Litlar verðsveiflur á bílaleigunum í Orlandó

Ef þú bókar í dag bílaleigubíl við flugstöðina í Orlandó, fyrir ferðalag í febrúar, þá borgar aðeins minna en sá sem gekk frá pöntun í sumar.

Frá miðborg Orlandó. Mynd: Visit Orlando

Það er af sem áður var þegar flogið var héðan til þriggja borga á Flórídaskagnum. Í vetur verður Orlandó eini áfangastaðurinn því bæði Tampa og Miami eru horfin út af leiðakerfi Keflavíkurflugvallar en Íslendingar hafa lengi sótt í vetrarferðir til Flórída. Og fullyrða má að bróðurpartur þeirra sem þangað fer leigir sér bíl fyrir dvölina.

Túristi hefur því í gegnum árin gert verðkannanir á bílaleigunum við flugstöðvarnar í Orlando og miðað við niðurstöður dagsins þá hefur leigan á bílum í febrúar næstkomandi lækkað aðeins frá síðustu könnun sem gerð var í júlí. Ef borið er saman við könnun sem gerð var um svipað leyti í fyrra þá er leigan hins vegar aðeins dýrari.Megin skýringin á þessari verðþróun er væntanlega sú að bandaríski dollarinn hefur styrkst þónokkuð gagnvart krónunni.

Sem fyrr er leitarvél bókunarfyrirtækis Rentalcars nýtt í verðsamanburðinn en hún finnur oft hagstæðari tilboð en þau bílaleigurnar sjálfar bjóða.