Samfélagsmiðlar

Líkindi með kínversku og íslensku ferðafólki

Kínverskir ferðamenn í dag minna um margt á Íslendinga á þeim tíma sem utanlandsferðir urðu almennar hér á landi segir Margrét Reynisdóttir. Hún er höfundur nýrrar bókar um væntingar og þarfir kínverskra ferðamanna.

Margrét Reynisdóttir, eigandi Gerum betur.

Kínverjar eru sífellt meira á ferðinni og það sem af er ári eru þeir fimmta fjölmennasta þjóðin í hópi ferðamanna hér á landi. Þarfir þeirra og væntingar eru á margan hátt aðrar en Evrópubúa og í nýútkominni bók Margrétar Reynisdóttur, eiganda Gerum betur, er fjallað um kínverska ferðamenn almennt, reynsluna hér á landi af þeim og einnig horft til þess sem Íslendingar og Kínverjar á faraldsfæti eiga sameiginlegt. Túristi lagði nokkrar spurningar fyrir Margréti um bókina og kínverska ferðalanga.

Markmiðið var að skoða hvað einkenni ferðamenn frá Kína út rannsóknum og reynslunni hérlendis af þeim. Hver var niðurstaðan?
Rannsóknir sýna að menning okkar er mjög ólík. Goggunarröð er svo dæmi sé nefnt nánast óþekkt á Íslandi nú til dags. Hinsvegar gætum við þurft að vera meðvituð um goggunarröð þegar tekið er á móti kínverskum hópum. Kínverskir ferðamenn minna um margt á Íslendinga þegar ferðalög urðu algeng hjá almenningi upp úr 1970. Margir muna vafalaust eftir að Íslendingar tóku þá mikið af íslenskum mat með sér á ferðalagið. Sumir hlutir breytast ekki og nú þegar Kínverjar eru fyrir alvöru byrjaðir að ferðast vilja þeir oft sama mat og þeir þekkja að heiman og taka því með sér núðlur o.fl. Best er því að skipuleggja matseðil á ferðalögum þeirra fyrir fram. Ítalskt pasta og spaghettí er ekki það sem þeir vilja – ekki rugla því saman við núðlur! Ef kínverskir réttir eru ekki á boðstólum þá eru súpur og soð tækir kostir. Kínverskir ferðamenn vilja aðalmáltíðina í hádeginu og alls ekki þriggja rétta máltíð á kvöldin. Á hótelherbergjunum er líka mikill kostur að vera með myndarlega bolla sem hægt er að setja núðlur í. Kínverjar eru mikil teþjóð og drekka oft te með mat eða volgt vatn sem hefur verið soðið. Auðveld leið til að gera þessa líflegu ferðamenn ánægða er að bjóða þeim heitt vatn þegar þeir mæta á staðinn!

Hvernig gengur okkur að standa undir þeim væntingum sem Kínverjar gera um Íslandsferðir?
Seldar ferðir í Kína til Íslands standast ekki alltaf raunveruleikann, það er að segja hvernig þær eru kynntar. Þetta geta verið rándýrar ferðir með kínverskan hópstjóra sem vita ekki endilega mikið um Ísland. Það myndi án efa auka verulega ánægju þeirra að hafa íslenskan leiðsögumann sem getur sagt þeim af þekkingu frá landi og þjóð. Þeir eru áhugasamir, rétt eins og við á ferðalögum, að vita meira um Íslendinga. Þeim finnst meðal annars athyglisvert hvað við getum gert mikið á svona „litlu“ landi.

Kínverjar komu áður mikið í hópferðir en ferðast nú í auknum mæli á eigin vegum. Hvaða áskoranir fylgja þeirri breytingu?
Kínverjar eru almennt ekki sleipir í ensku. Þýðingar á kínversku á öryggisreglum og lykilþáttum á því sem er á boðstólnum gæti því hjálpað mikið. Þeir eru vanir að skilja myndræn skilaboð. Sem einfalt dæmi má nefna að hægt væri að vera með í rútum mynd sem sýnir manneskju með öryggisbelti og benda á myndina um leið og farþegar eru beðnir að spenna beltin.

Þú lagðir einnig upp með að finna hvað Íslendingar og Kínverjar eiga sameiginlegt. Eru þarfir íslenskra og kínverskra ferðamanna sambærilegar?
Það sem Kínverjar og Íslendingar eiga til dæmis almennt sameiginlegt er að vera hjátrúarfullir. Það þýðir lítið að bjóða Kínverjum herbergi númer fjögur eða herbergi á fjórðu hæð þar sem að talan fjórir hljómar svipað og orðið dauði á þeirra tungu. Skiljanlega vill enginn vera minntur á slíkt í fríinu sínu og Kínverjar hafa alla jafna óbeit á tölunni fjórir. Hinsvegar er talan átta lukkutala. Annað atriði sem við eigum sameiginlegt er að geta klárað þriggja rétta máltíð á klukkutíma. Það ber stundum á góma að Íslendingar séu ekki endilega stundvísasta þjóðin. Eftir allt ferðalagið til okkar fjarlæga lands taka Kínverjar sinn tíma í að skoða það sem fyrir augu ber og koma t.d. ekki endilega aftur í rútuna á fyrir fram ákveðnum tíma séu þeir ekki búnir að skoða fossinn almennilega svo dæmi sé tekið. Það kæmi heldur ekki á óvart ef það myndi heyrast vel í báðum þjóðum þegar margir eru að borða saman til dæmis á veitingastað.

