Samfélagsmiðlar

Hlutfall tengifarþega ekki lægra í áraraðir

Icelandair hefur aldrei flutt fleiri farþega til Íslands en á sama tíma fækkar þeim sem nýta ferðir félagsins til að koma sér á milli Norður-Ameríku og Evrópu.

Allt frá falli WOW air hefur Icelandair haft þann háttinn á að upplýsa mánaðarlega hvernig farþegahópurinn skiptist eftir því hvort fólk er á leið til eða frá Íslandi eða teljist til tengifarþega. Út frá þessum gögnum má sjá að hlutfall tengifarþega, á þriðja ársfjórðungi, var aðeins 45 prósent. Leita þarf átta ár aftur í tímann til að finna álíka lágt hlutfall tengifarþega á þessum arðbærasta fjórðungi ársins. Á árunum 2014 til 2017, þegar Icelandair skilaði metafkomu, þá var vægi tengifarþega á bilinu 55 til 58 prósent á þriðja ársfjórðungi eins og sjá má á línuritinu fyrir neðan.

Megin ástæðan fyrir þessari breytingu er sú að stjórnendur Icelandair hafa að undanförnu lagt höfuðáherslu á ferðamannamarkaðinn til Íslands. Og sú stefna var mörkuð að einhverju leyti áður en WOW air var gjaldþrota í lok mars. Það kom til að mynda fram í máli Evu Sóleyjar Guðbjörnsdóttur, framkvæmdastjóra fjármálasviðs Icelandair Group, á afkomufundi fyrir fyrsta fjórðung þessa árs, að markaðurinn fyrir tengiflug væri erfiður. „Við erum viljandi, út af krefjandi aðstæðum á Via-markaði, að stýra tekjumynduninni inni á To og From,“ sagði Eva Sóley í apríl. Og miðað við hvernig farþegatölur Icelandair hafa þróast síðan þá er ljóst að áfram er fókusinn á farþega á leið til og frá Íslandi í stað þeirra sem aðeins millilenda.

Þessi krefjandi samkeppni um farþega á leið á milli Evrópu og Norður-Ameríku hefur því dregið úr högginu sem fall WOW air var fyrir íslenska ferðaþjónustu þar sem Icelandair hefur sett Ísland í forgang. Hvort félagið breyti um kúrs á næstu misserum á eftir að koma í ljós en skyndilegar breytingar, t.d. verulegur samdráttur í Atlantshafsflugi Norwegian, gætu orðið til þess félagið setji aftur kraft í tengiflugið. Þess háttar stefnubreyting yrði áskorun fyrir íslenska ferðaþjónustu því eins og staðan er núna þá er ekki annað í kortunum en umsvif erlendra flugfélaga á Keflavíkurflugvelli verði nær óbreytt næsta sumar. Og ennþá er óljóst hversu umsvifamikið hið nýja WOW air verður og sömuleiðis flugfélagið sem fyrrum stjórnendur gamla WOW air eru með á teikniborðinu.

Í ljósi þess hve vægi tengifarþega hefur dregist saman hjá Icelandair má líka velta vöngum yfir því hvort flugfélagið geti haldið úti eins viðamiklu leiðakerfi og gert er í dag ef hlutfall tengifarþega hækkar ekki á ný. Því án fjölda farþega sem aðeins millilendir hér á landi þá er ekki endilega mögulegt að halda úti heilsársflugi til jafn margra borga eða bjóða upp á tíðar ferðir yfir háannatímann. Vísbending um það er sú staðreynd að sætanýtingin hjá Icelandair hefur dregist saman síðustu þrjá mánuði. Þróun fargjalda gæti þar líka haft sitt að segja en fyrirtækið upplýsir ekki um hvernig þau hafa þróast fyrr en á næsta afkomufundi.

Hvernig farþegaskiptingin verður hjá Icelandair á næsta ári ræðst að miklu leyti af sumaráætlun félagsins. Hún hefur ekki ennþá verið kynnt með formlegum hætti en þó liggur fyrir að San Francisco og Kansas City detta út.

