Samfélagsmiðlar

Fljúga ekki fleiri Íslendingum til Slóveníu

Flugfélagið Adria Airways átti að flytja farþega Heimsferða til Ljubliana á morgun og aftur í lok mánaðar og næsta vor. Stjórnendur félagsins óskuðu eftir gjaldþrotaskiptum í byrjun vikunnar. Spænskt flugfélag fyllir í skarðið.

Frá Ljubljana í Slóveníu.

Þau eru nokkur evrópsku flugfélögin sem hafa fallið síðustu misseri og nú síðast var það slóvenska flugfélagið Adria Airways sem skellti í lás. Þar með sjá Slóvenar að baki stærsta flugfélagi landsins og því umsvifamesta í flugi til og frá höfuðborginni Ljubljana. Adria Airways var þó ekki aðeins stórtækt í áætlunarflugi til og frá heimalandinu heldur sinnti félagið líka leiguflugi þaðan fyrir innlendar og erlendar ferðaskrifstofur.

Á morgun var til að mynda ætlunin að félagið myndi fljúga hingað hópi Slóvena og ferja nærri fulla vél af Íslendingum til Ljubliana á bakaleiðinni. Íslensku ferðalangarnir voru væntanlegir heim með Adria Airways á sunnudaginn og slóvenski hópurinn átti þá að halda af landi brott. Spænskt leiguflugfélag hefur nú tekið þetta verkefni að sér og því verður ekki breyting á ferðatilhöguninni. Að sögn Tómasar J. Gestssonar, forstjóra Heimsferða, þá er núna unnið að því, í samvinnu við samstarfsaðila í Slóveníu, að finna annað flugfélag fyrir næstu Ljubljanaferð Heimsferða sem er á dagskrá 25. október nk. Tómas segir að öllum farþegum morgundagsins hafi verið gert viðvart um breytingarnar en hliðra þurfti flugtímum um eina klukkustund.

Samstarfs Heimsferða og slóvenskra ferðaskipuleggjenda hefur verið á boðstólum síðustu ár á vorin og aftur á haustin og það sést greinilega í hóteltölfræði Hagstofunnar að fjöldi slóvenskra hótelgesta hér á landi nær hámarki í kringum þessar ferðir, þ.e. í apríl og október.

Slóvensk stjórnvöld hafa gefið út að evrópskar reglur banni verulegan opinberan stuðning við rekstur flugfélaga og því hafi ekki verið hægt að koma Adria Airways til bjargar. Á sama tíma hafa ráðamenn í Slóveníu gagnrýnt eigendur flugfélagsins fyrir óábyrgan rekstur en Adria Airways var í opinberri eigu fram til ársins 2016 en þá var það selt til þýsks fjárfestingarsjóðs. Nýir eigendur byrjuðu hins vegar á því að selja flugflotann og endurleigja á ný. Um leið versnaði reksturinn samkvæmt því sem segir í frétt Reuters.

Nú getur þú tekið þátt í að styrkja og efla útgáfu Túrista

 

Nýtt efni
MYND: ÓJ

„Þetta er ein heitasta gjafavara Íslands, það get ég sagt fullum fetum. Seljum mikið á netinu hjá okkur út um allan heim,“ segir Baldur Ólafsson, markaðsstjóri Bónus, við fyrirspurn FF7 um vinsældir burðarpoka Bónus meðal ferðamanna.  Áberandi er við verslanir Bónus í miðborginni að ferðamenn kaupa þar gjarnan marga burðarpoka úr endurefni efni sem skarta …

Koffínlausar kaffibaunir eru hefðbundnar kaffibaunir þar sem beiskjuefnið og örvandi hlutinn koffín hefur verið fjarlægt. Útbreiddasta og ódýrasta ferlið við að losa baunirnar við koffínið er hins vegar orðið umdeilt þar sem efnasambönd sem við það eru notuð eru nú tengd við ýmsa heilsufarskvilla.Hægt er að beita nokkrum aðferðum við að losa kaffibaunir við koffín. …

Þrjátíu og átta trilljónir er tala sem er svolítið erfitt að skilja. Trilljón er notað í Bandaríkjunum yfir það sem við Íslendingar köllum billjón, og billjón er þúsund milljarðar, eða milljón milljónir. Á núverandi gengi eru 38 trilljónir Bandaríkjadala sama og 5.320 billjónir íslenskra króna, eða 5,3 milljón milljarðar.  Það er gott að hafa þetta …

Borgaryfirvöld í Lissabon hafa samþykkt að hækka gistináttagjald úr 2 í 4 evrur. Gjaldtaka nær ekki til tjaldstæða. Þá hefur komugjald á skipafarþega verið hækkað úr 1 í 2 evrur. Tillaga um að hækka það gjald í 4 evrur var felld.  Lusa-fréttastofan hefur eftir Carlos Moedas, borgarstjóra, að það sé „sanngjarnt fyrir borgina og íbúa …

MYND: ÓJ

Kínverskir ferðamenn hafa verið töluvert áberandi í Reykjavík og víðar um land í vor. Auðvitað er fólk af kínverskum uppruna búsett um allan heim og eitthvað af því fer í Íslandsferðir en þeim hefur snarfjölgað sem koma hingað alla leið frá Alþýðulýðveldinu Kína. Samkvæmt talningu Ferðamálastofu á Keflavíkurflugvelli komu hingað í marsmánuði 8.642 Kínverjar og …

Brasilíski flugframleiðandinn Embraer greinir frá góðum gangi í pöntunum og afhendingu véla á fyrstu mánuðum ársins. Mestur var fögnuðurinn í höfuðstöðvunum í São José dos Campos þegar American Airlines staðfesti kaup á 90 farþegaþotum af gerðinni E175, sem verða notaðar í innanlandsflugi og eru hluti af stórri endurnýjun flugflota félagsins. E175 eru meðaldrægar vélar, oftast …

Faxaflóahafnir héldu vorfund sinn fyrir helgi til að kynna fyrirtækjum í ferðaþjónustu skipulag sumarsins við móttöku skemmtiferðaskipa, sem tekur mið af því raski sem verður vegna byggingar farþegamiðstöðvar Faxaflóahafna. Þeim framkvæmdum á að ljúka að tveimur árum liðnum, eins og FF7 greindi nýverið frá. Fram kom á fundinum að gert er ráð fyrir rúmlega 308 …