Samfélagsmiðlar

Hætt að telja alla ferðamenn

Talning á þeim fjölda erlendra ferðamanna á Keflavíkurflugvelli hefur verið lykilbreyta í íslenskri ferðaþjónustu og þar með ein helsta vísbendingin um stöðu helstu útflutningsgreinar landsins. Nú hefur talningnunni verið breytt.

Ferðamenn við Námaskarð.

Um 36 þúsund færri erlendir farþegar flugu frá Keflavíkurflugvelli í októbermánuði síðastliðnum. Hlutfallslega nemur samdrátturinn 18,4 prósentum. Munar mest um fækkun Bandaríkjamanna enda fækkaði brottförum þeirra fækkaði um 25 þúsund um 42 prósent milli ára frá sama tíma í fyrra.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Ferðamálastofu en þar segir jafnramt að þann 1. október hafi verið gerðar breytingar á fyrirkomulagi talningar brottfararfarþega eftir þjóðerni á Keflavíkurflugvelli. Í stað handtalningar á öllum farþegum á leið úr landi verður þjóðernasamsetning framvegis metin út frá kerfisbundnu úrtaki. Gamla aðferðin hefur verið notuð síðustu sjö áratugi.

Aðspurður um þessa breytingu þá segir Jakob Rolfsson, hjá Ferðamálastofu, að ferðamannatalningin hafi verið samstarfsverkefni stofnunarinnar og Isavia. Nú í sumarlok hafi fulltrúar Isavia aftur á móti tilkynnt að hið opinbera fyrirtækið myndi ekki lengur taka þátt í kostnaði við talningu og vildi hætta nú þegar.

„Við gengum þá frá samkomulagi um að halda áfram út september með hefðbundnum hætti. Í nýliðnum október bar Ferðamálastofa hins vegar ein kostnað við talninguna og þar með urðum við að hætta að telja alla ferðamenn og í staðinn treysta á úrtök,“ segir Jakob.

Hann bætir því að það sé mat sérfræðinga Ferðamálastofu að nýja aðferðin komi vel út þó vissulega verði skekkjan einhver en þó lítil. „Aftur á móti er eftirsjá í fyrri aðferð enda hefur hver einasti ferðamaður verið talinn samkvæmt henni síðan 1949. Og í ljósi þess langa tíma hefði verið ákjósanlegt að Isavia hefði gefið okkur lengri tíma til að finna aðra leið. Þetta er líka mikilvægasti mælikvarðinn í íslenskri ferðaþjónustu og hann er notaður við talnagerðir hjá Hagstofu og Seðlabanka og víðar. Þetta mun því hafa einhver áhrif á hagtölugerð fyrir Ísland í heild sinni,“ segir Jakob.

Hjá Isavia fást þau svör að meðal annars  niðurskurður sé ástæðan fyrir því að fyrirtækið dregur sig út úr samstarfinu um talningu á ferðafólki.

„Isavia lét gera greiningu á nýrri talningaraðferð og var niðurstaðan að hún kæmi ekki niður á gæðum gagnanna. Því töldum við ekki ástæðu til að bíða, sér í lagi í ljósi breyttra rekatraraðatæðna á Keflavíkurflugvelli. Með þessu sparast um 50 milljónir á ári,” segir Guðjón Helgason, upplýsingafulltrúi Isavia.

„Það var mat okkar að kostnaður við þessa talningu væri ekki réttlætanlegur miðað við sparnað hjá Isavia á síðustu mánuðum. Þess vegna fórum við þess á leit við Ferðamálastofu að taka þetta yfir alfarið og setja upp aðferðafræði sem myndi ná eins vel utan um þjóðernisfjöldann eins og hægt er. Það hefur nú verið gert og fær Ferðamálastofa aðstöðu hjá okkur til talningarinnar ásamt rauntölum okkar um fjölda brottfararfarþega í hverjum mánuði,“ bætir Guðjón við.

Kostnaður Ferðamálastofu vegna talningarinnar á Keflavíkurflugvelli hefur numið 10 milljónum á ári. Áfram er gert ráð fyrir þeirri upphæð.

