Samfélagsmiðlar

Ódýrustu farmiðarnir eru töluvert dýrari en hjá Icelandair

Há fargjöld í Íslandsflug American Airlines vekja athygli. Talskona félagsins segir verðlagninguna aðeins taka mið af markaðnum.

Ráðhúsið í Philadelphia. Í sumar munu bæði þotur American Airlines og Icelandair flúga frá borginni til Íslands.

Síðustu tvö sumur hafa þotur American Airlines flogið héðan daglega frá flugvellinum í Dallas í Texas. Fyrra sumarið átti félagið í samkeppni við bæði Icelandair og WOW en sat svo eitt að þessari flugleið í sumar. Stjórnendur þessa stærsta flugfélagsins í heimi, mælt í fjölda farþega og flugflota, ætla hins vegar að færa Íslandsflug félagsins frá Dallas til Philadelphia á næsta ári. Þaðan flýgur Icelandair reglulega yfir sumarmánuðina og fær því samkeppni í sumarbyrjun.

Fargjöld félaganna tveggja, á ferðum til Philadelphia, eru hins vegar mjög ólík þessa dagana. Hjá American Airlines kosta farmiðar, báðar leiðir, að minnsta kosti 119 þúsund krónur og ef dvalið er í fáar nætur þá getur ódýrasta sætið kostað um 330 þúsund krónur. Innifalið eru veitingar og ein innrituð taska hjá bandaríska flugfélaginu.

Farmiðaverðið hjá Icelandair er nokkru hóflegra og í mörgum tilfellum um fjórðungi ódýrara en hjá keppinautnum samkvæmt athugun Túrista. Algengt verð á farmiða með Icelandair, báðar leiðir, er nefnilega rúmar 88 þúsund krónur með tösku. Stundum eru farmiðarnir hjá íslenska félaginu vissulega dýrari en þó í langflestum tilfellum ódýrari en hjá American Airlines.

Það er vel þekkt að mjög há fargjöld og jafnvel ósamkeppnishæf eru oft undanfari þess að flugleið sé lögð niður. Ekkert þess háttar er hins vegar í pípunum hjá American Airlines. Í svari frá blaðafulltrúa félagsins segir að verðlagning á farmiðum taki tillit til eftirspurnar, lausra sæta á ákveðnum dagsetningu auk fleiri þátta. Þar með geti verðið sveiflast og breyst en eigi að vera samkeppnishæft.

Ekki fást hins vegar upplýsingar um hvort þetta fargjöldin í dag séu til marks um að sala á Íslandsflugi American Airlines frá Philadelphia gangi svona vel þó enn sú margir mánuðir í jómfrúarflugið.

Nú getur þú tekið þátt í að styrkja og efla útgáfu Túrista

Nýtt efni

Play tapaði 3,1 milljarði króna fyrir skatt á fyrsta ársfjórðungi í fyrra en núna var tapið 19 prósent hærra eða 3,7 milljarðar króna. Félagið jók framboðið um 63 prósent á milli þessara tveggja fjórðunga en í flota félagsins voru sex til átta þotur í byrjun síðasta árs en núna eru þær tíu. Einar Örn Ólafsson, …

Sjóðir bandaríska flugvélaframleiðandans Boeing minnkuðu um 3,9 milljarða dollara á fyrsta ársfjórðungi. Upphæðin jafngildir 550 billjónum íslenskra króna og skýringin á þessum mikla fjármagnsbruna liggur í endurteknum göllum í þeim flugvélum sem fyrirtækið framleiðir. Af þeim sökum hefur bandaríska flugöryggisstofnunin takmarkað afköstin í verksmiðjum Boeing við 38 Max þotur í mánuði. Þar með þurfa flugfélög …

Fyrr á þessu ári kynnti fyrirtækið til sögunnar Precious Honeyglow anansinn sem er aðeins um 600 1000 grömm að þyngd eða um það bil helmingi minni en hefðbundinn ananas.Í fréttatilkynningu frá fyrirtækinu segir að það kappkosti ávallt að uppfylla óskir kaupenda, hvort sem þær eru um sætara bragð, sjálfbærnisjónarmið og nú – stærð. Hið nýja …

Tekjur Icelandair af farþegaflugi námu rúmlega 27 milljörðum króna á fyrsta fjórðungi ársins og hafa þeir aldrei verið hærri á þessum tíma árs. Sætaframboðið hefur heldur aldrei verið meira en það jókst það um 21 prósent á milli ára og var farþegahópurinn 14 prósent fjölmennari núna en fyrstu þrjá mánuðina í fyrra. Þá stóðu farþegar …

Það seldust 183 þúsund Volvo bílar á fyrsta fjórðungi ársins sem var aukning um 12 prósent frá sama tíma í fyrra. Engu að síður dróst veltan saman um 2 prósent og rekstrarafkoman (Ebit) nam 4,7 milljörðum sænskra króna eða 61 milljarði kr. Það er töluvert undir spá greinenda sem höfðu að jafnaði gert ráð rekstrarhagnaði …

„Afkoma fyrsta ársfjórðungs var í takt við væntingar okkar en rekstrarniðurstaðan í janúarmánuði litaðist af áhrifum alþjóðlegrar umfjöllunar um eldgos á Reykjanesi. Við nýttum þann mikla sveigjanleika sem félagið býr yfir til að laga sætaframboð að markaðsaðstæðum og jukum fjölda tengifarþega um 48 prósent með aukinni áherslu á þann markað þar sem markaðurinn til Íslands …

Áður en skemmtiferðaskipin taka að fylla götur Ísafjarðar af forvitnum ferðalöngum eru tvær helgar að vori sem fylla bæinn af heldur ólíkum hópum fólks. Sú fyrri er páskahelgin þegar tónlistarfólk og áhangendur þeirra þyrpast í bæinn til að taka þátt í rokkhátíð alþýðunnar, Aldrei fór ég suður, og sú síðari er Fossavatnshelgin, sem fór fram …

Tekjur Finnair drógust saman um tvö prósent á fyrsta fjórðungi ársins þrátt fyrir að finnska flugfélagið hafi aukið framboðið. Skýringin á samdrættinum liggur í verkföllum, verri sætanýtingu og lægri tekjum af fraktflutningum samkvæmt uppgjöri félagsins sem birt var í morgun. Rekstrarkostnaður Finnair á fyrsta ársfjórðungi var á pari við sama tímabil í fyrra og tapaði …