Samfélagsmiðlar

Allar flugferðir Bændaferða kolefnisjafnaðar

Framkvæmdastjóri ferðaskrifstofunnar segir mikilvægt að fyrirtækið sjálft leggi sitt af mörkum í stað þess að láta viðskiptavininn einan bera ábyrgð á kolefnisjöfnuninni.

Frá og með áramótum verða allar flugferðir á vegum Bændaferða kolefnisjafnaðar með jöfnu framlagi þess sem ferðast og ferðaskrifstofunnar. Bændaferðir leggja kolefnisjöfnunina því ekki eingöngu á herðar viðskiptavina sinna eins og oft tíðkast.

Aðspurður um ástæður mótframlagsins þá segir Sævar Skaptason, framkvæmdastjóri Bændaferða, að helsta röksemdin sé sú að þetta styðji við samfélagslega ábyrgð ferðaskrifstofunnar. „Fyrirtækin verða líka að leggja sitt af mörkum ekki bara skella ábyrgðinni á viðskiptavininn.“

Framlag viðskiptavina er innifalið í heildarverði ferða en í útreikningum á útblæstri er notast við reiknivél Alþjóða flugmálastofnunar. Verður kolefnið bundið með landgræðslu, skógrækt og endurheimt votlendis en andvirði þess sem safnast í kolefnisjöfnuninni mun renna í sérstakan sjóð sem verður formlega settur á fót á vorhátíð Hey Iceland þann 2. apríl næstkomandi og verður fyrsta úthlutun úr sjóðnum í upphafi árs 2021.

„Við gerum okkur grein fyrir því að skógræktin dugar ekki ein og sér og þess vegna er markmiðið að fara blandaða leið og m.a. skoða betur útfærslur með endurheimt á votlendi þannig að kolefnisjöfnunin almennt sé ekki að taka svona langan tíma. Við ætlum að fá sérfræðinga með okkur í lið til að útfæra þetta betur með tillit til verkefna sem munu fá úthlutun úr sjóðnum. Í dag eru bændur í lykilstöðu við að binda kolefni í jörðu og því er þetta samstarf við grasrótina í fyrirtækinu mikilvægt,“ segir Sævar.

Bændaferðir og Hey Iceland eru vörumerki Ferðaþjónustu bænda hf. sem sérhæfir sig í ferðaþjónustu á landsbyggðinni og ferðum út fyrir landsteinana. Fyrirtækið hefur unnið eftir sjálfbærnistefnu frá árinu 2002 og er unnið að fleiri verkefnum innan þess sem snúa að því að draga úr kolefnisfótspori vegna ferðalaga.

Þannig var fyrsti rafbíla-ferðapakkinn fyrir erlenda viðskiptavini settur í loftið í samstarfi við Bílaleigu Akureyrar síðastliðið sumar. Þessi ferðapakki er sprottinn upp af verkefninu Hleðsla í hlaði, samstarfsverkefni Hey Iceland, Bændasamtaka Íslands og Orkuseturs sem hefur það markmið að fjölga hleðslustöðvum fyrir rafbíla í sveitum landsins.

Í dag eru tólf félagar innan Hey Iceland komnir með hleðslustöðvar og fer þeim fjölgandi sem opnar nýja möguleika fyrir þá sem vilja ferðast um landið á rafmagnsbíl.

 

Nýtt efni

Play tapaði 3,1 milljarði króna fyrir skatt á fyrsta ársfjórðungi í fyrra en núna var tapið 19 prósent hærra eða 3,7 milljarðar króna. Félagið jók framboðið um 63 prósent á milli þessara tveggja fjórðunga en í flota félagsins voru sex til átta þotur í byrjun síðasta árs en núna eru þær tíu. Einar Örn Ólafsson, …

Sjóðir bandaríska flugvélaframleiðandans Boeing minnkuðu um 3,9 milljarða dollara á fyrsta ársfjórðungi. Upphæðin jafngildir 550 billjónum íslenskra króna og skýringin á þessum mikla fjármagnsbruna liggur í endurteknum göllum í þeim flugvélum sem fyrirtækið framleiðir. Af þeim sökum hefur bandaríska flugöryggisstofnunin takmarkað afköstin í verksmiðjum Boeing við 38 Max þotur í mánuði. Þar með þurfa flugfélög …

Fyrr á þessu ári kynnti fyrirtækið til sögunnar Precious Honeyglow anansinn sem er aðeins um 600 1000 grömm að þyngd eða um það bil helmingi minni en hefðbundinn ananas.Í fréttatilkynningu frá fyrirtækinu segir að það kappkosti ávallt að uppfylla óskir kaupenda, hvort sem þær eru um sætara bragð, sjálfbærnisjónarmið og nú – stærð. Hið nýja …

Tekjur Icelandair af farþegaflugi námu rúmlega 27 milljörðum króna á fyrsta fjórðungi ársins og hafa þeir aldrei verið hærri á þessum tíma árs. Sætaframboðið hefur heldur aldrei verið meira en það jókst það um 21 prósent á milli ára og var farþegahópurinn 14 prósent fjölmennari núna en fyrstu þrjá mánuðina í fyrra. Þá stóðu farþegar …

Það seldust 183 þúsund Volvo bílar á fyrsta fjórðungi ársins sem var aukning um 12 prósent frá sama tíma í fyrra. Engu að síður dróst veltan saman um 2 prósent og rekstrarafkoman (Ebit) nam 4,7 milljörðum sænskra króna eða 61 milljarði kr. Það er töluvert undir spá greinenda sem höfðu að jafnaði gert ráð rekstrarhagnaði …

„Afkoma fyrsta ársfjórðungs var í takt við væntingar okkar en rekstrarniðurstaðan í janúarmánuði litaðist af áhrifum alþjóðlegrar umfjöllunar um eldgos á Reykjanesi. Við nýttum þann mikla sveigjanleika sem félagið býr yfir til að laga sætaframboð að markaðsaðstæðum og jukum fjölda tengifarþega um 48 prósent með aukinni áherslu á þann markað þar sem markaðurinn til Íslands …

Áður en skemmtiferðaskipin taka að fylla götur Ísafjarðar af forvitnum ferðalöngum eru tvær helgar að vori sem fylla bæinn af heldur ólíkum hópum fólks. Sú fyrri er páskahelgin þegar tónlistarfólk og áhangendur þeirra þyrpast í bæinn til að taka þátt í rokkhátíð alþýðunnar, Aldrei fór ég suður, og sú síðari er Fossavatnshelgin, sem fór fram …

Tekjur Finnair drógust saman um tvö prósent á fyrsta fjórðungi ársins þrátt fyrir að finnska flugfélagið hafi aukið framboðið. Skýringin á samdrættinum liggur í verkföllum, verri sætanýtingu og lægri tekjum af fraktflutningum samkvæmt uppgjöri félagsins sem birt var í morgun. Rekstrarkostnaður Finnair á fyrsta ársfjórðungi var á pari við sama tímabil í fyrra og tapaði …