Farþega­hóp­urinn dregst hratt saman

Fjöldi skiptifarþega á Keflavíkurflugvelli í október var rétt rúmlega þriðjungur af fjöldanum á sama tíma í fyrra. Í heildina fækkaði farþegum í Leifsstöð um 35 prósent í síðasta mánuði sem er á pari við samdráttinn í september.

Mynd: Isavia

„Fjölgun skiptifar­þega er merkur atburður í flug­sögu Íslands,” segir í skýrslu sem unnin var fyrir Isavia um verð­mæti þess hóps farþega sem milli­lendir á Kefla­vík­ur­flug­velli á leið milli Evrópu og Norður-Ameríku. Þessi úttekt var birt í nóvember 2017 en þá hafði fjöldi skiptifar­þega vaxið hratt árin á undan og spáði skýrslu­höf­undur áfram­hald­andi uppsveiflu næstu ár. Fjöldinn í ár átti þannig að vera rúmar fjórar millj­ónir.

Miðað við taln­ingu á skiptifar­þegum í ár er aftur á móti útlit fyrir að talan verði um helm­ingi minni eða rétt rúmar tvær millj­ónir. Það er álíka fjöldi og allt árið 2016. Fall WOW air er skilj­an­lega megin skýr­ingin á þessari þróun en einnig sú stað­reynd að nú einbeitir Icelandair sér helst að farþegum á leið til og frá landinu. Þar með hefur hópur tengifar­þega dregist saman í ár og í október nam fækk­unin fjórð­ungi.

Í heildina fækkað farþegum á Kefla­vík­ur­flug­velli um nærri 35 prósent í síðasta mánuði sem er litlu meira en í sept­ember. Samdrátt­urinn í haust hefur verið mun meiri en í sumar og vor og munar þar miklu um fyrr­nefnda fækkun skiptifar­þega. Þeir voru um 123 þúsund í Leifs­stöð í október en 328 þúsund á sama tíma í fyrra.