Samfélagsmiðlar

„Fyrst og fremst viðurkenning á starfi Íslenska ferðaklasans“

Ásta Kristín Sigurjónsdóttir, framkvæmdastjóri Íslenska ferðaklasans, var á dögunum skipuð í stjórn alþjóðlegra klasasamtaka. Hún segir færri ferðamenn kallar á breyttar áherslun en tækifærin séu gríðarleg enda landið gjöfult af náttúruauðlindum og hugvit fólksins sterkt.

Ásta Kristín Sigurjónsdóttir, framkvæmdastjóri Íslenska ferðaklasans.

Megintilgangur klasa er að efla samkeppnishæfni þess geira sem um ræðir, hlúa að nýsköpun og stuðla að aukinni verðmætasköpun. Íslenski ferðaklasinn starfar samkvæmt þessu en hann var settur á laggirnar árið 2015.  Það er Ásta Kristín Sigurjónsdóttir sem veitir honum forstöðu og hún tekur nú sæti í stjórn alþjóðlegu klasasamtakanna TCI-network. Túristi lagði nokkrar spurningar fyrir Ástu Kristínu um þann vegsauka og starfsemi klasans.

Hvað þýðingu hefur stjórnarkjörið fyrir íslenska ferðaklasann?
Þetta er fyrst og fremst viðurkenning á starfi Íslenska ferðaklasans. Við vinnum í takt við ákveðna klasahugmyndafræði og það er tekið eftir því á alþjóðlegum vettvangi að okkur hefur tekist að byggja upp sterkan vettvang meðal aðildafélaga okkar. Íslenskt atvinnulíf er þekkt á erlendri grundu fyrir að vera skilvirkt, frjótt og nýskapandi og í þeim öra vexti sem ferðaþjónustan hefur verið í þá þekkja enn fleiri áfangastaðinn Ísland og fyrir hvað hann stendur. Það hjálpar auðvitað til að hafa hér sterkar stoðir og góða ímynd sem aðilar um allan heim hafa áhuga á að læra af, tengja við og vinna með okkur.

En fyrir þig sjálfa?
Þetta er mikill heiður og ég tek auðmjúk við þessu hlutverki. Það eitt að vinna náið með því fólki sem lagði grunninn að hugmyndafræðinni er frábær tilfinning og ekki víst að ég gæti beðið um mikið meira á mínu faglega sviði. Þó svo ég brenni fyrir ferðaþjónustu og vil sjá hana dafna þá koma allar atvinnugreinar saman þessum klasavettvangi. Nú verður það mitt hlutverk að laða til okkar öfluga klasa og fá þá í lið með okkur því saman eru við miklu sterkari. Hér heima eigum við öflugan Sjávarklasa, Jarðvarma/orkuklasa, Fjártækniklasa, og Álklasa. Síðan eru að byggjast upp fleiri sem ég myndi svo gjarnan vilja styðja við bakið á með þeirri hugmyndafræði og verkfærum sem nýst hafa best í að byggja upp bætta samkeppnishæfni með nýsköpun og vöruþróun.

Ferðaklasinn verður fimm ára á næsta ári. Hverjir eru hápunktarnir í starfi ykkar hingað til?
Það hafa verið fjöldamargir skemmtilegir viðburðir og hápunktarnir það margir að það er áskorun að velja á milli. Bara það eitt að við höfum öðlast viðurkenningu sem vettvangur sem leitað er til er stór áfangi. Þekking á hvað klasi er og hvernig við störfum er að verða æ útbreiddari og með því kemur staðfesta og tiltrú. Við erum stolt af okkar mörgu samstarfsverkefnum og til að týna einhver til þá má nefna hvatningaverkefnið okkar og festu um ábyrga ferðaþjónustu sem yfir 350 fyrirtæki eru þátttakendur í.
Eins verður að nefna að í fyrra tókum við svo yfir rekstur á Húsi ferðaklasans á Grandanum og þar getum við boðið félögum okkar uppá skrifstofu- og fundaraðstöðu. Við höldum líka vinnustofur, viðburði af öllum stærðum og gerðum og bjóðum auðvitað uppá besta kaffið í bænum. Í húsnæðinu hafa nú rúmlega þrjátíu frumkvöðlar og fyrirtæki í ferðaþjónustu aðstöðu í skapandi og skemmtilegu vinnuumhverfi í nánum tengslum við greinina.

Nú eru aðrir tíma í ferðaþjónustu því ferðafólki fækkar. Kallar það á breyttar áherslur í vali á verkefnum fyrir ferðaklasann?
Já, það gerir það. Við erum meira að leggja áherslu á að vinna með starfandi fyrirtækjum í að skilgreina sinn tilgang og markmið. Við veltum því upp hvar þurfi að taka til, með hvaða aðferðum, skerpum fókusinn og vinnum með nýsköpun. Þetta gerum við markvisst í gegnum verkefnin okkar og með þeim viðburðum sem við bjóðum uppá. Breytt neysluhegðun fólks sem ferðast hefur áhrif á fyrirtækin en það er mikilvægt fyrir þau að vera skrefi á undan og leiða breytinguna, ekki bregðast eingöngu við. Þannig höfum við á Íslandi gríðarleg tækifæri enda er landið okkar gjöfult af náttúruauðlindum og hér er sterkt hugvit. Fyrirtækin eru markvisst að vinna í átt að sjálfbærni og æ fleiri skilja tilgang og mikilvægi þess að stunda ábyrga viðskiptahætti byggða á gæða þjónustu og vörum.

