Sumar tegundir af jólabjór ódýrari í ár

Sala á áfengu jólaöli hefst ekki í Vínbúðunum fyrr en um miðjan næsta mánuð. Í Fríhöfninni er bjórinn hins vegar nú þegar á boðstólum og verðið er álíka og síðustu ár.

Mynd: Patrick Fore/Unsplash

Fimmtán ólíkar tegundir af jólabjór eru nú fáanlegar í Fríhöfninni í Leifsstöð en þetta árstíðabundna brugg kemur ekki í hillur Vínbúðanna fyrr en 14. nóvember. Síðustu ár hefur Túristi fylgst með verðlagningunni á jólabjórnum í Fríhöfninni og það eru litlar verðbreytingarnar í ár. Sumar tegundir eru til að mynda ódýrari að þessu sinni en fyrir þremur árum síðan eins og sjá má á töflunni hér fyrir neðan.

Þeir farþegar sem vilja fullnýta tollinn sinn til að kaupa jólabjór geta keypt þrjár stórar og fjórar litlar kippur samkvæmt reiknivél Fríhafnarinnar.