Farþega­fjöldinn stóð nærri því í stað

Icelandair flutti að jafnaði um fjórtán þúsund farþega á degi hverjum í september. Vægi þeirra sem fljúga til og frá landinu eykst á kostnað tengifarþega.

Mynd: Berlin Airport

Farþegar sem aðeins milli­lentu hér á landi á leið milli N‑Ameríku og Evrópu voru áður í meiri­hluta um borð í þotum Icelandair. Nú er hlut­fall þessa hóps hins vegar á niður­leið og í sept­ember stóðu tengifar­þeg­arnir undir 46 prósent af heild­ar­fjöld­anum. Þessi breyting í takt við breyttar áherslur hjá Icelandair því nú er fókusinn á að flytja ferða­menn til landsins. Sá hópur stækkaði þannig um átján prósent í sept­ember og sömu­leiðis farþegum sem hefja ferða­lagið hér á landi.

Samtals flutti Icelandair 421 þúsund farþega í síðasta mánuði sem er samdráttur um eitt prósent frá sama tíma í fyrra. Þar af voru farþegar sem dvöldu á Íslandi nærri 173 þúsund og nemur fjöldinn í ár um einn og hálfri milljón. Það er  27 prósent aukning frá fyrstu níu mánuðum í fyrra.

Í nýliðnum sept­ember var sæta­nýt­ingin í vélum Icelandair 80,5 prósent sem er aðeins minna en fyrir ári síðan eins og sjá má línu­ritinu hér fyrir neðan. Sem fyrr veitir Icelandair engar upplýs­ingar um þróun fargjalda líkt og Túristi benti á í dag.