 

Nú getur þú tekið þátt í að styrkja og efla útgáfu Túrista

Nýtt efni

Frakkar fjölmenna til Íslands allt árið um kring og í fyrra flugu frá Keflavíkurflugvelli 99 þúsund farþegar með franskt vegabréf. Það jafngildir því að fimm af hverjum 100 ferðamönnum hér á landi séu franskir enda eru flugsamgöngur milli Íslands og Parísar tíðar og stefnir í að þeir verði óvenju miklar næsta vetur. Það eru því …

Mitt inn í dimmum Grünheideskógi skammt frá Berlín hafa 80 manneskjur komið sér fyrir í kofum sem þau hafa byggt hátt uppi trjánum. Kofaþorpið eru bækistöðvar mótmælenda eða aðgerðarsinna eins og þau kalla sig. Einmitt inni í þessum sama skógi hyggst bandaríski rafmagnsbílaframleiðandinn Tesla stækka svokallaða gígaverksmiðju sem var tekin var í notkun í mars …

Lufthansa hefur náð samkomulagi við verkalýðsfélagið Verdi og þar með er endi bundinn á langa vinnudeilu við flugvallarstarfsfólk þýska flugfélagsins. Flugáætlun Lufthansa fer því ekki úr skorðum yfir páskana líkt og útlit var fyrir en félagið er með þrjár flugferðir til Íslands á áætlun sinni yfir hátíðarnar. Hinn nýi samningur Verdi og Lufthansa kemur í …

Það voru 561 þúsund skráðar gistinætur hér á landi í febrúar sem er um 2,5 prósent samdráttur í samanburði sama tímabil í fyrra. Ef tekið er tillit til hlaupársdagsins þá var fækkunin ennþá meiri eða nærri 6 af hundraði. Á hótelum landsins voru gistinæturnar 373 þúsund sem er ögn meira en í febrúar í fyrra …

Þegar Hagstofan leggur mat á breytingar á verðlagi þá er meðal annars horft til fargjalda, bæði í flug innanlands og til útlanda. Samkvæmt nýjum verðmælingum Hagstofunnar þá lækkaði farið frá Keflavíkurflugvelli um 5 prósent í mars en farþegar í innanlandsflugi þurftu að borga 16 prósent meira en í fyrra. Á sama tíma hækkaði verðlag í …

„Undanfarna mánuði hafa stjórnmálamenn og verkalýðsforingjar viðrað hugmyndir um að hækka virðisaukaskattshlutfall ferðaþjónustu í 24%. Almenn greining á grundvelli viðtekinnar þjóðhagfræði, sem SAF hefur látið vinna, bendir til þess að slík hækkun myndi almennt hækka verðlag og þar með verðbólgu á viðkomandi ári, lækka veltu í ferðaþjónustu, veikja samkeppnishæfni hennar, lækka verga landsframleiðslu og auka …

Xiaomi er hraðvaxta hátæknifyrirtæki í Beijing í Kína, stofnað fyrir 14 árum af frumkvöðlinum og milljarðamæringnum Lei Jun og félögum hans. Á síðasta ári var fyrirtækið í þriðja sæti á lista þeirra sem seldu flesta farsímana - næst á eftir Samsung og Apple. Xiaomi framleiðir og selur margskonar annan háþróaðan tæknibúnað og neytendavörur en samdráttur …

Fyrir rúmu ári var greint frá því að þýska Lufthansa-samsteypan hefði áhuga á að kaupa 40 prósenta hlut í ítalska þjóðarflugfélaginu ITA en niðurstaða hefur ekki enn fengist. Í janúar hóf Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins rannsókn á samkeppnisáhrifum þess að Þjóðverjarnir eignuðust stóran hlut í ítalska flugfélaginu sem lengi hefur verið stjórnvöldum á Ítalíu höfuðverkur.  Nú í …