Samfélagsmiðlar

Ef Icelandair myndi horfa meira til Suður-Evrópu

September og október liðu án þess að Icelandair tilkynnti um flug til nýrra áfangastaða næsta sumar. Það er þó ekki útilokað að þotur félagsins taki fljótlega stefnuna í nýjar áttir og þá jafnvel til Suður-Evrópu en þar hafa umsvif félagsins verið takmörkuð.

Það er ólíklegt að Bordeaux, Bologna og Barcelona bætist allar við leiðakerfi Icelandair á næsta ári. En sú síðastnefnda verður að teljast líklegur kandídat.

Það eina sem fyrir liggur varðandi sumaráætlun Icelandair á næsta ári er að flugi til bandarísku borganna San Francisco og Kansas City verður hætt. Ekki hefur hefur verið tilkynnt um neinar viðbætur en sala á ferðum til nýrra sumaráfangastaða hefst vanalega á haustin. Og ekki hefur fengist staðfest hvort sætaframboð aukist, standi í stað eða minnki næsta sumar en samdrátturinn í síðasta mánuði nam til að mynda 13 prósentum. Gera má ráð fyrir að óvissan varðandi kyrrsettu MAX þoturnar geri stjórnendum Icelandair erfiðara fyrir að ganga frá flugáætlun fyrir arðbærasta hluta ársins.

Áfram á þó að setja ferðamenn á leið til Íslands í forgang líkt og endurtekið hefur komið fram í tilkynningum félagsins. Og í því ljósi er áhugavert að velta fyrir sér hvort Icelandair sjái þá sókn í auknu flugi til Suður-Evrópu. Áætlunarflug félagsins til Ítalíu og Spánar hefur takmarkast við sumarflug til Madríd og Mílanó og París er eini franski áfangastaðurinn. Þotur Icelandair fljúga aftur á móti til nokkurra þýskra borga og ferðir til höfuðborga hinna Norðurlandanna eru tíðar en oft áður.

Vissulega fækkaði ferðafólki frá Spáni, Ítalíu og Frakklandi í sumar en hótelnóttum þjóðanna fjölgaði aftur á móti umtalsvert. Þessar þrjár þjóðir fara líka einna víðast um landið samkvæmt landamærakönnnum Ferðamálastofu. Þannig mælist hlutfall franskra, spænskra og ítalskra ferðamanna hátt úti á landi og aukið fram boð á beinu flugi frá þessum löndum til Íslands gæti því verið kærkomin innspýting fyrir íslenska ferðaþjónustu. Á sama tíma opnast þá fleiri tækifæri fyrir Íslendinga í leit að ferðum til suðurhluta álfunnar.

Frakkland

Það var góður stígandi í ferðum WOW til Lyon, næst fjölmennustu borg Frakklands, líkt og Túristi hefur áður greint frá. Þar er því hefð fyrir Íslandsflugi yfir sumarmánuðina sem gæti gert það meira aðlaðandi fyrir Icelandair að taka upp þráðinn. Aftur móti er ekki ýkja langt frá frönsku borginni yfir til flugvallarins í Genf en þangað fljúga þotur Icelandair á sumrin. Bordeaux eða Nice væru þá jafnvel fýsilegri kostir fyrir Icelandair ef félagið sér tækifæri í að hasla sér völl í fleiri borgum Frakklands en höfuðborginni.

Spánn

Þotur Icelandair fljúga mest til Spánar fyrir íslenskar ferðaskrifstofur og því ekki hægt að bóka far á heimasíðu flugfélagsins sjálfs til Alicante eða Kanaríeyja. Á sama tíma hefur Norwegian bætt verulega í áætlunarflug milli Íslands og Spánar. Meðal annars frá Alicante og hefur norska félagið ekki litið á þá flugleið sem sérstaka þjónustu við sólþyrsta Íslendinga. „Alicante hérað er fimmta fjölmennasta svæði Spánar með 1,8 milljónir íbúa og auk þess búa 2,7 milljónir manna í innan við klukkutíma akstursfjarlægð frá flugvelli borgarinnar. Það er því góður grundvöllur fyrir því að auka umferð frá Spáni til Íslands,” sagði talskona Norwegian til að mynda í viðtali við Túrista skömmu fyrir jómfrúarferðina vorið 2017. Það verður þó að teljast líklegra Icelandair tilkynni um endurkomu sína til Barcelona áður en áætlunarflug til Alicante eða annarra spænskra borga hefst.

Ítalía

Hingað til hefur flug Icelandair til Evrópu að lang mestu takmarkast við fjögurra tíma fluglengd svo þoturnar nýtist líka í flug til Norður-Ameríku innan sólarhringsins. Þar með er Ítalíuskaginn eiginlega utan seilingar. Með komu MAX þotanna þá sá þáverandi forstjóri Icelandair tækifæri í flugi lengra út í Evrópu. Ef þess háttar útrás er enn þá á teikniborðinu þá gæti Icelandair spreytt sig á flugi til fleiri ítalskra borga en Mílanó. Sú staðreynd að Vueling, WOW og Norwegian hættu öll áætlunarflugi milli Íslands og Rómar gæti dregið kjarkinn úr forsvarsfólki Icelandair þegar kemur að flugi til höfuðborgarinnar. Í staðinn gætu þau horft til áfangastaða norðar í landinu, til dæmis Bologna, Feneyja eða Pisa.

