Loks ferðabók um Gran Canaria

Snæfríður Ingadóttir sendir frá sér glænýja handbók fyrir jólin og jafnframt hennar fjórðu ferðabók á tveimur árum. Að þessu sinni er það eyjan Gran Canaria sem Snæfríður tekur fyrir en sambærileg handbók hennar um nágrannaeyjuna Tenerife vakti mikla lukku í fyrra.

Snæfríður og fjölskylda í göngutúr á Gran Canaria í grennd við fræga fornleifastaðinn Fortaleza.

Það er löng hefð fyrir ferða­lögum Íslend­inga til Kana­ríeyja og sérstak­lega til Gran Canaria. Þrátt fyrir það hefur ekki mikið verið skrifað um þennan vinsæla áfanga­stað á íslensku en nú hefur Snæfríður Inga­dóttir heldur betur bætt úr því með útgáfu bókar­innar „Gran Canaria – Komdu með til Kanarí“. Þar segir Snæfríður frá ýmsu sem gaman er að upplifa sem ferða­langur á Gran Canaria, meðal annars staði sem áhuga­vert er að heim­sækja og mat sem spenn­andi er að smakka.

Þetta er fjórða ferða­hand­bókin á tveimur árum sem Snæfríður sendir frá sér. Í vor gaf hún út krakka­handbók um Tenerife ásamt 11 ára dóttur sinni, Ragn­heiði Ingu. Í fyrra kom út handbók eftir hana um íbúða­skipti og handbók um eyjuna Tenerife.

Aðspurð um hver sé stóri munurinn á eyjunum tveimur þá svarar Snæfríður því til að þær hafi báðar sinn sjarma og ómögu­legt sé að gera upp á milli þeirra. „Þær eru ólíkar en samt svo líkar. Á báðum stöðum er fjöl­breytta náttúru að finna, góðar strendur, skemmti­legar göngu­leiðir og frábæra afþrey­ingu fyrir barna­fólk. Tenerife er stærri eyja en Gran Canaria, þar eru t.d. áhuga­verðir guanchinche veit­inga­staðir, pýra­mídar, mikil banana­ræktun, regn­skógur og glæsi­legur þjóð­garður með hæsta fjalli Spánar. Á Gran Canaria hafa friðuðu sandöld­urnar mikið aðdrátt­arafl, þar er líka að finna skemmtileg hellahús, afar líflega höfuð­borg með baðströnd í miðri borg, mikla romm­fram­leiðslu og bragð­gott kaffi sem er ræktað á einu kaffiökrum Evrópu í frjó­sam­asta dal eyjunnar. Ég er mjög hrifin af báðum eyjunum,“ segir Snæfríð. Hún bætir því við að þeir sem vilja gera bæði Tenerife og Gran Canaria skil í sömu ferð­inni geta flogið á milli fyrir aðeins 20 evrur.

Ferða­hand­bókin „Gran Canaria – Komdu með til Kanarí“ fæst í Eymundsson og á heima­síð­unni lifiderferdalag.is. Og fyrir þá fróð­leiks­fúsu má benda á að Snæfríður verður með námskeið hjá Endur­menntun í mars þar sem Tenerife og Gran Canaria verða teknar fyrir.