Tilboð á freistandi hóteli í Notting Hill í London

„Boutique" hótel í Notting Hill á sérkjörum fyrir þá sem vilja búa vel í bresku höfuðborginni.

laslett london

Þeir sem ná sér í hagstæða farmiða til London geta kannski réttlætt fyrir sér kaup á ögn betri gistingu í breska höfuðstaðnum. Þá er Laslett hótelið í Notting Hill einn þeirra gististaða sem freistar en þar kostar nóttin vanalega að minnsta kosti 30 þúsund krónur.

Á útsölu Tablet þessa vikuna má hins vegar finna nótt og nótt sem er á tæpar 20 þúsund krónur næstu vikur og fram yfir áramót.

Smelltu hér til að tékka prísana þá daga sem þú gætir hugsað þér að búa í Notting Hill