Nú getur þú tekið þátt í að styrkja og efla útgáfu Túrista

Nýtt efni

Mitt inn í dimmum Grünheideskógi skammt frá Berlín hafa 80 manneskjur komið sér fyrir í kofum sem þau hafa byggt hátt uppi trjánum. Kofaþorpið eru bækistöðvar mótmælenda eða aðgerðarsinna eins og þau kalla sig. Einmitt inni í þessum sama skógi hyggst bandaríski rafmagnsbílaframleiðandinn Tesla stækka svokallaða gígaverksmiðju sem var tekin var í notkun í mars …

Lufthansa hefur náð samkomulagi við verkalýðsfélagið Verdi og þar með er endi bundinn á langa vinnudeilu við flugvallarstarfsfólk þýska flugfélagsins. Flugáætlun Lufthansa fer því ekki úr skorðum yfir páskana líkt og útlit var fyrir en félagið er með þrjár flugferðir til Íslands á áætlun sinni yfir hátíðarnar. Hinn nýi samningur Verdi og Lufthansa kemur í …

Það voru 561 þúsund skráðar gistinætur hér á landi í febrúar sem er um 2,5 prósent samdráttur í samanburði sama tímabil í fyrra. Ef tekið er tillit til hlaupársdagsins þá var fækkunin ennþá meiri eða nærri 6 af hundraði. Á hótelum landsins voru gistinæturnar 373 þúsund sem er ögn meira en í febrúar í fyrra …

Þegar Hagstofan leggur mat á breytingar á verðlagi þá er meðal annars horft til fargjalda, bæði í flug innanlands og til útlanda. Samkvæmt nýjum verðmælingum Hagstofunnar þá lækkaði farið frá Keflavíkurflugvelli um 5 prósent í mars en farþegar í innanlandsflugi þurftu að borga 16 prósent meira en í fyrra. Á sama tíma hækkaði verðlag í …

„Undanfarna mánuði hafa stjórnmálamenn og verkalýðsforingjar viðrað hugmyndir um að hækka virðisaukaskattshlutfall ferðaþjónustu í 24%. Almenn greining á grundvelli viðtekinnar þjóðhagfræði, sem SAF hefur látið vinna, bendir til þess að slík hækkun myndi almennt hækka verðlag og þar með verðbólgu á viðkomandi ári, lækka veltu í ferðaþjónustu, veikja samkeppnishæfni hennar, lækka verga landsframleiðslu og auka …

Xiaomi er hraðvaxta hátæknifyrirtæki í Beijing í Kína, stofnað fyrir 14 árum af frumkvöðlinum og milljarðamæringnum Lei Jun og félögum hans. Á síðasta ári var fyrirtækið í þriðja sæti á lista þeirra sem seldu flesta farsímana - næst á eftir Samsung og Apple. Xiaomi framleiðir og selur margskonar annan háþróaðan tæknibúnað og neytendavörur en samdráttur …

Fyrir rúmu ári var greint frá því að þýska Lufthansa-samsteypan hefði áhuga á að kaupa 40 prósenta hlut í ítalska þjóðarflugfélaginu ITA en niðurstaða hefur ekki enn fengist. Í janúar hóf Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins rannsókn á samkeppnisáhrifum þess að Þjóðverjarnir eignuðust stóran hlut í ítalska flugfélaginu sem lengi hefur verið stjórnvöldum á Ítalíu höfuðverkur.  Nú í …

Fyrir mánuði sendi Storytel frá sér fréttatilkynningu þar sem kynnt var ný þjónusta fyrir notendur. Brátt eiga hlustendur hljóðbóka möguleika á að velja nýjan lesara ef þeim líkar ekki innlesturinn. Valraddirnar eru allar skapaðar af vélmennum eða svokölluðum gervigreindarupplesurum.  Þetta nýja verkfæri Stoyrtel er tekið í gagnið vegna þess að 89 prósent af þeim sem …