þegar FF7 hitt hana skömmu eftir að sýningin HITTUMST var opnuð í Hafnarhúsinu í dag. Nokkur hópur var þegar kominn að skoða það sem í boði er …

Hilton-hótelkeðjan hefur gert samning um byggingu og rekstur tveggja hótela hér á landi í samstarfi við Bohemian Hotels ehf. Stefnt er að því að opna það fyrra við Hafnarstræti á Akureyri næsta sumar en þar verða 70 herbergi og mun hótelið bera heitið Skáld Hótel Akureyri. Seinna hótelið opnar við Bríetartún, við hlið Frímúrarahallarinnar í …

Flugfélagið Play hefur hafið miðasölu á flugi til Cardiff í Wales og er þetta gert vegna mikils áhuga á leikjum íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu gegn Wales í Þjóðadeildinni sem fara fram næstkomandi haust.  Þetta kemur fram í tilkynningu. Íslenska liðið mætir liði Wales á Laugardalsvelli 11. október en liðin mætast aftur á heimavelli Wales í Cardiff …

Í þeirri viðleitni að hemja troðningstúrisma hafa borgaryfirvöld í Amsterdam ákveðið að leyfa ekki byggingu fleiri hótela í miðborginni. Þrátt fyrir að kröfur hafi verið hertar í borginni gagnvart nýbyggingum hótela þá eru yfir 20 hótel nú á teikniborðinu, segir NL Times. Takmörkunin nær auðvitað ekki til þeirra hótela sem þegar hafa verið samþykkt. Túristar …

Como-vatn á Langbarðalandi dregur til sín um 1,4 milljónir ferðamanna á ári - og í glæsihúsum við vatnið hefur margt frægt og ríkt fólk athvarf. Meðal þeirra sem eiga hús þarna eru George Clooney, Donnatella Versace og Richard Branson. Kannski er það ekki síst efnaða fólkið sem orðið er þreytt á átroðningi - að venjulegir …