Samfélagsmiðlar

Ísland ekki hluti að áætlun næsta árs

Eins og staðan er í dag þá munu þotur Eurowings ekki fljúga hingað til lands næsta sumar.

Mörg undanfarin sumur hefur Eurowings, áður German Wings, boðið upp á Íslandsflug frá Þýskalandi yfir helsta ferðamannatímabilið. Þegar mest lét gátu farþegar lággjaldafélagsins flogið hingað frá fimm þýskum borgum en síðastliðið sumar flugu þotur þess eingöngu hingað frá Hamborg og Köln. Í boði voru tvær ferðir í viku frá hvorri borg. Það stefnir hins vegar í að Eurowings taki ekki upp þráðinn næsta sumar því núna er ekkert Íslandsflug á boðstólum á heimasíðu þess. Aðspurður um stöðuna þá segir blaðafulltrúi flugfélagsins, í svari til Túrista, að eins og staðan sé í dag þá haldi Eurowings ekki úti neinu flugi til Íslands. Engar frekari skýringar fást á þessari breytingu.

Eurowings er hluti af Lufthansa Group en líkt og fram kom i viðtali Túrista við Andreas Köster, sölustjóra samsteypunnar, þá skrifaðist samdrátturinn hjá Eurowings síðastliðið sumar ekki á minni hylli Íslands sem áfangastaðar. „Eurowings er fyrst og fremst að takast á við tvö verkefni. Annars vegar samkeppni lággjaldaflugfélaga á heimamarkaði og hins vegar fjölgun ferða til Mallorca.” Hann bætti því við að Eurowings verði að sýna stöðugleika í rekstri og þyrfti því í raun að hafa úr fleiri flugvélum að moða til að geta sinnt fleiri mörkuðum með skilvirkum hætti. „Eurowings kemur vonandi aftur af meiri þunga til Íslands á næstu árum,” sagði Köster í ágúst. Tveimur mánuðum síðar lítur aftur á móti út fyrir að þotur Eurowings verði ekki sjáanlegar við Leifsstöð næsta sumar.

Samkvæmt talningu Túrista þá flugu þotur Eurowings hingað 55 ferðir í sumar og gera má ráð fyrir að um borð hafi verið að minnsta kosti sex til sjö þúsund þýskir ferðamenn. Það lætur þá nærri að félagið hafi flutt um tíunda hvern Þjóðverja sem hingað kom í sumar en Eurowings var eitt um flugið hingað frá Köln en í samkeppni við Icelandair í Hamborg um farþega á leið til Íslands.

Af bókunarvél Icelandair að dæma þá sjá stjórnendur þess tækifæri í að fjölga ferðum sínum til Hamborgar næsta sumar úr sjö í níu í viku. Sú viðbót vegur þá upp á móti brotthvarfi Eurowings þegar litið er til fjölda ferða. Hins vegar er hátt í helmingur farþega Icelandair að jafnaði tengifarþegar á meðan þotur Eurowings voru næsta víst nær eingöngu skipaðar ferðafólki á leið til Íslands.

Samkvæmt heimildum Túrista þá hefur forsvarsfólk annars umsvifamikils flugfélags verið tvístígandi varðandi Íslandsflug á næsta ári.

Nú getur þú tekið þátt í að styrkja og efla útgáfu Túrista

Nýtt efni

Como-vatn á Langbarðalandi dregur til sín um 1,4 milljónir ferðamanna á ári - og í glæsihúsum við vatnið hefur margt frægt og ríkt fólk athvarf. Meðal þeirra sem eiga hús þarna eru George Clooney, Donnatella Versace og Richard Branson. Kannski er það ekki síst efnaða fólkið sem orðið er þreytt á átroðningi - að venjulegir …

Allt frá því að Play var skráð á hlutabréfamarkað sumarið 2021 og fram til ársloka 2022 var Fiskisund ehf. stærsti hluthafinn í Play með 8,6 prósenta hlut. Fyrir Fiskisundi fóru þau Kári Þór Guðjónsson, Halla Sigrún Hjartardóttir og Einar Örn Ólafsson, sem lengi var stjórnarformaður flugfélagsins en settist í forstjórastólinn um síðustu mánaðamót. Einar Örn átti einnig …

Flugstöðin í Changi í Singapúr er ekki lengur í efsta sæti á árlegum lista Skytrax yfir bestu flugvellina heldur í öðru sæti. Hamad alþjóðaflugvöllurinn í Doha í Katar toppar nú listann sem birtur var í gær en hann byggir á einkunnagjöf farþega. Í þriðja sæti er Incheon í Seoul en í næstu tveimur sætum eru …

Fyrsta skemmtiferðaskip ársins kom til Ísafjarðar um síðustu helgi, þýska AIDAsol með nærri í 2.200 farþega. Á sunnudag koma tvö skip með væntanlega 3.000 - 4.000 farþega. Það er farþegafjöldi undir öllum viðvörunarmörkum sem Ísafjarðarbær ætlar að fylgja í framtíðinni vegna komu skemmtiferðaskipa. Nýsamþykktar fjöldatakmarkanir gilda raunar ekki á þessu ári þar sem bókanir hafa …

Í marsmánuði fór fjöldi erlendra ferðamanna í Japan í fyrsta skipti yfir 3 milljónir, samkvæmt tölum sem birtar voru í síðustu viku. Um 2,7 milljónir komu í febrúar. Auðvitað nýtur japönsk ferðaþjónusta nú uppsafnaðrar löngunar erlendra ferðamanna á að heimsækja loks Japan eftir langvarandi lokun og ferðahindranir í tengslum við Covid-19 en það er ekki …

Jón Atli Benediktsson rektor Háskóla Íslands var heiðraður á ársfundi Meet in Reykjavik í gær. Hann leiddi til sigurs umsókn Íslands um að fá ráðstefnuna „International Geoscience and Remote Sensing Symposium (IGARSS)“ til Reykjavíkur í júlí 2027. Gert er ráð fyrir að 2.500 erlendir vísindamenn og fagfólk á sviði fjarkönnunar frá öllum heimshornum sæki ráðstefnuna …

United Airlines tilkynntu í gær um betri afkomu en vænst var á öðrum ársfjórðungi. Þetta kemur í framhaldi af því að tapið á fyrsta fjórðungi var minna en óttast hafði verið. Megin ástæða þess að vel gengur er einfaldlega mikill áhugi á ferðalögum. Hlutabréf í United hækkuðu strax í fyrstu viðskiptum eftir að tilkynnt var …

Japanskir bílaframleiðandur hafa dregist aftur úr nýrri fyrirtækjum á borð við bandaríska Tesla og kínverska BYD í þróun rafbílasmíði. En menn velta því fyrir sér hvort japanskir framleiðendur á borð við Toyota og Nissan verði ekki fljótir að vinna upp það forskot - og jafnvel ná forystu - með þróun nýrrar gerðar rafhlaðna, sem vonir …