Samfélagsmiðlar

Ólíku saman að (kolefnis)jafna

Flugfélögum og samtökum sem bjóða farþegum kolefnislosun ber ekki saman um hversu mikil mengunin er í raun af flugferðum milli borga. Einnig er deilt um hvort gróðursetning á norðurhveli jarðar sé rétta leiðin til að létta á flugviskubitinu.

Áhrif af losun eldsneytis í háloftunum eru vanmetin að mati samtaka sem sérhæfa sig í útreikningum á kolefnislosun.

Að reikna út losun gróðurhúsalofttegunda á hvern farþega í flugvél er ekki einfalt. Taka þarf tillit til tegundar og aldurs þotunnar, hversu margir farþegar eru um borð, í hvaða hæð er flogið, þyngd fraktarinnar og svo mætti áfram telja. Meðal annars af þessum sökum er niðurstaðan nokkuð mismunandi þegar hinar ýmsu reiknivélar eru nýttar til að finna út hversu mikið hver flugferð losar á hvern farþega. Minnst virðist losunin þó vera samkvæmt útreikningum flugfélaganna sjálfra. Reiknivél Icelandair er nýjasta dæmið um það en hún sýnir meðal annars hversu miklu meiri losunin er vegna farþega á Saga farrými.

Samkvæmt reiknivél Icelandair þá nemur losun af koltví­sýr­ingi á hvern farþega, á almennu farrými, um 400 kílóum ef flogið er héðan til Frankfurt og heim aftur. Ef notuð er þýska reiknivélin Atmosfair, sem breska dagblaðið Guardian hefur mælt með, þá er losun á hvern farþega Icelandair, í flugi til og frá þýsku borginni, um eitt tonn af gróðurhúsalofttegundum. Sænska reiknivélin Klimatsmart, sem danska blaðið Politiken styðst jafnan við, fer bil beggja og segir losunina af flugi milli Íslands og Frankfurt nema 783 kílóum.

Í svari Atmosfair, við fyrirspurn Túrista, segir að skýringin á þessu misræmi sé helst sú að flugfélög og líka flugstofnun Sameinuðu þjóðanna horfi aðeins til eldsneytisnotkunar óháð því hvar losunin á sér stað. Bent er á að flugfélög taki ekki tillit til þess að brennsla á olíu í háloftunum er margfalt skaðlegri en á jörðu niðri. Þannig þrefaldist umhverfisáhrifin af losuninni þegar flogið er í að minnsta kosti níu þúsund metra hæð.

Svörin frá svissnesku samtökunum Myclimate eru á sama veg. Þar á bæ er líka horft til þessara margföldunar áhrifa sem brennsla á þotueldsneyti veldur í háloftunum og nemur losunin af flugferð héðan til Frankfurt 864 kg. samkvæmt reiknivél á heimasíðu Myclimate sjálfs. Aftur á móti eru niðurstöður Myclimate allt aðrar þegar reiknivél samtakanna á vefsíðu Lufthansa flugfélagsins er notuð. Þá segir að losun á hvern farþega þýska flugfélagsins nemi 312 kílóum af koltví­sýr­ingi ef flogið er frá Íslandi til Frankfurt, báðar leiðir.

Aðspurður um þennan mikla mun þá segir Kai Landwehr, blaðafulltrúi Myclimate, að í reiknivél Lufthansa sé aðeins horft til losunar vegna eldsneytisnotkunar en ekki til fyrrnefndra heildaráhrifa vegna flughæðar. Landwehr bendir hins vegar á að þegar losun í tengslum við Lufthansa flug er reiknað út eitt og sér þá er horft til raunverulegra gagna um eldsneytisnotkun og sætanýtingu frá flugfélaginu sjálfu. Og það mun líka vera raunin í leitarvél Icelandair sem unnin er í samstarfi við Klappir.

Í Íslandsflug sitt frá Frankfurt notar Lufthansa að jafnaði átta ára gamlar Airbus þotur á meðan flugvélar Icelandair eru flestar í dag framleiddar um aldamótin. Aldur flugflota Icelandair skýrir þó sennilega ekki allan muninn því íslenska félagið flytur oftar en ekki nokkru meiri frakt, til og frá landinu, en erlendu félögin gera. Þar með eykst olíuþörfin og til marks um það þá notar Delta líka eldri gerðir af Boeing 757 þotum í áætlunarferðir sínar hingað frá New York. Samt kemur félagið aðeins betur út úr mælingum Atmosfair eins og sjá má hér fyrir neðan.

Hin hliðin á kolefnisjöfnuninni er svo hvernig staðið er að því að jafna út mengunina sem af fluginu verður. Það fé sem farþegar Icelandair leggja til kolefnisjöfunar fer til að mynda í kaup á plöntum sem gróðursettar eru hér á landi á vegum Kolviðs. Skilvirkni þess að binda kolefni í jörðu með gróðursetningu skóga á norðurhveli jarðar er hins vegar umdeild og þannig eru íslenskir sérfræðingar ekki á einu máli. Þannig benti til dæmis dr. Anna Guðrún Þór­halls­dótt­ir, beit­ar­vist­fræðing­ur og pró­fess­or við Há­skól­ann á Hól­um, á að skógar á norður­slóðum kæl­i ekki held­ur hit­i í viðtali við Morgunblaðið í síðustu viku. Sérfræðingar Skógræktarinnar halda hins vegar öðru fram.

