Ferða­manna­borgir ársins

Lesendur breska Conde Nast Traveller hafa sagt sína skoðun í árlegu kjöri tímaritsins á hvaða borgir þeim þykja mest spennandi.

charleston
Frá Charleston í Bandaríkjunum. Mynd: Visit Charleston

Hin ýmsu ferðarit birta reglu­lega topp­lista í hinu og þessu sem viðkemur ferða­lögum. Og í vikunni birti breski armur Conde Nast Traveller ferða­tíma­ritsins niður­stöður lesenda­könn­unar ársins. Þar var meðal annars spurt hvaða áfanga­staðir heilla mest og hér er svarið.

Ferða­manna­borgir ársins að mati lesenda Conde Nast Traveller.

 1. Char­leston í Suður-Karólínu í Banda­ríkj­unum
 2. Merida í Yucatan héraði í Mexíkó
 3. Dresen í aust­ur­hluta Þýska­lands
 4. Tókýó höfuð­borg Japan
 5. Kyoto fyrrum höfuð­borg Japan
 6. Santa Fe í Nýju-Mexíkó í Banda­ríkj­unum
 7. Singa­pore
 8. Quebec borg í frönsku­mæl­andi hluta Kanada
 9. Salzburg í Aust­ur­ríki, fæðing­ar­borg Mozart
 10. Alex­andria í Virginu, skammt frá Washington borg
 11. Puerto Vall­arta, strandbær í Mexíkó
 12. Vín höfuð­borg Aust­ur­ríkis
 13. Bergen í Noregi
 14. Flórens á Ítalíu
 15. Osaka í Japan
 16. Kaup­manna­höfn
 17. Amsterdam
 18. Barcelona
 19. Taipei í Tævan
 20. Sydney í Ástr­alíu