Portúgal

Frakkar, Spánverjar og Ítalir eru á listanum yfir þær tíu þjóðir sem eru fjölmennastar í hópi ferðamanna hér á landi yfir sumarmánuðina. Portúgalir eru ekki taldir sérstaklega á Keflavíkurflugvelli en þeir keyptu þó tvöfalt fleiri hótelnætur hér á landi í sumar en á sama tíma í fyrra. Það er aftur á móti ekkert áætlunarflug starfrækt milli Íslands og Portúgal en með því að bæta úr því gæti Icelandair slegið tvær flugur í einu höggi. Í fyrsta lagi að gera Íslendingum og Portúgölum auðveldara að ferðast á milli landanna tveggja og í öðru lagi setja ennþá meiri þrýsting á áætlunarflug TAP, stærsta flugfélags Portúgal, til Norður-Ameríku. Nú þegar er Icelandair nefnilega óbeint í samkeppni við TAP í flugi til Suður- og Norður-Ameríku í gegnum eignarhald sitt á Capo Verde flugfélaginu. Það félag gerir út á tengiflug frá Lissabon til Ameríku með millilendingu á Grænhöfðaeyjum. Með komu Icelandair til Portúgal fengju farþegar á leið milli Norður-Ameríku og Lissabon nýjan valkost.

Nú getur þú tekið þátt í að styrkja og efla útgáfu Túrista

Nýtt efni

Ólafur Þór Jóhannesson, framkvæmdastjóri fjármálasviðs Play, hefur óskað eftir að láta af störfum. Hann mun sinna stöðunni þar til eftirmaður hans tekur við að því segir í tilkynningu. Ólafur Þór tók við fjármálasviði Play eftir að Þóra Eggertsdóttir „ákvað að segja skilið við félagið" í október 2022. Hún hafði þá gegnt stöðu fjármálastjóra allt frá …

Hjá erlendum hagstofum lenda íslenskir ferðamenn oft í flokknum „aðrir" þegar gefnar eru út tölur um gistinætur á hótelum. Þannig er það þó ekki í þýsku höfuðborginni og samkvæmt nýjustu tölum þaðan keyptu íslenskir gestir 5.530 gistinætur á hótelum í Berlín í janúar og febrúar. Þetta er meira en tvöföldun frá sama tíma í fyrra …

Síðastliðna tólf mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 6 prósent og um 3,9 prósent ef húsnæði er tekið út fyrir sviga. Verðmælingar Hagstofunnar sýna aftur á móti að verð á farmiðum til útlanda lækkaði um 11,4 prósent í apríl í samanburði við sama mánuð í fyrra. Þá voru páskarnir aðra helgina í apríl en eftirspurn …

Á árinu 2023 minnkaði sala í Danmörku á prentuðum bókum um 70,2 milljónir danskra króna (tæpa 1,5 milljarða íslenskra kr.) en á sama tíma jókst velta með stafrænar bækur, hljóð og e-bækur, um 35,3 milljónir danskra kr. (rúmar 700 milljónir kr). Einmitt þessi breyting kemur illa niður á rithöfundum landsins því tekjur þeirra og forlaganna …

Af þeim sex norrænu flugfélögum sem skráð eru á hlutabréfamarkað þá gengur best hjá hinu norska Norwegian. Félagið stokkaði upp leiðakerfið í heimsfaraldrinum, endursamdi við birgja og starfsfólk og í fyrra skilaði Norwegian methagnaði. Sú niðurstaða skrifaðist meðal annars á þá ákvörðun stjórnenda að draga töluvert úr umsvifunum yfir vetrarmánuðina. Það hefur leitt til að …

Í ágúst 2026 er áætlað að Victorian Fruit and Vegetable Market í höfuðborg Írlands opni dyr sínar á nýjan leik. Markaðurinn hefur verið lokaður í fimm ár og byggingin legið undir skemmdum en með hjálp 25 milljón evra þróunarstyrks er markmiðið að nýr markaður skáki ekki aðeins hinum víðfræga Enska markaði í Cork heldur mörkuðum …

Play tapaði 3,1 milljarði króna fyrir skatt á fyrsta ársfjórðungi í fyrra en núna var tapið 19 prósent hærra eða 3,7 milljarðar króna. Félagið jók framboðið um 63 prósent á milli þessara tveggja fjórðunga en í flota félagsins voru sex til átta þotur í byrjun síðasta árs en núna eru þær tíu. Einar Örn Ólafsson, …

Sjóðir bandaríska flugvélaframleiðandans Boeing minnkuðu um 3,9 milljarða dollara á fyrsta ársfjórðungi. Upphæðin jafngildir 550 billjónum íslenskra króna og skýringin á þessum mikla fjármagnsbruna liggur í endurteknum göllum í þeim flugvélum sem fyrirtækið framleiðir. Af þeim sökum hefur bandaríska flugöryggisstofnunin takmarkað afköstin í verksmiðjum Boeing við 38 Max þotur í mánuði. Þar með þurfa flugfélög …