Frá WOW til Icelandair og núna til WAB

Fyrrum yfirmaður leiðakerfis WOW air stoppaði stutt hjá Icelandair.

Mynd: Isavia

Daníel Snæbjörnsson fór um árabil fyrir leiða­kerfi WOW air en í kjölfar gjald­þrots félagsins réði hann sig til starfa hjá Icelandair. Þar hluti af teymi sem ber ábyrgð á flugáætlun og vali á áfanga­stöðum þess flug­fé­lags líkt og Túristi greindi frá í júní. Daníel hefur hins vegar nú þegar sagt upp starfi sínu hjá Icelandair. Það stað­festir Ásdís Ýr Péturs­dóttir, upplýs­inga­full­trúi félagsins, í samtali við Túrista en hún segir Daníel þó enn við störf hjá Icelandair enda bundinn af ráðn­ing­ar­samn­ingi sínum.

Ásdís vill ekkert segja um hvert Daníel er á förum en samkvæmt áreið­an­legum heim­ildum Túrista þá hyggst hann ganga til liðs við þann hóp sem nú leggur drög að stofnun flug­fé­lagsins sem kennt er við WAB. Þar hittir Daníel fyrir fyrrum samstarfs­menn sína í fram­kvæmda­stjórn WOW air þá Svein Inga Stein­þórsson og Arnar Má Magnússon.

Þeir þrír voru jafn­framt allir hluti af þeim hópi sem koma átti að endur­reisn WOW air sem Skúli Mogensen boðaði nokkrum dögum eftir gjald­þrotið í lok mars.

Þess ber að geta að Túrista tókst ekki að fá viðbrögð við þessum vista­skiptum hjá Daníel sjálfum né Sveini Inga hjá WAB.

Nú getur þú tekið þátt í að styrkja og efla útgáfu Túrista