Samfélagsmiðlar

Anda ofan í hálsmálið á Icelandair

Fyrir aðeins nokkrum árum síðan var Icelandair eina norræna flugfélagið í Boston. Nú ætlar SAS sér stóra hluti í borginni með splunkunýjum þotum og Norwegian bætir líka við ferðum til eins af höfuðvígjum íslenska flugfélagsins.

Frá Boston.

Það liggur fyrir að San Francisco og Kansas City detta út af sumaráætlun Icelandair á næsta ári. Þar með hefur áfangastöðum flugfélagsins í Bandaríkjunum fækkað um sex frá því í fyrrasumar. Á sama tíma horfa stjórnendur hinna norrænu flugfélaganna í auknum mæli vestur um haf.

Nýjasta dæmið um það er boðuð sókn SAS í flugi milli Kaupmannahafnar og Boston í tengslum við nýjustu viðbótina í flugflota félagsins. Um er að ræða fyrstu Airbus A321LR þotu SAS en þar er á ferðinni nýjar og óvenju langdrægar tveggja raða farþegaþotur. Tilkoma þeirra gerir það að verkum að SAS styðst ekki lengur aðeins við breiðþotur í flugi sínu yfir Atlantshafið.

Það er athyglisvert að SAS kjósi að nýta nýju þotuna í flug milli Kaupmannahafnar og Boston vegna sterkrar stöðu Icelandair í borgunum tveimur. Bostong og Kaupmannahöfn hafa nefnilega lengi verið tvö af höfuðvígjum Icelandair og stóðu samtals undir þrettán prósent af heildarfarþegafjölda félagsins í fyrra samkvæmt opinberum tölum sem Túristi hefur aflað sér. Í ljósi þess að hlutfall tengifarþega er hátt hjá Icelandair þá eru vafalítið margir farþega Icelandair einmitt á ferðinni milli Boston og Kaupmannahafnar með millilendingu á Keflavíkurflugvelli.

Nú ætlar að SAS sér stærri sneið af þeirri köku með því að starfrækja flugleiðina allt árið um kring í stað þess að einskorða ferðirnar til Boston við sumaráætlunina. Reynsla SAS af flugi til Boston er reyndar ekki löng því það var fyrst sumarið 2016 sem félagið fór jómfrúarferð sína þangað. Haustið áður hafði félagið tilkynnt um þessa nýju landvinninga og þá vakti athygli að í sömu fréttatilkynningu kom fram flug milli Kaupmannahafnar og Reykjavíkur yrði ein af nýjum næsta árs.

Segja má að þarna hafi SAS veitt Icelandair tvöfalt kjaftshögg og olli þessi sókn SAS töluverðum óróa innan raða Icelandair samkvæmt heimildum Túrista. Var þetta af sumum túlkað sem svar SAS við þeirri ákvörðun Icelandair að hefja flug til Chicago. Þar í borg hafði SAS fyrir löngu komið sér vel fyrir á sama hátt og Icelandair hafði um árabil verið eina norræna flugfélagið í Boston.

Í viðtali Túrista við einn af stjórnendum SAS kom hins vegar fram að það hafi verið algjör tilviljun að tilkynnt var samdægurs um flug til bæði Boston og Reykjavíkur.

En það er ekki aðeins SAS sem sér tækifæri í Boston. Þangað ætlar Norwegian líka að stefna fleiri flugvélum en þó ekki frá Skandinavíu heldur frá London, París og Róm. Icelandair hefur lengi verið umsvifamikið í flugi til þeirra tveggja fyrrnefndu en hefur ekki ennþá hafi flug til ítölsku höfuðborgarinnar.

Norska flugfélagið hyggst líka fjölga ferðunum sínum til Denver og Chicago sem báðar eru heilsársáfangastaðir hjá Icelandair. Í fyrra flaug Icelandair 122 þúsund farþegum til Chicago en 97 þúsund farþegum til Denver. Samtals er það um 16 prósent af heildarfarþegafjöldanum í Bandaríkjaflugi Icelandair á síðasta ári.

Það vekur jafnframt athygli að bæði Norwegian og SAS sjá nú tækifæri í auknum flugsamgöngum til San Francisco en Icelandair er einmitt á leiðinni af þeim markaði sem fyrr segir.

