Fyrstu fimm stjörnu hótelin

The Reatreat og Grímsborgir eru fyrstu hótelin sem fá fimm stjörnur samkvæmt gæðavottunarkerfi Ferðamálastofu.

The Retreat við Bláa lónið. Mynd: Bláa lónið

Í fyrsta skipti hafa Íslensk hótel nú hlotið fimm stjörnu flokkun samkvæmt viður­kenndu hótel­flokk­un­ar­kerfi. Um er að ræða The Retreat Bláa Lónsins, sem fær fimm stjörnu Superior flokkun og Hótel Gríms­borgir í Gríms­nesi sem er fimm stjörnu hótel samkvæmt því sem segir í tilkynn­ingu frá Ferða­mála­stofu.

Þar segir jafn­framt að hótelin séu vottuð samkvæmt gæða­kerfi Vakans sem er eina viður­kennda hótel­flokk­un­ar­kerfið hérlendis. Samkvæmt reglu­gerð um gisti­staði er óheimilt að auðkenna sig með stjörnum eða öðrum merkjum sem gefa til kynna hvers konar gæða­flokkun nema að undan­geng­inni form­legri gæða­út­tekt þriðja aðila sem viður­kennd er af stjórn­völdum.

„Vakinn er gæða- og umhverf­is­vott­un­ar­kerfi sem Ferða­mála­stofa stýrir en markmið þess er að efla gæði, öryggi og umhverfis­vitund í ferða­þjón­ustu á Íslandi ásamt því að byggja upp samfé­lags­lega ábyrgð ferða­þjón­ustu­fyr­ir­tækja. Gæða­viðmið Vakans fyrir hótel byggja á gæða­við­miðum frá evrópska Hotelstars kerfinu sem leitt er af Hotrec, regn­hlíf­ar­sam­tökum hótela og veit­inga­húsa í Evrópu. Á heima­síðu Vakans má finna nánari upplýs­ingar um gæða­kerfið og lista yfir þau hótel og gisti­staði sem uppfylla kröfur til að merkja sig stjörnu­gjöf,” segir í tilkynn­ingu.