Hætt að telja alla ferða­menn

Talning á þeim fjölda erlendra ferðamanna á Keflavíkurflugvelli hefur verið lykilbreyta í íslenskri ferðaþjónustu og þar með ein helsta vísbendingin um stöðu helstu útflutningsgreinar landsins. Nú hefur talningnunni verið breytt.

Ferðamenn við Námaskarð. Mynd: Island.is

Um 36 þúsund færri erlendir farþegar flugu frá Kefla­vík­ur­flug­velli í októ­ber­mánuði síðast­liðnum. Hlut­falls­lega nemur samdrátt­urinn 18,4 prósentum. Munar mest um fækkun Banda­ríkja­manna enda fækkaði brott­förum þeirra fækkaði um 25 þúsund um 42 prósent milli ára frá sama tíma í fyrra.

Þetta kemur fram í tilkynn­ingu frá Ferða­mála­stofu en þar segir jafn­ramt að þann 1. október hafi verið gerðar breyt­ingar á fyrir­komu­lagi taln­ingar brott­far­arfar­þega eftir þjóð­erni á Kefla­vík­ur­flug­velli. Í stað hand­taln­ingar á öllum farþegum á leið úr landi verður þjóð­erna­sam­setning fram­vegis metin út frá kerf­is­bundnu úrtaki. Gamla aðferðin hefur verið notuð síðustu sjö áratugi.

Aðspurður um þessa breyt­ingu þá segir Jakob Rolfsson, hjá Ferða­mála­stofu, að ferða­manna­taln­ingin hafi verið samstarfs­verk­efni stofn­un­ar­innar og Isavia. Nú í sumarlok hafi full­trúar Isavia aftur á móti tilkynnt að hið opin­bera fyrir­tækið myndi ekki lengur taka þátt í kostnaði við taln­ingu og vildi hætta nú þegar.

„Við gengum þá frá samkomu­lagi um að halda áfram út sept­ember með hefð­bundnum hætti. Í nýliðnum október bar Ferða­mála­stofa hins vegar ein kostnað við taln­inguna og þar með urðum við að hætta að telja alla ferða­menn og í staðinn treysta á úrtök,” segir Jakob.

Hann bætir því að það sé mat sérfræð­inga Ferða­mála­stofu að nýja aðferðin komi vel út þó vissu­lega verði skekkjan einhver en þó lítil. „Aftur á móti er eftirsjá í fyrri aðferð enda hefur hver einasti ferða­maður verið talinn samkvæmt henni síðan 1949. Og í ljósi þess langa tíma hefði verið ákjós­an­legt að Isavia hefði gefið okkur lengri tíma til að finna aðra leið. Þetta er líka mikil­væg­asti mæli­kvarðinn í íslenskri ferða­þjón­ustu og hann er notaður við talna­gerðir hjá Hagstofu og Seðla­banka og víðar. Þetta mun því hafa einhver áhrif á hagtölu­gerð fyrir Ísland í heild sinni,” segir Jakob.

Hjá Isavia fást þau svör að meðal annars  niður­skurður sé ástæðan fyrir því að fyrir­tækið dregur sig út úr samstarfinu um taln­ingu á ferða­fólki.

„Isavia lét gera grein­ingu á nýrri taln­ing­ar­að­ferð og var niður­staðan að hún kæmi ekki niður á gæðum gagn­anna. Því töldum við ekki ástæðu til að bíða, sér í lagi í ljósi breyttra rekatr­ar­aðatæðna á Kefla­vík­ur­flug­velli. Með þessu sparast um 50 millj­ónir á ári,” segir Guðjón Helgason, upplýs­inga­full­trúi Isavia.

„Það var mat okkar að kostn­aður við þessa taln­ingu væri ekki rétt­læt­an­legur miðað við sparnað hjá Isavia á síðustu mánuðum. Þess vegna fórum við þess á leit við Ferða­mála­stofu að taka þetta yfir alfarið og setja upp aðferða­fræði sem myndi ná eins vel utan um þjóð­ern­is­fjöldann eins og hægt er. Það hefur nú verið gert og fær Ferða­mála­stofa aðstöðu hjá okkur til taln­ing­ar­innar ásamt raun­tölum okkar um fjölda brott­far­arfar­þega í hverjum mánuði,” bætir Guðjón við.

Kostn­aður Ferða­mála­stofu vegna taln­ing­ar­innar á Kefla­vík­ur­flug­velli hefur numið 10 millj­ónum á ári. Áfram er gert ráð fyrir þeirri upphæð.

Nú getur þú tekið þátt í að styrkja og efla útgáfu Túrista