Hvað sem því líður þá hefur jafnframt verið á það bent að Kolviður er ekki með neinar alþjóðlegar vottanir á sviði kolefnisjöfnunar. Í svari samtakanna til Túrista segir að verið sé að vinna að þeim málum og mismunandi vottunaraðila til skoðunar. Gróðursetning er þó ekki eina leiðin til að kolefnisjafna flugferðir. Kaup á umhverfisvænni eldavélum fyrir fátæk heimili í Kenýa og gróðursetning í Nicaragua er meðal þeirra verkefna sem hægt er styrkja með því kolefnisjafna flugferð hjá Myclimate og Lufthansa.

Nýtt efni

Því var fagnað í gær að undirrituð hefði verið viljayfirlýsingu um að Íslandshótel og fjárfestar tengdir Skógarböðunum ætluðu að byggja og reka fjögurra stjörnu hótel við Skógarböðin í Eyjafirði gegnt Akureyri. Á væntanlegu baðhóteli verða 120 herbergi. Sjallinn - MYND: Facebook-síða Sjallans Íslandshótel hafa líka haft áform um að reisa hótel í miðbæ Akureyrar, þar …

Kínverski rafbílaframleiðandinn BYD lækkaði verð á bílum sínum á íslenska markaðnum í febrúar s.l. í kjölfar þess að skattaívilnanir til kaupa á nýjum rafbílum féllu niður. Skattafrádrátturinn gat numið allt að 1,3 milljónum króna en nú fæst 900 þúsund króna styrkur frá Orkusjóði í staðinn. Með lægra verði frá Kína gat Vatt, sem er með …

Langvarandi deilur írska lággjaldaflugfélagsins Ryanair við ítölsk yfirvöld halda áfram. Nú hafa samkeppnisyfirvöld á Ítalíu (AGCM) fyrirskipað Ryanair að aflétta hindrunum á því að ferðaskrifstofur selji flugmiða í ferðir félagsins. AGCM hóf í september síðastliðinn rannsókn á meintri misnotkun félagsins á markaðsráðandi stöðu. Ryanair er umsvifamesta flugfélagið á ítalska ferðamarkaðnum, með um 34 prósenta hlutdeild, …

Play gaf það út í síðasta mánuði að ónefndur hópur meðal stærstu hluthafa flugfélagsins auk annarra fjárfesta hefði skuldbundið sig til að leggja félaginu til 4,5 milljarða króna. Tveir af þeim fjórum lífeyrissjóðum sem eru á lista yfir stærstu hluthafanna sögðust ætla að taka þátt. Rökin fyrir forstjóraskiptunum um síðustu mánaðamót svo þau að Einar …

Lofthelgin yfir Ísrael, Líbanon, Jórdaníu og Írak var lokað á laugardagskvöld eða flug þar um háð miklum takmörkunum. Þetta hafði auðvitað mest áhrif á flug innan svæðisins en líka á yfirflug véla á milli heimsálfa. Í gær var tímabundnum takmörkunum aflétt þegar árásum Írana á skotmörk í Ísrael linnti.  Flugöryggisstofnun Evrópu (The European Union Aviation …

Stjórnendur flugfélagsins Westjet sóttu um lendingartíma á Keflavíkurflugvelli fyrir sumarvertíðina 2020 og þá var ætlunin að fljúga hingað fjórum sinnum í viku frá Toronto, fjölmennustu borg Kanada. Sala á flugmiðum fór þó aldrei í loftið og áður Covid-faraldurinn hófst í ársbyrjun 2020 hafði Westjet gefið út að ekkert yrði að Íslandsfluginu. Stuttu síðar lokuðust landamæri …

Umhverfisstofnun er farin að fikra sig áfram með álagsstýringu á ferðamannastöðum. „Við erum að setja af stað pöntunarkerfi í Landmannalaugum i sumar,“ sagði Inga Dóra Hrólfsdóttir, sviðsstjóri sviðs náttúruverndar hjá Umhverfisstofnun, á ársfundi náttúruverndarnefnda nýverið. „Þetta er mjög einföld aðferð,“ sagði Inga Dóra: Ef þú kemur akandi þarftu að bóka stæði og borga fyrir það. …

Stjórnendur rafbílaframleiðandans Tesla leita nú leiða til að draga úr kostnaði og horfa þeir til þess að segja upp 14 þúsund starfsmönnum eða um 10 prósent af vinnuaflinu. Þetta kemur fram í tölvupósti sem forstjóri félagsins, Elon Musk, sendi til starfsfólks samkvæmt frétt sem fagritið Electrek birti í morgun. „Ég hata ekkert meira en þetta …