Boeing MAX10 brátt tilbúin til afhendingar

Fyrsta eintakið af stærstu gerðinni af MAX þotunum er nú tilbúið.

Efnt var til athafnar við Boeing verksmiðjurnar í Renton í Washington fylki þegar fyrsta MAX10 þotan kom af færibandinu á föstudaginn. Mynd: Boeing

Þegar Icelandair pantaði MAX þotur frá Boeing þá var um að ræða flugvélar af gerðinni MAX8 og MAX9. Núna er fyrsta eintakið af MAX10 tilbúið og hefjast prófanir á vélinni í byrjun næsta árs. Um er að ræða þotur sem með sæti fyrir allt að 230 farþega en til samanburðar er hægt að koma allt að 220 sætum um borð  í MAX9 þoturnar. Aftur á móti eru aðeins 178 sæti í MAX9 vélum Icelandair en sú þota er ögn langdrægari en MAX10.

Sú þota getur flogið allt að 6100 kílómetra en til samanburðar fer hin nýja Airbus A321LR, sem t.d. SAS ætlar að nota til að efla Ameríkuflug sitt, allt að 7400 km en þó með í mesta lagi 204 farþega. Það er aðeins lengri en Boeing 757 þotur Icelandair geta komist en gera má ráð fyrir að núverandi viðræður félagsins við Airbus og Boeing snúist um kaup á þotum sem geta komið í stað Boeing 757 sem framleiddar voru í kringum aldarmótin og eru því mun eyðslufrekari en nýja þotur.