Farþegafjöldinn stóð nærri því í stað

Icelandair flutti að jafnaði um fjórtán þúsund farþega á degi hverjum í september. Vægi þeirra sem fljúga til og frá landinu eykst á kostnað tengifarþega.

Mynd: Berlin Airport

Farþegar sem aðeins millilentu hér á landi á leið milli N-Ameríku og Evrópu voru áður í meirihluta um borð í þotum Icelandair. Nú er hlutfall þessa hóps hins vegar á niðurleið og í september stóðu tengifarþegarnir undir 46 prósent af heildarfjöldanum. Þessi breyting í takt við breyttar áherslur hjá Icelandair því nú er fókusinn á að flytja ferðamenn til landsins. Sá hópur stækkaði þannig um átján prósent í september og sömuleiðis farþegum sem hefja ferðalagið hér á landi.

Samtals flutti Icelandair 421 þúsund farþega í síðasta mánuði sem er samdráttur um eitt prósent frá sama tíma í fyrra. Þar af voru farþegar sem dvöldu á Íslandi nærri 173 þúsund og nemur fjöldinn í ár um einn og hálfri milljón. Það er  27 prósent aukning frá fyrstu níu mánuðum í fyrra.

Í nýliðnum september var sætanýtingin í vélum Icelandair 80,5 prósent sem er aðeins minna en fyrir ári síðan eins og sjá má línuritinu hér fyrir neðan. Sem fyrr veitir Icelandair engar upplýsingar um þróun fargjalda líkt og Túristi benti á í dag.