Samfélagsmiðlar

Gerir ekki athugasemd við sameiningu keppinauta

Ferðaþjónustan er gríðarlega skemmtileg grein með miklum áskorunum segir framkvæmdastjóri Kynnisferða. Hann segist telja að flestir í greininni séu að skoða aukin umsvif og ný tækifæri um þessar mundir.

Björn Ragnarsson, framkvæmdastjóri Kynnisferða.

Kynnisferðir eiga sér fimmtíu ára sögu og hafa lengi verið eitt stærsta ferðaþjónustufyrirtæki landsins. Síðustu misseri hefur félagið stokkað upp hluta af rekstrinum og á sama tíma stefna tveir af helstu keppinautum félagsins á sameiningu. Túristi spurði Björn Ragnarsson, framkvæmdastjóra Kynnisferða, um þessi mál, skuldirnar, greiðslur til Isavia og fleira.

Þú tókst við sem framkvæmdastjóri Kynnisferða fyrir rúmum tveimur árum. Áður varstu fjármálastjóri fyrirtækisins og þú hefur líka reynslu frá Avis og Bláa lóninu. Ertu kominn til að vera í ferðaþjónustu?
Ég hóf störf hjá Kynnisferðum í mars 2017 sem rekstrarstjóri hópbifreiða og tók svo við sem framkvæmdastjóri í september 2017. Ég er búinn að vera töluvert í ferðaþjónustu eins og þú nefnir. Ferðaþjónustan er gríðarlega skemmtileg grein með miklum áskorunum og svo er alveg frábært að vinna við að selja þetta frábæra land sem við búum í. Ég vona því að ég verði áfram í ferðaþjónustunni að vinna með því frábæra starfsfólki sem vinnur hjá Kynnisferðum.

Þið hafið stokkað upp bílaflota Kynnisferða upp að undanförnu. Hver er ávinningurinn af því?
Við höfum fækkað bílum samhliða því að endurnýja. Nýrri bílar eru með meira rekstraröryggi, hagkvæmari í rekstri og með meiri öryggisbúnaði. Við höfum því náð að fækka varabílum og fáum því betri nýtingu. Einnig höfum við gert breytingar á „pick-up drop-off“ þjónustunni og notum núna strætisvagna í þær ferðir. Það hefur bætt þjónustuna og rúturnar losna þá fyrr úr verkefnum vegna þess að áður voru þær nýttar í að keyra farþega úr dagsferðum á viðkomandi gististaði.

Á sama tíma hafið þið eflt markaðssetningu fyrirtækisins og m.a. ráðið inn fólk frá WOW air. Eruð þið farin að sjá árangur af þessu?
Í sumar tókum við í notkun nýja heimasíðu sem gefur okkur miklu meiri sveigjanleika í þjónustuframboði. Innleiðing á nýrri heimasíðu tekur tíma og höfum við aukið mikið vöruframboð frá öðrum ferðaþjónustuaðilum og hefur sú sala tvöfaldast. Við sjáum þegar að viðskiptavinir eru að verja meiri tíma á síðunni en áður og stærra hlutfall endar með kaupum.

Kynnisferðir reka Flugrútuna og í kjölfar útboðs á aðstöðunni við Leifsstöð þá borgið þið Isavia 41,2% af hverjum rútumiða sem þið seljið frá Keflavíkurflugvelli. Myndir þú endurnýja samninginn til lengri tíma ef það stæði til boða í dag?
Við getum sagt samningi okkar upp við Isavia og þannig höfum við útgönguleið. Ef útboð væri núna í gangi myndum við líklega bjóða lægri prósentu.

Það kom fram í úttekt Morgunblaðsins í vor að Kynnisferðir skuldaði þá 8 milljarða og eignir fyrirtækisins næmu 9,2 milljörðum. Hver er skýringin á þessum skuldabagga og náið þið að dafna með hann á bakinu?
Félagið er vissulega skuldsett en við erum í rekstri sem er mjög fjárfrekur í fastafjármunum. Við erum með bílaleigu, stórt verkefni með Strætó, rútur og fasteignir. EBITDA samstæðunnar á síðasta ári var kr. 1,5 milljarðar þrátt fyrir erfitt rekstrarumhverfi.

Tveir af ykkar helstu keppinautum, Reykjavik Sightseeing og Grayline, bíða eftir samþykki Samkeppnisyfirvalda fyrir sameiningarviðræðum. Þú hefur væntanlega verið beðinn um umsögn um þau áform. Hvert var þitt svar?
Við gerum ekki athugasemd við sameiningu Reykjavik Sightseeing og Grayline. Það er eðlilegt miðað við ástandið í ferðaþjónustu og slaka afkomu að eitthvað þurfti að gera.

