Ekki eins tíðar ferðir til vinsæl­ustu borg­anna

Farþegar á Keflavíkurflugvelli gátu valið á milli áætlunarferð til ríflega sextíu borga í síðasta mánuði. Sem fyrr eru flestar ferðir til London og Kaupmannahafnar en ferðunum til þeirra fækkar.

Til Parísar var flogið að jafnaði fjórum sinnum á dag í september í fyrra. Í nýliðnum september var meðaltalið 2,5 ferðir á dag. Mynd: John Tower / Unsplash

Áætl­un­ar­ferð­unum héðan til útlanda fækkaði um 28 prósent í sept­ember eða um tuttugu og sex á degi hverjum að jafnaði. Þessi mikla niður­sveifla hefur þó lítil áhrif á hvaða borgir það eru verma listann yfir þær tíu borgir sem oftast er flogið til. Þar eru höfuð­borgir Bret­lands og Danmerkur sem fyrr í topp­sæt­unum en eins og sjá má á list­anum þá hefur dregið veru­lega úr fjölda ferða til borg­anna tíu að Ósló undan­skil­inni.

 

Nú getur þú tekið þátt í að styrkja og efla útgáfu Túrista