Milli­landa­flug oftar á réttum tíma

Stundvísin á Keflavíkurflugvelli batnaði töluvert í sumar.

Mynd: Isavia

Flugáætlun Kefla­vík­ur­flug­vallar stóðst mun betur yfir háanna­tímann í ár en á sama tíma í fyrra. Þá fór rétt um þriðj­ungur flug­ferða í loftið á réttum tíma í júní og um helm­ingur í júlí. Núna voru hlut­föllin mun hærri eins og sjá má á súlu­rit­inum hér fyrir neðan. Þessi þróun endur­speglast líka í stund­vísi­tölum Icelandair sem sýna að farþegar þess komast núna oftar á réttum tíma á áfanga­stað.

Fast­lega má gera ráð fyrir að hluti af skýr­ing­unni, á þessari bættu stund­vísi á Kefla­vík­ur­flug­velli, skrifist á minni traffík í kjölfar falls WOW air. Félagið stóð nefni­lega undir um þriðj­ungi áætl­un­ar­ferða frá Kefla­vík­ur­flug­velli sumarið 2018.

Nú getur þú tekið þátt í að styrkja og efla útgáfu Túrista