Fundur um stöðu ferðaþjónustunnar

Greining á afkomu annarra ferðaþjónustufyrirtækja en gististaða verður kynnt á morgun.

Mynd: Nicolas J Leclercq / Unsplash

Í fyrra fól Ferðamálastofa endurskoðunarfyrirtækinu KPMG að gera úttekt á rekstri fyrirtækja í ferðaþjónustu. Niðurstöðurnar og vöktu athygli og skapaðist mikil umræða um stöðu greinarinnar í kjölfarið. Verkefnið var endurtekið í ár og skýrsla um afkomu hótelfyrirtækja var birt í júlí síðastliðnum.

Of fá svör fengust aftur á móti frá bílaleigum, hópbílafyrirtækjum, afþreyingarfyrirtækjum og ferðaskrifstofum og var því ákveðið að fresta úrvinnslu og afla frekari upplýsinga úr ársreikningum hjá ársreikningaskrá. Á morgun verða niðurstöður þeirrar könnunar kynntar á morgunverðarkynning á skrifstofum KPMG í Reykjavík og má skrá sig á fundinn á vef Ferðamálastofu.