Uppfært: Í upphaflegri útgáfu fréttarinnar sagði að Airbus A321LR þoturnar hafi verið á teikniborðinu þegar Icelandair stóð í viðræðum við Airbus og Boeing um kaup á flugvélum árið 2012. A321LR þoturnar voru hins vegar fyrst markaðssettar tveimur árum síðar. 

Nú getur þú tekið þátt í að styrkja og efla útgáfu Túrista

Nýtt efni

Fyrir viku hélt Narendra Modi, forsætisráðherra Indlands, fund með helstu ráðgjöfum sínum, innanríkisráðherra og fulltrúum veðurstofu og almannavarna landsins til að ræða viðbrögð við hitatíðinni framundan, frá apríl til júní. Sérstaklega er talin ástæða nú til aðgæslu vegna áhrifa loftslagsbreytinga á veðurfar. Verulegar líkur eru taldar á að hiti fari fram úr venjulegum hámarkshita í …

Frumvarp um að veita þúsundum óskráðra innflytjenda á Spáni heimild til landvistar og atvinnu er nú til meðferðar í fulltrúadeild spænska þingsins (Congreso de los Diputados) eftir að 700 þúsund manns höfðu undirritað áskorun um setningu laga þessa efnis. Nærri 900 samtök studdu þessa áskorun um að breyta stöðu óskráðra útlendinga í landinu.  Ef fyrirliggjandi …

Farþegar á leið til New York frá Róm, París, Ósló, London, Berlín eða Aþenu geta flogið beint með norska lágfargjaldaflugfélaginu Norse Atlantic. Í mörgum tilfellum er félagið með ódýrustu sætin á þessum leiðum og keppir því við íslensku flugfélögin um þá farþega sem vilja komast á milli fyrir sem minnst og setja það ekki fyrir …

„Tilgangurinn er að sýna hvað höfuðborgarsvæðið hefur að bjóða í ferðaþjónustu og byggja upp þekkingu meðal þeirra sem í henni starfa," sagði Inga Hlín Pálsdóttir, framkvæmdastjóri Markaðsstofu höfuðborgarsvæðisins, þegar FF7 hitt hana skömmu eftir að sýningin HITTUMST var opnuð í Hafnarhúsinu í dag. Nokkur hópur var þegar kominn að skoða það sem í boði er …

Hilton-hótelkeðjan hefur gert samning um byggingu og rekstur tveggja hótela hér á landi í samstarfi við Bohemian Hotels ehf. Stefnt er að því að opna það fyrra við Hafnarstræti á Akureyri næsta sumar en þar verða 70 herbergi og mun hótelið bera heitið Skáld Hótel Akureyri. Seinna hótelið opnar við Bríetartún, við hlið Frímúrarahallarinnar í …

Flugfélagið Play hefur hafið miðasölu á flugi til Cardiff í Wales og er þetta gert vegna mikils áhuga á leikjum íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu gegn Wales í Þjóðadeildinni sem fara fram næstkomandi haust.  Þetta kemur fram í tilkynningu. Íslenska liðið mætir liði Wales á Laugardalsvelli 11. október en liðin mætast aftur á heimavelli Wales í Cardiff …

Í þeirri viðleitni að hemja troðningstúrisma hafa borgaryfirvöld í Amsterdam ákveðið að leyfa ekki byggingu fleiri hótela í miðborginni. Þrátt fyrir að kröfur hafi verið hertar í borginni gagnvart nýbyggingum hótela þá eru yfir 20 hótel nú á teikniborðinu, segir NL Times. Takmörkunin nær auðvitað ekki til þeirra hótela sem þegar hafa verið samþykkt. Túristar …

Como-vatn á Langbarðalandi dregur til sín um 1,4 milljónir ferðamanna á ári - og í glæsihúsum við vatnið hefur margt frægt og ríkt fólk athvarf. Meðal þeirra sem eiga hús þarna eru George Clooney, Donnatella Versace og Richard Branson. Kannski er það ekki síst efnaða fólkið sem orðið er þreytt á átroðningi - að venjulegir …