Hvaða verkefni eru helst á döfinni núna?
Við erum margskonar verkefni í samstarfi við öfluga aðila. Má þar nefna Ratsjánna, í samstarfi við Nýsköpunarmiðstöð Íslands og Virkjum hugvitið, með stuðningi frá Atvinnu- og nýsköpunarráðuneytinu. Á síðasta ári stóðum við, ásamt Ferðamálastofu, fyrir ráðstefnunni Iceland Travel Tech í Hörpu og munum við endurtaka leikinn þann 8.maí á næsta ári. Áfram verður lögð mikil áhersla á vinnustofur og verkfæri sem tengjast verkefninu Ábyrg ferðaþjónusta en Samtök ferðaþjónustunnar koma inn í framkvæmdahluta þess verkefnis með meiri þunga en áður. Ásamt Matarauði Íslands og Matís komum við svo að verkefninu Nordic Food in Tourism fyrir norrænu ráðherranefndina. Að lokum má nefna að nýverið kynnti ráðherra ferðamála metnaðarfulla framtíðarsýn fyrir greinina sem byggð er á sjálfbærri þróun. Til þess að framtíðarsýnin nái fram að ganga þurfa fyrirtækin að ganga í takt og tengja við stefnuna. Þar er því mikilvæg brúarsmíði og tengihlutverk fyrir Ferðaklasann.

Nýtt efni

Flugfélagið Play hefur hafið miðasölu á flugi til Cardiff í Wales og er þetta gert vegna mikils áhuga á leikjum íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu gegn Wales í Þjóðadeildinni sem fara fram næstkomandi haust.  Þetta kemur fram í tilkynningu. Íslenska liðið mætir liði Wales á Laugardalsvelli 11. október en liðin mætast aftur á heimavelli Wales í Cardiff …

Í þeirri viðleitni að hemja troðningstúrisma hafa borgaryfirvöld í Amsterdam ákveðið að leyfa ekki byggingu fleiri hótela í miðborginni. Þrátt fyrir að kröfur hafi verið hertar í borginni gagnvart nýbyggingum hótela þá eru yfir 20 hótel nú á teikniborðinu, segir NL Times. Takmörkunin nær auðvitað ekki til þeirra hótela sem þegar hafa verið samþykkt. Túristar …

Como-vatn á Langbarðalandi dregur til sín um 1,4 milljónir ferðamanna á ári - og í glæsihúsum við vatnið hefur margt frægt og ríkt fólk athvarf. Meðal þeirra sem eiga hús þarna eru George Clooney, Donnatella Versace og Richard Branson. Kannski er það ekki síst efnaða fólkið sem orðið er þreytt á átroðningi - að venjulegir …

Allt frá því að Play var skráð á hlutabréfamarkað sumarið 2021 og fram til ársloka 2022 var Fiskisund ehf. stærsti hluthafinn í Play með 8,6 prósenta hlut. Fyrir Fiskisundi fóru þau Kári Þór Guðjónsson, Halla Sigrún Hjartardóttir og Einar Örn Ólafsson, sem lengi var stjórnarformaður flugfélagsins en settist í forstjórastólinn um síðustu mánaðamót. Einar Örn átti einnig …

Flugstöðin í Changi í Singapúr er ekki lengur í efsta sæti á árlegum lista Skytrax yfir bestu flugvellina heldur í öðru sæti. Hamad alþjóðaflugvöllurinn í Doha í Katar toppar nú listann sem birtur var í gær en hann byggir á einkunnagjöf farþega. Í þriðja sæti er Incheon í Seoul en í næstu tveimur sætum eru …

Fyrsta skemmtiferðaskip ársins kom til Ísafjarðar um síðustu helgi, þýska AIDAsol með nærri í 2.200 farþega. Á sunnudag koma tvö skip með væntanlega 3.000 - 4.000 farþega. Það er farþegafjöldi undir öllum viðvörunarmörkum sem Ísafjarðarbær ætlar að fylgja í framtíðinni vegna komu skemmtiferðaskipa. Nýsamþykktar fjöldatakmarkanir gilda raunar ekki á þessu ári þar sem bókanir hafa …

Í marsmánuði fór fjöldi erlendra ferðamanna í Japan í fyrsta skipti yfir 3 milljónir, samkvæmt tölum sem birtar voru í síðustu viku. Um 2,7 milljónir komu í febrúar. Auðvitað nýtur japönsk ferðaþjónusta nú uppsafnaðrar löngunar erlendra ferðamanna á að heimsækja loks Japan eftir langvarandi lokun og ferðahindranir í tengslum við Covid-19 en það er ekki …

Jón Atli Benediktsson rektor Háskóla Íslands var heiðraður á ársfundi Meet in Reykjavik í gær. Hann leiddi til sigurs umsókn Íslands um að fá ráðstefnuna „International Geoscience and Remote Sensing Symposium (IGARSS)“ til Reykjavíkur í júlí 2027. Gert er ráð fyrir að 2.500 erlendir vísindamenn og fagfólk á sviði fjarkönnunar frá öllum heimshornum sæki ráðstefnuna …