Bókin er á ensku. Hver er ástæðan fyrir því?
Bókin var upphaflega gefin út á íslensku en krafan í ferðaþjónustu er gjarnan að hafa allt efni á ensku þar sem mikið af starfsfólki í ferðaþjónustu er ekki íslenskumælandi. Einnig var markmiðið að koma bókinni í sölu erlendis og er hún þegar komin í kennslu í Noregi.

Bók Margrétar er fáanleg á heimasíðu Gerum betur

Nýtt efni

Því var fagnað í gær að undirrituð hefði verið viljayfirlýsingu um að Íslandshótel og fjárfestar tengdir Skógarböðunum ætluðu að byggja og reka fjögurra stjörnu hótel við Skógarböðin í Eyjafirði gegnt Akureyri. Á væntanlegu baðhóteli verða 120 herbergi. Sjallinn - MYND: Facebook-síða Sjallans Íslandshótel hafa líka haft áform um að reisa hótel í miðbæ Akureyrar, þar …

Kínverski rafbílaframleiðandinn BYD lækkaði verð á bílum sínum á íslenska markaðnum í febrúar s.l. í kjölfar þess að skattaívilnanir til kaupa á nýjum rafbílum féllu niður. Skattafrádrátturinn gat numið allt að 1,3 milljónum króna en nú fæst 900 þúsund króna styrkur frá Orkusjóði í staðinn. Með lægra verði frá Kína gat Vatt, sem er með …

Langvarandi deilur írska lággjaldaflugfélagsins Ryanair við ítölsk yfirvöld halda áfram. Nú hafa samkeppnisyfirvöld á Ítalíu (AGCM) fyrirskipað Ryanair að aflétta hindrunum á því að ferðaskrifstofur selji flugmiða í ferðir félagsins. AGCM hóf í september síðastliðinn rannsókn á meintri misnotkun félagsins á markaðsráðandi stöðu. Ryanair er umsvifamesta flugfélagið á ítalska ferðamarkaðnum, með um 34 prósenta hlutdeild, …

Play gaf það út í síðasta mánuði að ónefndur hópur meðal stærstu hluthafa flugfélagsins auk annarra fjárfesta hefði skuldbundið sig til að leggja félaginu til 4,5 milljarða króna. Tveir af þeim fjórum lífeyrissjóðum sem eru á lista yfir stærstu hluthafanna sögðust ætla að taka þátt. Rökin fyrir forstjóraskiptunum um síðustu mánaðamót svo þau að Einar …

Lofthelgin yfir Ísrael, Líbanon, Jórdaníu og Írak var lokað á laugardagskvöld eða flug þar um háð miklum takmörkunum. Þetta hafði auðvitað mest áhrif á flug innan svæðisins en líka á yfirflug véla á milli heimsálfa. Í gær var tímabundnum takmörkunum aflétt þegar árásum Írana á skotmörk í Ísrael linnti.  Flugöryggisstofnun Evrópu (The European Union Aviation …

Stjórnendur flugfélagsins Westjet sóttu um lendingartíma á Keflavíkurflugvelli fyrir sumarvertíðina 2020 og þá var ætlunin að fljúga hingað fjórum sinnum í viku frá Toronto, fjölmennustu borg Kanada. Sala á flugmiðum fór þó aldrei í loftið og áður Covid-faraldurinn hófst í ársbyrjun 2020 hafði Westjet gefið út að ekkert yrði að Íslandsfluginu. Stuttu síðar lokuðust landamæri …

Umhverfisstofnun er farin að fikra sig áfram með álagsstýringu á ferðamannastöðum. „Við erum að setja af stað pöntunarkerfi í Landmannalaugum i sumar,“ sagði Inga Dóra Hrólfsdóttir, sviðsstjóri sviðs náttúruverndar hjá Umhverfisstofnun, á ársfundi náttúruverndarnefnda nýverið. „Þetta er mjög einföld aðferð,“ sagði Inga Dóra: Ef þú kemur akandi þarftu að bóka stæði og borga fyrir það. …

Stjórnendur rafbílaframleiðandans Tesla leita nú leiða til að draga úr kostnaði og horfa þeir til þess að segja upp 14 þúsund starfsmönnum eða um 10 prósent af vinnuaflinu. Þetta kemur fram í tölvupósti sem forstjóri félagsins, Elon Musk, sendi til starfsfólks samkvæmt frétt sem fagritið Electrek birti í morgun. „Ég hata ekkert meira en þetta …