Hætta Íslands­flugi frá Madríd

Vetrarflug milli Íslands og höfuðborgar Spánar leggst af eftir áramót en þessi samgöngubót hefur haft jákvæð áhrif á ferðamannastrauminn hingað síðustu vetur.

Frá Madríd. Mynd: Jorge Fernández Salas / Unsplash

Fyrir þremur árum síðan hóf norska flug­fé­lagið Norwegian að fljúga þotum sínum hingað frá Madríd og Barcelona yfir vetr­ar­mán­uðina og í kjöl­farið marg­fald­aðist fjöldi spænskra ferða­manna hér á landi yfir kald­asta hluta ársins. Síðast­liðinn vetur komu hingað 25 þúsund Spán­verjar en þeir voru rétt um sjö þúsund veturinn áður en Norwegian hóf að fljúga hingað frá tveimur fjöl­menn­ustu borgum Spánar.

Þrátt fyrir þessa jákvæðu þróun þá hafa stjórn­endur Norwegian ákveðið að leggja Íslands­flugið niður frá Madríd í byrjun janúar næst­kom­andi. Tals­maður flug­fé­lagsins segir þetta vera í samræmi við stefnu­mörkun stjórn­enda þess að gera rekst­urinn arbærann á ný og þar með sé leiða­kerfið sífellt til skoð­unar. „Vegna þessa verður flug­leiðin milli Madríd og Kefla­víkur ekki starf­rækt lengur.”

Norwegian hefur verið eina flug­fé­lagið með vetr­ar­ferðir hingað frá höfuð­borg Spánar en á sumrin bætast svo við ferðir Iberia Express og Icelandair frá Madríd. Samkvæmt flugáætlun þess fyrr­nefnda þá er gert ráð fyrir tveimur til þremur ferðum í viku frá miðjum júní og fram í enda sept­ember. Fyrsta ferð Icelandair til Madrídar er á dagskrá í byrjun maí og sú síðasta í lok sept­ember og verða brott­far­irnar þrjár í viku á þessu tíma­bili.

Þó þotur Norwegian hætti að fljúga hingað frá Madríd þá verða flug­vélar þess áfram áber­andi á Kefla­vík­ur­flug­velli. Norska lággjalda­flug­fé­lagið heldur nefni­lega áfram Íslands­flugi frá Ósló, Alicante og Barcelona allt árið um kring. Í vetur bætist svo við flug frá Tenerife og Las Palmas og á sumrin er Norwegian jafn­framt með ferðir hingað frá Bergen.