Ferðamannaborgir ársins

Lesendur breska Conde Nast Traveller hafa sagt sína skoðun í árlegu kjöri tímaritsins á hvaða borgir þeim þykja mest spennandi.

charleston
Frá Charleston í Bandaríkjunum. Mynd: Visit Charleston

Hin ýmsu ferðarit birta reglulega topplista í hinu og þessu sem viðkemur ferðalögum. Og í vikunni birti breski armur Conde Nast Traveller ferðatímaritsins niðurstöður lesendakönnunar ársins. Þar var meðal annars spurt hvaða áfangastaðir heilla mest og hér er svarið.

Ferðamannaborgir ársins að mati lesenda Conde Nast Traveller.

 1. Charleston í Suður-Karólínu í Bandaríkjunum
 2. Merida í Yucatan héraði í Mexíkó
 3. Dresen í austurhluta Þýskalands
 4. Tókýó höfuðborg Japan
 5. Kyoto fyrrum höfuðborg Japan
 6. Santa Fe í Nýju-Mexíkó í Bandaríkjunum
 7. Singapore
 8. Quebec borg í frönskumælandi hluta Kanada
 9. Salzburg í Austurríki, fæðingarborg Mozart
 10. Alexandria í Virginu, skammt frá Washington borg
 11. Puerto Vallarta, strandbær í Mexíkó
 12. Vín höfuðborg Austurríkis
 13. Bergen í Noregi
 14. Flórens á Ítalíu
 15. Osaka í Japan
 16. Kaupmannahöfn
 17. Amsterdam
 18. Barcelona
 19. Taipei í Tævan
 20. Sydney í Ástralíu