Setja Íslandsflug aftur á dagskrá

Þýska lággjaldaflugfélagið Eurowings hefur tekið á leigu flugvél, ásamt áhöfn, til að sinna á áætlunarflugi til Íslands í sumar.

hamborg elbphilharmonie thies raetzke 0009
Hið nýja tónlistarhús Fílharmoníusveitar Hamborgar. Í sumar verður hægt að fljúga til borgarinnar með Icelandair og Eurowings. Mynd: Ferðamálaráð Hamborg

Um langt árabil hefur Eurowings haldið úti áætlunarferðum til Íslands yfir sumarmánuðina. Þegar mest lét flugu þotur félagsins hingað frá fimm þýskum borgum en í fyrra aðeins frá tveimur, Hamborg og Köln. Útlit var fyrir að engar Íslandsferðir yrðu á dagskrá Eurowings næsta sumar líkt og Túristi greindi frá í þar síðustu viku. Þá sagði blaðafulltrúi félagsins aðfélagið væri ekki með neitt flug til Íslands á boðstólum.

Núna er aftur á móti hægt að bóka flug hingað með Eurowings frá Hamborg í sumar og tekið er fram í bókunarvél á heimasíðu félagsins að flogið verði með þotu TUI ferðaskrifstofunnar til Íslands. Blaðafulltrúi Eurowings staðfestir að þessi breyting hafi verið gerð og segir að þotan hafi verið leigð með áhöfn. Ekki fást upplýsingar um ástæður þessara breytinga en samkvæmt heimildum Túrista þá lögðu þýskar ferðaskrifstofur pressu á flugfélagið að taka upp þráðinn í Íslandsfluginu í vor. Og eins og staðan er í dag þá verður það gert í ferðum milli Íslands og Hamborgar en ekki frá Köln. Verðlagningin á fluginu hingað frá Hamborg vekur hins vegar athygli því ódýrustu farmiðarnir, báðar leiðir, kosta í dag 90 þúsund krónur.

Auk Eurowings þá flýgur Icelandair til Hamborgar og síðastliðið sumar fluttu félögin samtals rétt rúmlega 33 þúsund farþega milli Hamborgar og Íslands. Það er samdráttur um 9níuprósent frá sumrinu 2018 samkvæmt tölum frá þýskum flugmálayfirvöldum.

Nú getur þú tekið þátt í að styrkja og efla útgáfu Túrista