Ríflega helmingi færri millilenda hér á landi

Skiptifarþegarnir í Leifsstöð voru rétt um 186 þúsund í september. Leita þarf nokkur ár aftur í tímann til að finna álíka fáa þess háttar farþega í september.

Mynd: Isavia

Með falli WOW air og aukinni áherslu Icelandair á farþega á leið til og frá Íslandi þá hefur þeim fækkað umtalsvert sem nýta Keflavíkurflugvöll til að millilenda á leið yfir Norður-Atlantshafið. Í nýliðnum september fækkaði þessum skiptifarþegum á Keflavíkurflugvelli um 57 prósent. Fjöldi komu- og brottfararfarþega drógst aftur á móti mun minna saman eða um rúm sautján prósent eins og sjá má á töflunni hér fyrir neðan.

Hópur skiptifarþega taldi rétt um 182 þúsund farþega í september og hafa þeir ekki verið svo fáir í þessum mánuði síðustu þrjú ár. Í september árið 2015 voru þeir rúmlega 175 þúsund en þess ber að geta að tengifarþegar eru taldir í hver sinn sem þeir fljúga til eða frá landinu. Farþegi sem flýgur hingað frá Dublin og beint yfir til Denver er tvítalinn á leiðinni út og líka á heimleiðinni.

Nú getur þú tekið þátt í að styrkja og efla útgáfu Túrista