Framboð á ferðum um Gullna hringinn og vinsælustu staðina á Suðurlandi er mikið. Horfið þið í auknum mæli til annarra áfangastaða þar sem færri eru á ferðinni í dag?
Nei, við aukið frekar við okkur í annarri þjónustu eins og sérhópum og hringferðum í samstarfi við erlendar ferðaskrifstofur.

Er sóknarfæri fyrir Kynnisferðir að auka umsvifin á fleiri sviðum ferðaþjónustu?
Ég held að flestir í ferðaþjónustu séu að skoða aukin umsvif og ný tækifæri.

Nú getur þú tekið þátt í að styrkja og efla útgáfu Túrista

Nýtt efni

Ólafur Þór Jóhannesson, framkvæmdastjóri fjármálasviðs Play, hefur óskað eftir að láta af störfum. Hann mun sinna stöðunni þar til eftirmaður hans tekur við að því segir í tilkynningu. Ólafur Þór tók við fjármálasviði Play eftir að Þóra Eggertsdóttir „ákvað að segja skilið við félagið" í október 2022. Hún hafði þá gegnt stöðu fjármálastjóra allt frá …

Hjá erlendum hagstofum lenda íslenskir ferðamenn oft í flokknum „aðrir" þegar gefnar eru út tölur um gistinætur á hótelum. Þannig er það þó ekki í þýsku höfuðborginni og samkvæmt nýjustu tölum þaðan keyptu íslenskir gestir 5.530 gistinætur á hótelum í Berlín í janúar og febrúar. Þetta er meira en tvöföldun frá sama tíma í fyrra …

Síðastliðna tólf mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 6 prósent og um 3,9 prósent ef húsnæði er tekið út fyrir sviga. Verðmælingar Hagstofunnar sýna aftur á móti að verð á farmiðum til útlanda lækkaði um 11,4 prósent í apríl í samanburði við sama mánuð í fyrra. Þá voru páskarnir aðra helgina í apríl en eftirspurn …

Á árinu 2023 minnkaði sala í Danmörku á prentuðum bókum um 70,2 milljónir danskra króna (tæpa 1,5 milljarða íslenskra kr.) en á sama tíma jókst velta með stafrænar bækur, hljóð og e-bækur, um 35,3 milljónir danskra kr. (rúmar 700 milljónir kr). Einmitt þessi breyting kemur illa niður á rithöfundum landsins því tekjur þeirra og forlaganna …

Af þeim sex norrænu flugfélögum sem skráð eru á hlutabréfamarkað þá gengur best hjá hinu norska Norwegian. Félagið stokkaði upp leiðakerfið í heimsfaraldrinum, endursamdi við birgja og starfsfólk og í fyrra skilaði Norwegian methagnaði. Sú niðurstaða skrifaðist meðal annars á þá ákvörðun stjórnenda að draga töluvert úr umsvifunum yfir vetrarmánuðina. Það hefur leitt til að …

Í ágúst 2026 er áætlað að Victorian Fruit and Vegetable Market í höfuðborg Írlands opni dyr sínar á nýjan leik. Markaðurinn hefur verið lokaður í fimm ár og byggingin legið undir skemmdum en með hjálp 25 milljón evra þróunarstyrks er markmiðið að nýr markaður skáki ekki aðeins hinum víðfræga Enska markaði í Cork heldur mörkuðum …

Play tapaði 3,1 milljarði króna fyrir skatt á fyrsta ársfjórðungi í fyrra en núna var tapið 19 prósent hærra eða 3,7 milljarðar króna. Félagið jók framboðið um 63 prósent á milli þessara tveggja fjórðunga en í flota félagsins voru sex til átta þotur í byrjun síðasta árs en núna eru þær tíu. Einar Örn Ólafsson, …

Sjóðir bandaríska flugvélaframleiðandans Boeing minnkuðu um 3,9 milljarða dollara á fyrsta ársfjórðungi. Upphæðin jafngildir 550 billjónum íslenskra króna og skýringin á þessum mikla fjármagnsbruna liggur í endurteknum göllum í þeim flugvélum sem fyrirtækið framleiðir. Af þeim sökum hefur bandaríska flugöryggisstofnunin takmarkað afköstin í verksmiðjum Boeing við 38 Max þotur í mánuði. Þar með þurfa flugfélög …